Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 25.01.1981, Blaðsíða 13
Þar voru götuljósin strjál og birtan frá ljósker- um skipanna endurspeglaðist i dökkum sjón- um. í nótt átti Billi háseti að vera á verði. Hann var þegar mættur fyrir stundu, og gekk nú fram og aftur um þilfarið. Hann geispaði og var fremur leiður i skapi, þvi að næturvarzla var leiðinlegasta starf sem hann gat hugsað sér. En hann varð að bita á jaxlinn og halda sér vel vakandi, þvi að bilarnir nýju voru enn margir á hafnarbakkanum, og hann hafði fengið ströng fyrirmæli um að gæta þeirra vel. Einu sinni fannst honum, að hann sæi dökkan skugga þarna niður frá, — eitthvað, sem skauzt inn á milli tveggja vagnanna. Hann nam staðar og hlustaði en heyrði ekkert grunsamlegt. Að minnsta kosti var þetta enginn, sem hafði i huga að nema einhvern bilinn á brott. Og þó að hann reyndi að athuga málið betur, gat hann hvergi séð neitt grunsamlegt. ,,Þetta hefur liklega bara verið hundur,” hugsaði Billi og hélt áfram göngu sinni um þilfarið. Þegar leið að morgni, hætti loksins að rigna. Stóru skýin svörtu hurfu inn til landsins. Aust- urhimininn var heiður og blár, og þegar sólin kom upp, og sendi geisla sina yfir láð og lög, tók brátt að þorna til á blautu skipinu. Kalli spilari, sam átti að sjá um morgun- vaktina, tók nú við af Billa, og innan skamms vaknaði öll áhöfnin og tók til starfa sinna. Pabbi hafði farið snemma á fætur. Skipstjóri hefur vissulega i mörg horn að lita, áður en lagt er úr höfn. Hann þurfti að gefa marg- vislegar fyrirskipanir, og svo þurfti hann að fullvissa sig um, að allt væri i lagi á skipinu, áður en lagt yrði af stað. Af þessum ástæðum gleymdi hann alveg að hugsa um Tomma, sem átti að koma snemma og fá sér að borða áður en Trinita færi. En þegar siðasta bilnum hafi verið komið fyrir á sinum stað og allt var tilbúið, mundi pabbi allt i einu eftir blökkudrengnum litla. ,,Hvar skyldi hann vera i dag, drengurinn?” Pabbi horfði niður á hafnarbakkann, þar sem nú var á ný sægur manna, og svipaðist um eftirkolavagninumog stóra stráhattinum hans Tomma. En það var svo skritið, að þegar Tommi hafði hattinn á sér og horft var á hann að ofan, var næstum útilokað að sjá sjálfan drenginn, heldur aðeins kollinn á þessum barðabreiða hatti. Og nú blés Trinita i fyrsta sinn. N-n-n-n-n-n-. En Tommi sást hvergi, hvert sem pabbi horfði. ,,Furðulegt,” tautaði pabbi og hristi höfuðið, — ,,bara að hann sé nú ekki veikur. Óli matsveinn stóð lika út við borðstokkinn á þilfarinu fyrir neðan, og horfði út á hafnar- garðinn. ,,Hann hlýtur að koma aftur, anginn litli, sem var hér i gær,” hugsaði hann með sjálfum sér. Hann hafði tilbúna góða máltið inni i eldhúsinu og hefði mjög gjarna kosið að mega gefa þessum litla, magra dreng ofurlitið meira, áður en Trinita legði frá landi. Nú komu þeir Pétur langi og Pétur stutti klyf jaðir alls konar varningi en þeir höfðu ver- ið sendir i innkaupaferð upp i borgina. Og þarna voru nokkrir farþegar að kveðja ættingja sina, og komu siðan um borð. En Tommi litli sást hvergi. Og nú flautaði skipið i annað sinn. ,,Furðulegt.” tautaði Óli matsveinn vonsvik- inn. „Ég held ég hefði þorað að veðja miklu um það, að þessi drengur hafnaði ekki góðri mál- tið. Bara að ekkert hefði nú komið fyrir hann, greyið litla.” Velar skipsins voru nú komnar af stað og létu töluvert til sin heyra. Og glöggt mátti greina, að þilfarið histist litið eitt. Siðasta brottfarar- undirbúningi var lokið, kaðlar höfðu verið dregnir inn og landgöngubrúnni komið fyrir á sinum stað á skipinu. Og svo blés þá Trinita til brottferðar i þriðja og siðasta sinn. ,,Já, þetta er i meira lagi skritið,” andvarp- aði Óli matsveinn. Vitaskuld varð Trinita að fara á tilteknum tima. Hún gat ekki beðið eftir litlum blökkudreng, sem hafði ætlað að koma og fá sér matarbita. Og svo þokaðist þetta stóra skip frá hafnar- garðinum og hélt til hafs. Það var ágætt sjóveður þennan dag, hæg- viðri, glaða Sólskin og heiður himinn. Áhöfn og farþegar voru i bezta skapi og gerðu sér ýmis- legt til gamans. Kalli spilari hafði fri og þandi harmónikuna sina af kappi, öllum til ánægju, og farþegarnir sátu og lágu i sólbaði á þilfar- inu. Það voru aðeins þeir pabbi og Óli matsveinn, sem voru ofurlitið leiðir og nutu sin ekki til fulls. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.