Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 1

Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagurinn 1. febrúar 1981 8. árgagnur Hitt og þetta gómsœtt í eftirmatinn Oft langar mann til þess að búa til nýjan og góðan eftirrétt með sunnudags- matnum, eða ef eitthvað meira Hggur við, t.d. ef haldin er smáveizla fyrir vini eða kunningja. Hér ætl- um við að birta tvær upp- skriftir, Önnur er að góðu ávaxtasalati en hin af eftir- rétti úr kota-osti. Hvort tveggja á að nægja fyrir 4-6. Ávaxtasalat með (likjör-sósu). 1/2 dós af ananas, 2 rauð epli, 2 bananar, 200 grömm af vlnberjum, 5 mandarlnur, 50 grömm af grófthökk- uöusúkkulaöi, 50 grömm af grófthökk- uöum heslihnetum, 2 1/2 dl rjómi — llkjör. Skeriö ávextina niður i' nokkuð stóra bita. Blandið öllu varlega saman með tveimur göflum. Setjið salatið á kald- an stað. Þeytið rjómann, og bragð- bætið hann með sherrýi eða likjör. Sherrýið þarf að vera sætt. Ef þið hafið ekki safann, sem kemur af ávöxtunum er allt i lagi að blanda rjómanum, hnetunum og ávöxtunum saman, áöur en salatið er borið fram, en annars verður að bera rjómann með eins og oft er gert með salatsósur, hvort eð er. Kotasæluréttur. 2 1/2 dl rjómi, 1 msk. sykur, 1 tesk vanillusykur, 300 grömm af kotasælu, hakkaðar möndlur. Þeytið rjómann með sykrinum og vanillusykrinum. Hrærið ostinum saman við. Skreytið með söxuðum möndlum. Berið þetta fram með saftsósu eða sultutaui, eða karamellusósu og hökkuðum hnetum. Einnig er gott aö bera fram jarðarber með kossum eftir rétti. Eins og þið sjáið á myndinni, sem hér fylgir með, er á einum diskinum hálf pera og biti úr kamemberosti. Þetta þykir mörgum á við stóran kökubita eöa finan desert i eftirrétt, sérstaklega þó ostaðdáendum og þeim, sem ekki eru mikið fyrir sæt- indi. Lika er hægt að búa til gráðost- hræru og setja i peruhelming. Þá er hrærður saman gráðostur og rjómi, eða sýrður r jómi og sprautað fallega á peruhelminginn, eðabara setja á hann meb skeib, ef þib nennið ekki að hafa mikið fyrir.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.