Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 2

Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 2
I ]Rafi Alijev, 110 ára og kona hans Dúnja. Gasanali Kulijev, 100 ára gamall. hefur næstum allt sitt llf unnið sem múr- ari, alið upp börn sin og notið ánægjunnar af barnabörnum, barnabarnabörnum og nú barnabarnabarnabörnum.... Sitara Abdullajeva, sem er 100 ára sagði, að þegar við vildum rækta fallegt og hraustbyggt tré, hugsuðum við ekki aðeins um blöð þess og greinar, heldur einnig ræturnar. Foreldrarnir væru rót hverrar fjölskyldu og þeir þyrftu stöðuga umönnun og umhyggju. — Ég og maður- inn minn sálugi, sem lést fyrir fimm ár- um, fundum sifellt ást og umhyggju barna okkar i okkar garð. Það er sennilega þess vegna sem við höfum lifað svo löngu lifi. Anton Golubashvili, 95 ára, sagði, að hann hefði átt erfiða ævi. — A yngri árum barðist ég i þrem styrjöldum. Þegar ég kom á æskustöðvarnar eftir að hafa hlotið sár og beinbrot, kenndi fólk i brjósti um mig og sagði, að ég væri dauðans matur. Siðan vann ég sem kokkur i tæp 40 ár og ættingjar minir hafa veitt mér ákúrur fyrir að njóta þess að smakka á þeim ljúf- fengu réttum, sem ég matbý. Ég hef verið á eftirlaunum i tuttugu ár. Og allir eru að segja mér, að ég þurfi að lifa rólegu og hóflegu lifi. En ég hef eins og áður yndi af þvi að borða góðan mat og fara i kapp- akstur i bil. Og mér liður alls ekki eins og veikburða gamalmenni. Fyrir skömmu fluttum við i nýja ibúð og þá hjálpaði ég ungu mönnunum við aö bera inn búslóð- ina. Sakina Mustafajeva, sem er 101 árs hafði eftirfarandi að segja: — 1 fjölskyldu ÞEIR ERUÞUSUND ARA Ef gæta á fullrar nákvæmni verður að viöurkenna, aö tiu ibúar i Bakúborg, sem er höfuöborgin f sovéska lýöverldinu Az- erbajdzjan, eru ekki þúsund ára, heldur 1002 ára samanlagt. Sá elsti Rafi Alijev, sem nýlega hélt upp á 110 ára afmæli sitt og sá yngsti er Anton Golubashvili, sem er „aöeins” 95 ára. Rafi Alijev sagði undrandi viö mig: Hvaö ertu að gera meö þennan strákling? Ég útskýrði fyrir honum, að ég væri að leita að öldungum i öllum hverfum Bakú, en þar býr um hálf önnur milljón Ibúa. Það er létt verk, þar sem 3000 manns af þeim sex milljónum, sem Azerbajdzjan byggja, hafa náð hundrað ára aldri. Yfir- gnæfandimeirihluti þeirra býr i fjaílahér- uðum landsins, I Talysh og Karabakhe, þar sem loftið er hreint og tært, fæðan fersk og vitaminrik, vatnið kemur úr tær- um uppsprettum og fylgifiskar borgar- Hfsins eru viðs fjarri, s.s. umferðarhá- vaði, verksmiðjureykur og borgarstreita 2 öldungarnir i fjöllunum vitna til þessa, er þeir afhjúpa leyndardóm hins háa ald- urs sins. En hvað segja borgarbúarnir tiu, sem búa i einni af mestu iðnaðarborgum Sovétrikjanna og hafa einnig náð svo há- um aldri. Rafi Alijev, sem er 110 ára er smávax- inn, kvikur i hreyfingum og lifir sam- kvæmt ákveðnum lifsreglum. „Fyrst drekkur maðurinn vinið, en siöan drekkur vinið manninn”. „Ferskleikinn er i fótun- um, en letin i koddanum”. Hann starfaði i rúm sjötiu ár við oliuiðnaðinn. Nú er hann kominn á eftirlaun, en fer eftir sem áður snemma á fætur, sópar húsagarðinn, safnar saman laufum, sem fallið hafa á jörðina og dundar sér við smlðar. Um aldur sinn hefur hann þetta að segja: — Hvernig á ég að vita, hvers vegna ég varð svona gamall? Ég fer ekki til lækna og bið ekki bæna. Ég lifi bara og það er allt og sumt. Meshali Ashdar Manafov er lOOára og minni vorum við tiu systkinin og það var faðir minn, sem vann fyrir okkur. Við fengum næstum aldreikjöt. Á borðum var oftast ostur, brauð og te. Ætli ég hafi feng- iðhreystina þaðan? Ég þurfti ekki að fara til læknis fyrr en ég var orðin 75 ára og þá vegna þess að ég brenndi mig á hendinni. Bræður mlnir og systur urðu einnig mjög langlif, en nú er enginn eftir nema ég. Ef til vill er það vegna þess, að systkini min urðu gefin fyrir hóglifi I ellinni, en ég fer daglega I tveggja tima gönguferð um gamla borgarhlutann i Bakú. Ég geng hægt og rólega. Mér liggur ekki á, ég á allt lifið fram undan... Gurgen Begljarov er 97 ára og hann sagði, að hann hefði ekki trúað þvi, ef ein- hver hefði sagt honum fyrir 40 árum, að hann næði svo háum aldri. — Hjartað var fariö að gefa sig og ég tók ekki sigarett- una úr munninum. Ég vann við viðgerðir á sporvögnum og það starf var mjög erf- itt. En svo fór ég á eftirlaun og fór að

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.