Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 12
BERIT BRENNE TOMMI bróðir Tamars, Tótu og Tœ-Mí Þeir hugsuðu báðir um blökkudrenginn litla, hann Tomma, og undruðust mjög, hvað orðið hefði af honum. Hann hafði vakið athygli þeirra beggja, og i rauninni hafði þeim báðum þótt strax vænt um hann. Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir drenginn, það voru þeir báðir sannfærðir um. En þeir töluðu ekkert um þetta, — þvi að það var alveg tilgangslaust. Þessi borg var svo stór, þar bjuggu margar milljónir manna. Og það var gjörsamlega óhugsanlegt að finna Tomma á ný, meðal allra þessara manna, þó að þeir reyndu að leita að honum, þegar þeir kæmu þangað næst. Og svo mundi það valda enn meiri erfiðleikum, ef þeim dytti i hug i alvöru að leita, að Tommi átti ekkert eft- imafn. Það mundi verða harla tilgangslaust að spyrja eftir litlum blökkudreng, sem héti Tommi, og vantaði eina framtönn i efri góm. ,,Ó, nei, það mundi ekki bera neinn árang- ur,” andvarpaði Óli matsveinn og horfði von- svikinn út á hafið. ,,Nei, það þýðir ekki að fást um það frekar,” tautaði pabbi við sjálfan sig uppi á stjórnpall- inum. Og svo leið dagur að kvöldi, nóttin færðist 12 yfir og siðan reis nýr dagur úr djúpi. En þann morgun skeði dálitið skritið. Pabbi var tæpast kominn á fætur, þegar allt i einu var barið ákaft á klefadyrnar hans. Þegar pabbi opnaði dyrnar, stóð óli matsveinn fyrir utan, eldrauður i framan, og baðaði út öllum öngum. „Skip..., skipstjóri,” stamaði hann, „það hefur einhver óboðinn gestur verið i eldhúsinu i nótt. Hann hefur opnað bæði skúffur og skápa og tekið bæði mjólk, brauð og álegg. Skipstjóri, — við höfum laumufarþega um borð.” - Nei,ivertú nú alveg viss um það, sagði pabbi. „Er ekki hitt liklegra, að einhver af áhöfninni hafi orðið svangur og fengið sér matarbita?” „Nei, það kemur ekki til mála,” þusaði Óli matsveinn. „Hér á skipinu fá allir nægju sina að borða, og það hefur aldrei komið fyrir, að nokkur hafi farið inn i eldhúsið að næturþeli, fiktað i skápum og skúffum og fengið sér að borða, Já, það er óhætt að trúa mér, skipstjóri, það er laumufarþegi hér innan borðs.” „Jæja, þá er lika ekki um annað að ræða en að fara að leita,” sagði pabbi. Þvi næst gekk hann út og gaf skipun um, að leit yrði hafin að laumufarþega. Þessi fregn vakti að sjálfsögðu mikla athygli — og innan skamms tóku fimmtán manns þátt i leitinni. Eins og nærri má geta, var leitað alls staðar i skipinu, þar sem einhvern felustað var að finna, þvi að allir höfðu mjög mikinn áhuga fyrir þvi að finna hinn dularfulla farþega. Og til öryggis var lika horft inn i alla bilana nýju. En, þvi miður, bar leitin engan árangur. „Þetta er i meira lagi furðulegt,” mælti Óli matsveinn. „Ég þori alveg að ábyrgjast, að hann er einhversstaðar falinn hér i skipinu. Ef það reynist ekki rétt, er ykkur velkomið að krúnuraka á mér kollinn, ef þið bara viljið.” „Vertu alveg rólegur, Óli minn,” sagði pabbi, „laumufarþeginn kemur áreiðanlega i leitirnar. Við skulum bara vera samtaka um að hafa augun opin.” Dagurinn leið, án þess að nokkuð gerðist og meiri hluti næturinnar. En þá gerðist nokkuð, sem nú skal sagt frá. Hásetarnir, Halli og Billi, höfðu tekið við morgunvaktinni fyrir stuttri stundu. Þeir stóðu út við borðstokkinn, syfjulegir á svip, þvi að þeir voru tæpast vaknaðir. Þá heyrðu þeir allt i einu eitthvert hljóð að baki sér. „Hvað skyldi nú þetta vera?” hvislaði Halli. „Það hlýtur að vera einhver, sem er á ferli svona snemma,” hvislaði Billi. i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.