Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 01.02.1981, Blaðsíða 13
„Þei, þei.” hvislaði Halli og horfði i áttina til stigans, sem lá upp á efra þilfarið. Þeir földu sig báðir á bak við einn björgunar- bátinn og héldu niðri i sér andanum. Og allt i einu kom i ljós svartur kollur, sem horfði niður stigann, — og siðan litill likami, litill blökku- drengur, sem laumaðist hljóðlega niður stig- ann, en hljóp svo hratt eftir þilfarinu og hvarf inn i eldhúsið. ,,Þarna var laumufarþeginn,” hvislaði Halli og leit til Billa. ,,Já, alveg rétt,” sagði Billi og kinkaði kolli, ,,þarna var hann. Komdu, nú skilum við gripa þennan náunga tafarlaust.” Svo læddust þeir að eldhúsinu.opnuðu dyrnar eldsnöggt og kveiktu ljósið, — og næstum sam- stundis náðu þeir tökum á spriklandi negra- strák, sem einnig lét töluvert til sin heyra. „Slepptu mér, sláninn þinn.... apakötturinn .” æpti drengurinn og tók svo harkalega i Halla, að hann var nærri dottinn. En Halli var sterkur og sleppti honum auð- vítað ekki. En á meðan á þessu brölti stóð, hljóp Billi inn til óla matsveins, sem svaf enn i koju sinni og hraut svo hátt, að það heyrðist langar leiðir. „Slepptu mér tafarlaust, ég hef ekki gert neitt ljótt, — ég ætlaði bara að fá mér brauð- bita, og Óli matsveinn hefur leyft mér að gera það, tautaði Tommi óðamála, og reyndi að losa sig úr höndum Halla. ,,Já, þú segir það, bullukollur litli,” mælti Halli og hló. ,,En þú ert nú samt engu að siður laumufarþegi, og ég sleppi þér alls ekki, fyrr en ég hef komið þér til skipstjórans.” ,,Jæja, þá er að taka þvi,” sagði Tommi og settist þreytulega á stól, sem var rétt fyrir aft- an hann. Hann gerði sér ljóst, að það var til- gagnslaust að sýna meiri mótspyrnu. Skömmu seinna sat blökkudrengurinn litli i klefa skipstjórans. Pabbi og Óli matsveinn sátu sitt hvoru megin við borðið og horfðu á hann. Tommi var hljóður og niðurlútur, horfði nánast niður i borðið. ,,Jæja, Tommi litli,” sagði pabbi, og það varst þá þú, sem reyndist laumufarþeginn okk- ar. Hvar heíurðu falið þig þessa daga, drengur minn?” Tommi leit upp. ,,Ég byrjaði á þvi að fela mig i böggla- geymslunni á fina bilnum, meðan hann var enn á hafnargarðinum. Þetta var um miðja nótt, svo að enginn sá til min. Þvi næst var ég hifað- ur um borð með bilnum, eins og þú getur nærri, og upp frá þvi hef ég verið i vagninum.” ,,Já, þetta var vissulega sniðugt uppátæki,” sagði Óli matsveinn glaðlega og sló á hnéð. ,,Já, raunar finnst mér það nú lika,” sagði Tommi ofurlitið upplitsdjarfari, — ,,það datt engum i hug að leita þar.” ,,Já, en gáðu að þvi Tommi litli, sagði pabbi alvarlega,,, að nú ertu laumufarþegi, og það er ólöglegt, eins og þú hlýtur að geta skilið.” ,,Ó!” sagði Tommi. Pabbi andvarpaði. „En hvers vegna gerðirðu þetta, Tommi?” spurði hann. Tommi sat hljóður og hugsi um stund, en mælti siðan: ,,Ég talaði um þetta við Kola-Pésa, og hann sagði, að ég skyldi ekki gera það. En mér fannst, að það hlyti að vera svo gaman að vera með þessu fallega skipi, að ég ákvað að fara með þvi og fela mig um borð. Ég get unnið margt hér á skipinu, til dæmis þvegið þilfarið, og sitthvað fleira.” Tommi horfði broshýr og vongóður til pabba. ,,Já, vist ættirðu að geta gert það,” sagði pabbi og brosti. í rauninni hefði hann átt að vera mjög alvarlegur og ákveðinn við dreng- inn. En hann gat það hreint og beint ekki. Hon- um var það, innst inni i hugskoti sinu, miklu fremur fagnaðarefni, að drengurinn var hér heill á húfi, — að visu töluvert þreytulegur og afar óhreinn. En hann var þá a.m.k. ekki veik- ur og einmana, einhvers staðar i borginni stóru, eins og pabbi hefði verið svo hræddur um, og það var eins og létt væri af honum þungu fargi. ,,Já, þaðernú svo,” sagði hann og leit til Óla matsveins. Og Óli hugsaði vist nokkurn veginn það sama og pabbi. Hann hallaði undir flatt og horfði hugfanginn til Tomma, og það mátti næstum lesa það úr svip hans, að hann langaði mest til að hlaupa niður i eldhús og færa honum strax eitthvað mikið og gott að borða. „Jæja, Tommi litli,” sagði pabbi og kinkaði kolli. ,,Þú verður nú að fá að fara með Trinitu til Afriku. Við höfum ekki tima til þess núna að snúa við og fara með þig til Ameriku. En á morgun verð ég að senda skeyti til borgar þinnar og segja, að þú sért hér. Og svo verður þú vafalaust að fara með öðru skipi til baka. Það er víst ekki um annað að ræða, drengur nnnn.” 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.