Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 4
sæluhafisé&dagsinsljós. Þa& var haustiö 1977. Samtök þessi eru ekki rekin með það fyrir augum að græða peninga. Þau til- heyra ekki neinni sérstakri kirkju deild en byggja þóstarfsemi sina á boðskap Bibli- unnar. 1 framhaldi af þvi reynir fólkið að léttast og tekst það. Fólk ræður sjálft, hvort það vill gera þetta eitt með sjálfu sér eða i hópi. Starfsmenn Ofætanna sigursælu bjóða fólki ráðleggingar hvort sem er bréflega eða i simtölum. Sums staðar i Banda- rikjunum starfa smáhópar sem koma saman einu sinni i viku til þess að fá gagn- kvæman stuðning og hafa sameiginlega bænastund. Neva Coyle segir að um 1600 manns hafi þegar tekið þátt i starfseminni með góðum árangri og 800 séu nú i með- ferð. — Tilgangur okkar, segir hún, — er að kenna og veita fólki kraft. Við trúum þvi i raun og veru að ofátið byggist á andlegu vandamálien ekki likamlegu. Ef þú losn- ar ekki við þetta andlega vandamál þá fer fólk bara úr einu æðinu i annað. Fólk veröur að breytast innan frá. Þú verður að gera þér ljóst að þú ert þú sjálfur og hver þú ert og sú þekking, sem þannig fæst mun hafa i för með sér breytingu. Ofæturnar sigursælu ætlast til þess að meðlimir eyði stuttri stund á degi hverj- um i bæn og innhverfa ihugun. Ár tekur að fara yfir allt efnið, sem samtökin dreifa, en um helmingur þeirra, sem reynir þessa nýstárlegu megrunaraðferð þarf ekki nema þrjá mánuði til þess að leysa fituvandamálin. Prógrammið allt, eða námsefnið, sem fyrir liggur, er i sex hlut- um. Reiknað er með, að það aukist i átta hluta áður en lýkur. Greiða þarf 25 dollara fyrir fyrsta hlut- ann, og fær fólk þá i hendurnar ýmiskonar nauðsynleggögn. Fyrir 30 dollara fær fólk sjö segulbandsspólur að auki, sem hópur fólks getur notað sameiginlega. Odýrara er að taka þátt i siðari 5 námshlutunum, og fer kostnaðurinn nokkuð eftir þvi hversu margar segulbandsspólur fólkið kaupir með hverri kenrislueiningu eða -hluta. Peningarnir, sem inn koma, eru notaðir til þess að greiða efniskostnað, og til þess að greiða laun til frú Coyle og aðstoðar- fólks hennar. Með henni vinna tveir Eru þær eins? menn i fullu starfi og sex, sem vinna þetta 20-25 stundir á viku. Ofæturnar sigursælu hafa sálfræðing i framkvæmdastjórn sinni. Gefnar eru upplýsingar um gott og einfalt mataræði og siðan er fólki bent á hvað það á að lesa i Bibliunni til þess að fá andlegan styrk og kjark til þess að berjast gegn vandanum. Einnig eru gefnar upplýsingar um heilsu- far, og hvernig má reikna með að heilsa manna sé verri eftir þvi sem þeir eru feit- ari. Frú Coyle segir, að sterk sektartilfinn- ingbærist venjulega með þeim, sem feitir eru, og mun meiri heldur en með grönnu fólki. Ráðgjafarstarfsemi kemur sér þvi mjög vel fyrir þetta fólk. — Allt i lagi, þér mistókst og þú fórst að borða. Hvaða máli skiptir það? Haltu áfram þar sem frá var horfið. Þú hefur tekið upp nýja hætti, sem eiga ekki aðeins og gilda i viku eða mánuði, heldur allt lifið. Þetta stendur i bókinni Free to Be Thin, sem fólkið, sem tekur þátt i þessari kristilegu megrun, fer eftir. — Drottinn fylgir þér og hann elskar þig, hvernig sem allt fer. Hann mun sjá til þess að þú sökkvir þér ekki aftur niður i hugsanir um sektog örvæntingu vegna þess að þú borð- aðir of mikið i þetta skipti. Coyle segir: — Guð elskar jafnt feita sem mjóa. Hann elskar aila. Ekki stendur i Bibliunni, að þaðsé syndsamlegt að vera feitur, aðeins að græðgi eða ofát sé synd. Ég persónulega þjáðist vegna þess að ég var allt of þung. Guð sá það, og hjálpaði mér, vegna þess að hann elskar mig, ekki vegna þess að honum standi ekki á sama hvort ég er feit eða mjó. Hún segir, að Ofæturnar sigursælu geri mest fyrir þá, sem eru fullir örvæntingar og þá, sem vilji hlusta á Guðs orð. 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.