Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 5
Las Heimilis- Tímann og fékk hugmynd að lampa- innflutn- ingi! t september s.t. sögðum viö frá fyrir- tæki hér i Heimilis-TImanum, sem fram- leiddi olfulampa, og hefði á skömmum tima náö undir sig um 60% allrar oliu- lampaframleiðslu I Bandarikjunum. Kol- beinn Þorsteinsson eigandi blómabúðar- innar Mímósu á Hótel Sögu las þessa lampagrein okkar. Hann segist alltaf hafa haft gaman af oliulömpum og reyndar alls konar gömlum hlutum og þess vegna datt honum i hug að skrifa vestur um haf og fá umboð fyrir lampana. Það gerði hann, og nú eru þessir lampar, sem við fjölluöum um i greininni komnir á mark- aö og prýða mörg heimili hérlendis I framtiðinni. Ljósmyndari Timans, GE leit inn i Mí- mósu og myndaöi þarna nokkra lampa, og sjáið þið þá hér á siðunni. Lamparnir eru sumir i hefðbundnum oliulampastil, en aðrir mjög svo nýtizkulegir. Upphafið að Lamplight Farms — fyrir- tækinu sem framleiðir lampana og er i Brookfield i Wisconsin —er eiginlega það, að hjónin Don og Rosemary Tendick fór að safna gömlum munum. Einu sinni komu þau i verzlun, sem seldi sérstaka oliu á lampa og hafði verið sett i hana ilm- efni. Don vann sjálfur hjá oliufyrirtæki, svo hann fékk áhuga á að framleiða sina eigin ilmandi lampaoliu. Hann fór að gera tilraunir I kjallaranum heima hjá sér, og áður en langt leið var hann kominn með ilmandi oliu, sem ekki var heldur hætta á að sótaði við brennslu. Hjónin fóru að selja oliuna. Hún er með margvislegum ilmi, eplailmi, pipar- myntu-ilmi og lárviðarilmi, svo nokkuö sé nefnt. Olfan er i rauðum, gulum, bláum og grænum litum, allt eftir þvi, hver ilm- urinn er. Þessir litir setja svip sinn á iampana, vegna þess að margir þeirra eru úr gleri og sést olian þvl vel i fætinum og speglast lampaljósið i henni. Tendick-hjónin fengu þá hugmynd að hefja framleiöslu á oliulömpum. Upphaf- lega var þettabara heimilisiðnaður, en nú Framhald á bls. 15 /

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.