Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 8
Kínverska bambusætan PANDA JsL jl JLjl ? JLJJljL er í hættu Við erum stödd árla morguns i dýragarðinum i Peking, höfuðborg Kina. Hópur háværra barna er kom- inn til þess að fylgjast með morgunsýningu uppáhalds dýrsins sins. Það er pandabjörninn, og hann er svo sannarlega vanur þvi að á hann horfi stórir hópar bæði barna og fullorðinna. Hann lætur sér i byrjun fátt um gestina finnast, en að lokum tekst þeim þó að eggja hann svo með hrópum sinum, að hann steypir sér kollhnýs, og endar meira að segja með þvi að standa á höndum upp við húsvegginn á pandahúsinu. Það er Yuan Jing eða bara Jing Jing, eins og hannn er kallaður dagsdaglega, sem heldur þessa sýningu. Hann fæddist fyrir einu og hálfu ári i dýragarðinum i Peking. Hann er fyrsti pandabjörninn i heiminum, sem fæðist eftir að fram- kvæmdhefurverið gerfifrjógvun á móður hans. Burtséð frá þvi er hann svo sannar- lega óvenjuleg og skemmtileg stjón. Hann er fulltrúi dýrategundar, sem tekizt hefur 'aö tóra i milljónir ára, en kann að deyja út ef ekki er farið að með gát. Panda, sem iifir viiltur á litlu svæði i fjöllunum i Suðvestur Kina, er svo sannarlega fornkinverskt dýr. Bæði kin- versk stjórnvöld og World Wildiife Fund hafa hrundið af stað herferð til þess að reyna að koma i veg fyrir að þessari óvenjulegu og sjaldgæfu dýrategund verði gjörsamlega útrýmt. Yuan Jing — einn af þúsund — Yuan Jing er fallegt barn, segir gæslumaðurinn Liu Weizing, sem starfar i dýragarðinum. — Hann er eins og hálfs árs og um 50 kg á þyngd. Hann er með fallegt hnöttótt höfuð, kringlótt augu og grannan likama. Að sögn Liu má fallegur panda ekki vera of feitur. Yuan Jing er uppáhald Liu sem og allra barna i Peking. Þegar hann fæddist i þennan heim haustið 1978 var hann álika hjálparlaus og allir nýfæddir pandabirnir. Hann var litill eins og mús, vó ekki nema 130 grömm og var gjörsamlega háður móður sinni, mjólkinni, sem hún ól hann á og umhyggju hennar. Það er ekki fyrr en panda verðyr þriggja mánaða að fæturnir eru orðnir svo sterkir, að hann geti stigið nokkur skref. Panda fæðir aldrei fleiri en tvo unga i einu, og venjulega lifir aðeins annar þeirra. — Tviburasystir hans Yuan Jings dó lika eftir að hafa lifað i 64 klukku- stundir, segir Liu eftirlitsmaður. Er panda björn? Ekki vill eftirlitsmaðurinn taka neina afstöðu tilþessa alþjóðlega deilumáls, um hvort panda er björn eða skuli teljast ein- hver önnur dýrategund. í Kina er það skoðun manna, að panda sé björn, en annars staðar i heiminum eru þeir til, sem eru á annarri skoðun, að sögn Liu. Panda borðar ekki annað en bambus, og það sem meira er aðeins eina ákveðna bambustegund, sem aðeins vex i Sichuan-héraði i Kina. Tilurð panda- bjarnanna eða lif takmarkast af þvi, hvar þessi bambus vex, og þar sem hannn ekki vex er ekki einn einasta panda að finna. Þess vegna eru pandarnir aðeins i Sichuan og nokkrum stöðum i héruðum þar umhverfis, i 2600 til 3000 metra hæð yfir sjávar máli. Til að byrja með lætur Yuan Jing sér fátt um finnast, þótt hópur barna sé kominn til þess að horfa á hann i morgunleik- fiminni.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.