Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 9
Yuan Jing, sem er 50 kg á þyngd stendur á höndum fyrir unga áhorfendur i dýragarð- inumd Peking. Samkvæmt siðustu athugunum, sem Kinverjar hafa gert eru pandabirnirnir i heiminum liklega aðeins rúmlega eitt þúsund. Pandar eru i dýragörðum i Bandarikjunum, Mexikó, Norður-Kóreu, London, Paris og Tokyo. Allir þessir ,,út- lendu” pandar eru hins vegar „pólitiskir” en með þvi er átt við að þeir hafa verið gefnir sem nokkurs konar vináttugjafir, þegar erlendir stjórnmálamenn hafa heimsótt Kina. Ekki einn einasti panda- -björn hefur fæðst utan Kina. 1 dýragarð- inum i Moskvu var einu sinni panda-par, en bæði dýrin dóu þar á sjöunda ára- tugnum, og höfðu ekki eignast afkvæmi. Pandabirnirnir eru i hættu Panda á i miklum erfiðleikum með að berjast fyrir lifi sinu, á svipaðan hátt og margar aðrar dýrategundir, sem lifað hafa lengur, en búist var við að þær gerðu. Segja má að bæði innri og ytri hættur steðji að tegundinni. Panda hefur ekki möguleika á að verjast náttúrulegum óvinum sinum: hlébörðum, grábjörnum, úlfum og sjakölum. Ruðningur skóga og útþensla byggða i Sichuan, þar sem ibúar eru um 100 milljónir, hefur leitt til þess að erfiðara og erfiðara er fyrir björninn að lifa. Þar við bætist svo að bambus- tegundin, sem pandabirnirnir nærast ein- vörðungu á, blómstrar og visnar á sextiu ára fresti. Af þvi leiðir, að hluti panda- stofnsins deyr, þegar bambusinn visnar. Þá má geta þess, að pandabjörninn er viðkvæmur fyrir fjölmörgum sjúkdóm- um og svo hefur honum veizt stöðugt erfiðara að fjölga sér. Þess vegna eru þær ófáar hætturnar, sem steðja að þessum svart- og hvitfrekknótta „fornkinverja,” og sannarlega ástæða til þess að óttast, að honum verði gjörsamlega útrýmt, ef ekki verður eitthvað gert til þess að sporna gegn þvi. World Wildlife Fund, sem berst fyrir viðhaldi dyrategunda, sem eru i hættu hefur ekki að ófyrirsynju valið panda, sem sitt tákn. Björgunarstarfið I fullum gangi Þegar er farið að gera það, sem hægt er til þess að koma i veg fyrir útrýmingu pandabjarnanna. Birnirnir hafa verið friöaðir i fjöldamörg ár. Arið 1962 var af- markaö ákveðið landsvæði i fjöllunum i Sichuan, þar sem dýrin áttu að fá að lifa óáreitt og i friði. Siðan hafa verið af- mörkuð fleiri slik svæði, og eru þau nú orðin átta talsins i Kina. A þessum svæðum á panda að vera fullkomlega öruggur. 1 sumar sem leið var undirritaður samningur milli Kinverja og áhuga- manna utan Kina, þar sem ákveðið var, að sett yrði á fót stofnun, sem ynni aö þvi að tryggja öryggi pandabjarnanna i framtiðinni . Stofnunin á að vinna að ýmiss konar rannsóknum á panda- björnum og lifi þeirra. 1 þessari stofnun, sem koma á upp á stærsta friðunarsvæð- inu á að rannsaka lifnaðarhætti panda- bjarnanna jafnt úti i náttúrunni sem og i dýragörðum. Einnig á að kanna hvaöa sjúkdóma dýrin helzt fá og ekki sizt hverjar ástæður liggja til þess að dýrunum fjölgar jafnlitið og raun ber vitni. Bandariskur læknir, sem tekur þátt i þessum athugunum, er bjartsýnn á að finnast megi leiðir og ráð, sem komi i veg fyrir að pandabirnirnir deyi út. Doktor Georg Scheller segist óska þess eins, að Kinverjar megi fá að halda pandabjörnunum sinum um alla ókomna tið. Þaö er hins vegar umfangsmikið og erfitt verkefni að koma i veg fyrir að dýrategund sem jafnhætt er stödd og pandabirnirnir, verði ekki gjörsamlega útrýmt. Búast má við að langt liði áður en sigur er unninn, segir Scheller. Þfb Voriö kom óvenju seint/ eöa óvenju snemma, eins og venjulega. Það er sumar< þegar sá/ sem ekki gengur meö hatt á veturna breytir til og gengur ekki meö stráhatt á sumrin. Reynið aö spara saman of- urlitla aura.... þeir gætu átt eftir að verða einhvers virði á nýjan leik. Hætt er að nota orðið sam- vizka.... á nútimamáli kalla menn það höft. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.