Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 08.02.1981, Blaðsíða 11
— Ert þetta þú, elsku Stevie, hálfsönglaði hún, og kastaði sér i fangið á honum, svo hann rétti ósjálfrátt út hendurnar til þess að verja hana falli. — Hvað ert þú að gera hér i nafni Mars-búanna? — Ætti ég ekki miklu fremur að spyrja, hvað þú ert að gera hér? Steve brosti til hennar og ýtti henni varlega frá sér, en greinilega gegn vilja hennar. — Þú veist nú hvernig hún mamma er. Ef hún þarf að hugsa um meira en eitt i einu verð- ur hún alveg rugluð. Hún hefur ekki getað hugsað um annað en garðklúbbinn sinn að und- anförnu og gleymdi alveg, að pabbi var búinn að bjóða heim einhverjum finum körlum i kvöldmat. Þess vegna varð ég að skjótast hing- að og ná i hitt og þetta, sem gleymst hafði. Hún snéri sér að þiltinum, sem stóð brosandi fyrir aftan hana, með fangið fullt af pökkum. Hún sagði með töfrandi brosi á vör, — láttu þetta bara þarna inn i Vauxhallinn, og þakka þér kærlega fyrir. —Alveg sjálfsagt, ungfrú McCullers, svaraði drengurinn, en Andreu brá svolitið, þegar hún heyrði nafn stúlkunnar. Stúlkan snéri sér aftur að Steve og nú tók hún i fyrsta skipti eftir Andreu. Svipurinn á andliti hennar breyttist og undarlega blá augun mældu Andreu út frá toppi til táar, og sýndu enga meðaumkun. Andra sá, að stúlkan var þegar búin að verðleggja nákvæmlega einfald- an bláan kjólinn, sem hún var i. — Ég held, að ég hafi ekki séð þig áður, eða hvað? spurði hún. — Ó fyrirgefðu, Merry, sagði Steve i afsök- unartóni. — Andrea, þetta er Merry McCullers. Merry, þetta er Andrea Drake. — Sæl, sagði Merry hálfkuldalega, og svo snéri hún sér aftur að Steve. — Kvöldverðurinn er klukkan átta, elskan. Vertu ekki of seinn. Pabbi býst við þér. — Ég er hræddur um, að ég nái þvi ekki, Merry. — Hvað ertu að segja? Merry varð reiðileg á svipinn. — Aumingi. Auðvitað kemurðu. Þú hefur vitað um þetta boð i þrjár vikur. Pabbi er nógu óánægður með, að þú skulir hafa farið frá hon- um, þótt þú komir i matinn. Ég vil helst ekki hugsa um afleiðingarnar ef það bregst. Hún snéri sér snöggt að Andreu, áður en Steve náði að svara henni. — Hversu lengi hefur þú þekkt hann? spurði hún frekjulega. — í eina viku, eða þar um bil, sagði Andrea mildilega. — Nú, ég er búin að þekkja hann i óratima, sagði Merry hvassyrt. — Og ef hann hefur ætl- að að fara út með þér, þá verður hann bara að hætta við það, vegna þess að hann var búinn að lofa pabba fyrir þremur vikum, að koma i mat- inn og hjálpa honum svo við að útskýra ein- hverjar af tilraununum, sem gerðar hafa verið og þessu visindadóti öllu saman. Ég er þess vegna viss um, að þú fyrirgefur honum, þótt hann verði að sleppa þvfað fara með þér. — Auðvitað, sagði Andrea kurteislega. — Hvað mér við kemur er ekki nema sjálfsagt að hann fari i matarboðið. — Honum er lika best að gera það, ef hann veit þá, hvað honum er fyrir bestu, sagði Merry og var bæði reið og óánægð. — Dótið er komið i bilinn, ungfrú McCullers, sagði pilturinn, sem hafði haldið á vörum hennar. —Þakka þér fyrir, sagði Merry, og rétti hon- um smápening að launum. —-Sé þig þá klukkan átta, Stevie. Og það var gaman að hitta þig ungfrú, — ungfrú.. hvað var nafnið annars? Hún hljóp yfir að litla, fallega, útlenda biln- um. Settist undir stýrið og ók af stað á ofsa- hraða, svo bæði stórir og litlir bilar véku úr vegi fyrir henni. — Svo þetta er þá Meredith McCullers, sagði Andrea hægt, og snéri sér við og hélt i áttina að bil Steves. — Heyrðu, biddu nú við, mótmælti Steve. — Hvað um matinn á kaffiteriunni. Andrea leit um öxl og á hann, en hægði þó ekki á sér. — Þú heyrðir hvað frúin sagði, svaraði hún kuldalega. — Hans hágöfgi krefst nærveru þinnar, annars máttu eiga von á góðu. — Andrea, biddu. Ég var alveg búinn að gleyma þessum bölvaða kvöldverði, sagði hann, þegar hún settist inn i bilinn. — Þar sem ég hef orðið fyrir reiði hins mikla manns, ætla ég ekki að bera ábyrðina á þvi, að aðrir þurfi að þola reiði hans, sagði Andrea með sannfæringarkrafti. —- Gjörið svo vel að aka mér heim Jordan læknir. Hann horfði rannsakandi á hana eitt augna- blik, en flýtti sér svo inn i bilinn og setti hann i gang. Þegar þau óku út af bilastæðinu sá hún, að hann beit á jaxlinn og augun voru dökk af reiði. n *

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.