Heimilistíminn - 15.02.1981, Side 2

Heimilistíminn - 15.02.1981, Side 2
 Hver myndi þekkja aftur Doris Day fallegu leikkonuna, Ijóshærðu ekki likist hún mikiö konunni hér á myndinni, en þó er þetta hún. Eitt sinn var Doris Day skærasta og fegursta stjarna Hollywood og naut mikilla vinsælda. Nú er svo komið, að hún lokar sig inni á heimili sinu með 17 hundum. Þeir hlaupa kringum hús hennar og eru það eina, sem hún lif- ir fyrir, að sögn þeirra, sem vel þekkja til. — Hún er mjög bitur og taugaveikluð, segja kunningjar hennar og bæta við, aö henni finnist karlmenn hafa farið svo illa meö hana i lifinu, að það sé megin- ástæðan fyrir þvi að hún hefur nú nær ein- göngu helgað sig hundunum. Doris er fjór gift og hjónaböndin verið síðuren svo hamingjusöm. Siöast var hún gift Barry Comden, sem starfað hefur á veitingahúsum, en hjónaband þeirra fór út um þúfur fyrir einu ári. Hún getur heldur ekki enn sætt sig við það að þriðji maöurinn hennar hvarf á braut með allan þann auð, sem hún hafði unnið sér inn með þvi að leika i kvikmyndum. — Hún hefur lokað úti umheiminn. Hún vill aðeins fá að vera ein út af fyrir sig, segir vinur hennar. — Segja má, að hún hafi farið i hundana og slðasti skilnaðurinn varð til þess að hún vill ekkert með fólk hafa að gera framar. Þótt undarlegt megi virðast vill Doris ekki einu sinni láta vini sina vita um simanúmerið sitt. Hún lifir i stöðugum ótta við krabbamein og aðra sjúkdóma og hefur hvað mest gaman af aö sitja heima og leika plötur fyrir dýrin sin. Hún er orðin mjög einræn og allt hennar lif snýst um hundana. Henni finnst þeir einu skepnurnar sem hægt er að treysta úr þessu. Eitt sinn var Doris Day lagleg, ljóshærð Hollywoodstjarna. Þegar hún nú orðið fer út af heimili sinu þekkir hana enginn. Hún er orðin gráhærö, og þar aö auki klæðist húnoftdularklæðum til þess að þurfa ekki aöóttastað nokkur maður þekki hana. Og til þess að geta nú verið fullkomlega örugg um að geta lifað i friði frá um- heiminum, hefur hún nú ákveðið að byggja sér kastala eða það sem furðu lostinn nágranni sagði að liktist öllu heldur fangabúðum en venjulegu heimili. Arla morguns dag hvern, þegar fólkið i Beverly Hills er enn i fasta svefni læðist leikkonan sem er 56 ára gömul út úr hús- inu og tekur reiðhjólið sitt. Og nú reynir hún að gera allt sem hún þarf að gera og sinna öllum sinum erindum án þess að nokkur taki eftir henni, eða þekki hana. — Hún dulbýst segir hárgreiðslukona i Beverly Hills, sem þekkir stjörnuna vel. — Hún setur upp gleraugu og stóran og ljótan hatt... og stundum vefur hún meira að segja trefli utan um andlitiö eða yfir munninn, likast blæjum Austurlanda- kvenna. Hún er orðin algjörlega gráhærð og enginn myndi þekkja hana fyrir leik- konuna fallegu, Doris Day. — Hún er vingjarnleg á svipinn, alla jafna en ef einhver ávarpar hana eða ætlar að skipta sér af henni, verður hún ofsalega reið. — Eitt sinn gerðist það að maður nokk- ur gekk til hennar þar sem hún stóð fyrir utan verzlunarhús og vildi fá að taka af henni mynd. Hún huldi andlitið meö töskunni sinni og þaut svo i burtu á hjólinu eins og fellibylur. Hún er svo sannarlega likust þvi að vera brjáluð. Þar við bætist svo að hún heldur ævinlega að fólk sé að njósna um hana og reyna að komast aö einhverju illu um hana. Þegar Doris Day var einu sinni hjá hár- greiðslukonunni komst hún að þeirri niðurstööu, að einhver lægi á hleri og ætlaði sér aö heyra hvað hún væri að segja. Hún greip þá hárburstann sem lá við hlið hennar og burstaði allt hárið fram yfir andlitið og huldi það gjörsamlega svo hún þekktist ekki. Hún liktist þá einna mest einum hundanna sinna. Svo sagði hún undir hárbrúsknum: — Er hún farin? Enginn, sem nærstaddur var, vissi um hvað hún var að tala. Fyrrverandi samstarfsmaður hennar segir: — Fæstir vina hennar vita hvaöa simanúmer hún hefur. Hún er alltaf að skipta um númer vegna þess að hún er svo 2

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.