Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 15.02.1981, Qupperneq 3

Heimilistíminn - 15.02.1981, Qupperneq 3
«s cí2 'O U CÖ ‘2 w u ^ «Q S.a eö fe *>q • O W 3 « (« E2 E S? « ss •S « « g fc us '5Ó jji “ g S S X S 3 hrædd um, aö fólk sé að reyna ab njósna um hana og komast að einhverju um hana, sem það siðan ætli að nota gegn henni. Ef vinir hennar vilja ná sambandi við hana, er eina leiðin að afhenda ná- granna hennar miða, sem hann kemur svo áleiðis til hennar og réttir henni yfir girðinguna i garðinum bak við húsið. Eitt aðalvandamál Doris Day er ótti hennar við sjúkdóma. Hún býst alltaf við að hún sé að fá krabbamein. Svo heldur hún lika að andrúmsloftið sé svo mengað að hún eigi eftir að veikjast af þvi eða þá hún heldur að hún borði ekki réttan mat. Hún tekur heil ósköp af vitamintöflum dag hvern og borðar ómengaðan mat, náttúrulækningafæði. Hundarnir eru það sem hún hefur mest- an áhuga á þessa stundina. Rithöfundur, sem heimsótti Doris á siðasta ári, segir, að hún eigi hvorki meira né minna en 17 hunda. Hún hugsar ekki um annað en hundana og leikur meira að segja fyrir þá tónlist af plötum. Hún þykist vita hvaða tónlist fellur hverjum hundi bezt i geð og velur plöturnar með tilliti til smekks hundanna hverju sinni. Ef einhver hund- anna deyr grefur hún hann i garðinum bak viö húsið. Þurfi hún að tala um dauða hundinn grætur hún. Hún getur ekki einu sinni afborið að horfa á myndir af dánum hundum, sem hún hefur átt. Henni yrði ekki um þótt einhver nákominn ættingi hennar hefði látizt. Alls staðar um húsið má sjá innrammaðar myndir af hundun- um... mörgum finnst þetta svolitið undar- legt. Doris hugsar ekki um annað en hund- ana daginn langan. Hún er hundóð, eins og vinir hennar komast að orði. Hún býr til finustu pottrétti úr nautakjöti handa þeim og gera má ráð fyrir að það kosti töluverða peninga! Eitt sinn dáðu Bandarikjamenn allir Doris Day. Nú er svo komið, að hún ætlar sér að flytjast burtu frá Beverly Hills til þess að geta notið einverunnar betur en ella. Hún ætlar að flytja til Carmel dals sem er um 500 kilómetra fyrir norðan Los Angeles. Þar hefur hún látið byggja fyrir sig hús á stóru landi sem hún á, en að hús- inu liggur aðeins malarvegur. Þarna ætlar hún að lifa i nokkurs konar kastala eða virki og við innganginn er varðskýli að þvi er nágranni hennar segir. Gadda- virsgirðing er umhverfis landareignina og hundar verða þarna til þess að halda óvelkomnum gestum fjarri leikkonunni. Þegar Doris Day bregður sér i bæinn i nánd við þetta nýja heimili hefur hún meö sér risastóran og illilegan hund, svo hún þarf ekki að óttast áreitni fólks. Hver skyldi svo vera ástæðan fyrir þvi að Doris Day sem eitt sinn var alltaf bros- andi og glaðleg er orðin eins og hún nú er? Llklega er hún sú að margt slæmt hefur fyrir hana komið um ævina. Hún hefur fjórum sinnum verið gift og hjónaböndin öll farið út um þúfur. Þriðji maðurinn hennar Marty Melcher rændi hana öllum auði hennar vib skilnaðinn og skildi hana eftir bláfátæka og á kafi I skuldum. Hún hafði unnið sér inn 20 milljónir dollara en tapaði öllu fyrir tilstilli Melchers og lög- fræðings hans. Siðasta hjónabandið fór lika út um þúfur. Hún var þá gift Barry Comden sem hafði unnið sem móttöku- stjóri á veitingahúsi. Hún gafst upp á Barry vegna kappakstursæðis hans og ráðriki. Nú hefur hún sem sé endanlega gefizt upp. Hún hefur ekki áhuga á að kynnast fleiri karlmönnum, enda hafa ekkert nema vandamál fylgt þeim mönn- um, sem hún hefur haft samband við um ævina. Þeir hafa reynt að notfæra sér auð hennar og velgengni en minna hugsað um Doris Day-manneskjuna. Doris Day er lika alveg búin að leggja leiklistina á hilluna og nú likist hún engu meir en milljónamæringnum Howard Hughes, sem látinn er fyrir nokkrum ár- um og lokaði sig að mestu frá umheimin- um þótt næga ætti hann peningana. 3

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.