Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 15.02.1981, Qupperneq 7

Heimilistíminn - 15.02.1981, Qupperneq 7
Drlfiö ykkur bara I aö prjóna dúkku þaó tekur örskamma stund. Dúkkurnar eru prjónaöar úr frekar finu ullargarni og á prjóna nr. 2 1/2 en prjónafestan er 14 lykkjur og 22 prjónar 5 cm. Dúkkan: Byrjið á fótunum og fitjið upp 10 lykkjur á prjóna nr. 2 1/2, prjónið 12 prjóna. Geymið þetta og prjónið annað stykki eins. Þá er hvort tveggja sett á 4 sokkaprjóna, en fitjið upp 4 Iýkkjur milli fótanna á hvorri hlið. Alls eru þetta þá orðnar 28 lykkjur. Prjónið 18 umferöir. A tveimur næstu pr jónum eru teknar úr lykkjur vegna hálsins: Prjónið 2 lykkjursaman, prjónið svo 12 lykkjur, 2 lykkjur saman, og prjónið út prjón- inn. Næsti prjónn 2 lykkjur teknar saman, prjónið 11 lykkjur, 2 lykkjur saman, og prjóna út prjóninn. Þessu næst er aukin i ein lykkja hvoru megin á næstu fjórum prjónum, þar til komnar eru 32 lykkjur. Nú eru prjónaðir 14 prjónar, og þá er tekin úr ein lykkja hvoru megin á öðrum hvorum prjóni. Fyrsti úrtökuprjónn: 2 lykkjur saman, prjóniö 14 lykkjur, 2 lykkjur saman, prjónið út prjóninn. Haldiö áfram úrtökunni, þannig að þaö verði einni lykkju minna milli úrtök- unnar á öðrum hvorum prjóni. Dragið þráðinn i gegn um síðustu lykkjuna. Handleggir: Fitjið upp 10 lykkjur og prjóniö 13 prjóna og fellið af. Prjóniö annaö stykki eins fyrir hinn handlegg- inn. Uppsetning: Fyllið dúkkuna með bómull eöa ullarkembu. Saumið fót- leggi saman innanfótar og utan. Saumiö handleggina saman og festið þá á búkinn einum prjóni fyrir neðan hálsúrtökuna. Saumið dúkkuna saman með tveimur þráðum, og vefjið band- inu utan um háls dúkkunnar og heftiö vel að. Saumið augu og munn i andlitið á dúkkunni, og i hverju tilfelli eftir þvi, hvaö dúkku þið hafiö valið af þeim fjórum, sem hér er um að ræða. Kinversk dúkka Dúkkan er prjónuð úr gulu garni. Andlitið er saumaö með svörtu, og kinnarnar litaðar rauðar með tússlit. Hárið er búið til úr finu ullargarni og er að sjálfsögöu svart. Negradúkka Dúkkan er prjónuð úr brúnu garni. Andlitið er saumaö með svörtu, hvitu og rauðu garni. Hárið er krullað með þvi að vefja garninu utan um prjón, siöan er garnið vætt, en þegar það er orðiö þurrt aftur á prjóninum, er það tekið varlega af honum, og þá er það snarhrokkið og er saumað á höfuð dúkkunnar. Tréperlur eru um háls dúkkunnar. Bast- eöa strá pilsið má búa til úr smá- bútum, sem saumaðir eru á mittis- lindann i saumavél. Mittislindinn er úr fllti og pilsiö er bundiö um dúkkuna. Indiánadúkka Dúkkan er prjónuö úr rauðu garni. Andlitið er saumaö og hárið búið til úr svörtu garni. Klippið út hvita blússu eftir teikningunni, sem hér fylgir og merkt er A. Klippiö upp i ermarnar kögriö. Kraginn er búinn til úr 7 cm löngu og eins cm breiðu filtstykki, sem klippt er upp i eins og gert var við ermarnar. Pokinn er klipptur eftir teikningu B. og er úr appelsinurauöu filti. Pokinn er saumaður saman i vél, og siðan snúið viö. Hvitu filtbandi er vafið utan um pokann eins og gert er á myndinni, að lokum er bleik snúra bundin utan um mitti dúkkunnar. Bindið filtsnúru um háriö og setjið fjööur I að framan. Hvit dúkka Dúkka er prjónuö úr hvitu garni. Andlitið er saumaö og kinnarnar farðaöar rauðar meö tússlit. Háriö er úr gulu ullargarni og er saumað fast á höfuðuð. Brjóststykki kjólsins er klippt út eftir teikningu C. Pilsið er 18 cm langt og 2 cm breitt, og er þaö rykkt og síðan saumaö við brjóststykkið. Dúkkan er með bleiju. Búið til blómvönd úr filti. Limið blómin saman eins og gert hefur verið á myndinni. Kafað í körfuna 7

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.