Heimilistíminn - 15.02.1981, Side 8

Heimilistíminn - 15.02.1981, Side 8
LEYNDARDÓMURINN UM REGNHLÍFARMANNINN SKUTU CIA-MENN ÖR AÐ KENNEDYFORSETA — áður en hann var skotinn til bana Varð Kennedy fyrir örvar skoti, og var það þessi ör, sem olli dauða hans? Svo segir maður nokkur, sem sérstak- lega hefur lagt fyrir sig að rannsaka á hvern hátt menn eru helzt ráðnir af dögum. Hann heldur þvi fram, að ör hafi verið skotið að forsetan- um úr eiektróniskri byssu,, sem falin var innan i regnhlíf, og hafi hún hæft forsetann nokkru áður en Lee Harvey Oswald náði að skjóta á hann. Sérfræðingurinn, sem hér um ræðir, heitir Robert Cutler, segir, að á örinni hafi verið eiturefni, sem hafi lamað for- setann, en þó þannig, að hann sat eftir sem áður uppréttur og stifur i sæti sinu i bilnum, sem hann ók i um götur Dallas- borgar. Einmitt vegna þess aö hann sat svona hreyfingarlaus var hann auðvelt skotmark hverjum sem að honum skaut eftir þetta. CuUer hefur látið hafa það eftir sér i blaðaviðtali, að dularfulli Regnhlífar- maðurinn, hár og renglulegur maður hafi skotið örinni að forsetanum. Þessi maður á að hafa spennt upp regnhlifina og beint henni að forsetanum rétt i þvi bilalestin fór fram hjá Dealey Plaza i Dallas. Hreyfingar Regnhlifarmannsins sjást greinilega á kvikmynd, sem Abraham Zapruder, áhugaljósmyndari nokkur, tók og sýnir allt, sem gerðist i þann mund er forsetinn var myrtur i Dallas. — Hann hélt regnhlifinni á lofti á aðeins 22 sekiindur, sem var nægilega langur timi til þess að miða og skjóta, segir Cutl- er. — Siðan dró hann regnhlifina saman. Það var merki um, að timi væri tilkominn að hefja skothrfðina á forsetann. — Hvaða ástæðu aðra gat þessi ungi maður haft til þess að vera mað upp- spennta regnhlíf yfir höfði sér á heiðskir- um og sólbjörtum degi, þegar úti var um 20 stiga hiti? 1 fimmtán ár vissi enginn, hver þessi ungi maður var. Svo gerðist það i júli, 1978, að Earl Golz blaöamaður hjá Dallas Morning News komst að hinu sanna i mál- inu. Tilhans var hringt og honum sagt, að Regnhllfarmaðurinn væri LouisS. Witt 53 ára gamall. í blaðaviðtali segir Golz: — Ég fann Louis Witt, sem starfaði i vörugeymslu i Dallas. — Þegar ég spurði hann að þvi, hvort hann væri Regnhlifarmaðurinn varð hann mjög órólegur. Hann dró mig með sér út i eitt horn vörugeymslunnar, þar sem eng- inn gat heyrt um hvað við vorum að tala. — Þama grátbað hann mig um, að skrifa ekkert um sig, né birta nafn sitt. Golz gerði það nú samt sem áður. Witt var þvi kallaður til yfirheyrslu hjá rann- sóknarnefndinni, sem kannar morðið á Kennedy forseta. Hann kom til yfir- heyrslu i október 1978. Þar viðurkenndi hann, að hann væri maðurinn, sem svo lengi hafði verið leitað að. Witt hélt þvi hins vegar fram, að hann hefði spennt upp regnhlifina sina og beint henni að forsetanum i þeim tilgangi að mótmæla þeirri friðarstefnu, sem Kenne- dy fylgdi varðandi kommúnista. Regn- hlifin átti að minna á brezka forsætisráð- herrann Neville Chamberlein og friðar- samninginn, sem hann gerði við Hitler endur fyrir löngu. Cutler, sem býr I Manchester i Massa- chusetts, hefur nú fært sönnur á, að Witt var alls ekki Regnhlifarmaðurinn. — Ég hef fundið og talað við hinn raun- verulega Regnhlifarmann, segir Cutler. Cutler heldur þvi fram, að sá maður hafi áðurfyrr starfað fyrir CIA og búi um þessar mundir i New Orleans. Hafi hann nokkrum sinnum komizt i kast við verði laganna, meðal annars vegna þess að hann hefur haft I fórum sinum vopn, sem hann hefur ekki haft leyfi til að bera og einnig vegna skotfæra, sem hann hefur haft undir höndum. Cutler lagði hart aö þessum fyrrverandi CIA manni — að gangast undir sálfræði- stressrannsókn. — Hann var spurður 14 spurninga um aðild hans og tengsl við morðið á JFK, segir Cutler. — Svörin við öllum 14 spurn- ingunum reyndust lygi. Þegar Witt kom til yfirheyrslu hjá rannsóknarnefndinni, afhenti hann regn- hlifina, sem hann átti að hafa beint aö for- setanum. Sagðist hann hafa geymt hana i öll þessi ár, vegna þess að hann safnaði regnhlifum i fristundum. Regnhlif Wittser tæplega 90 cm á lengd örin er á stærö við tlu senta pening regnhlifin Ný sönnunargögn um samsæriö gegn Kennedy forseta 8 i

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.