Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 10
— Þetta er allt jafnkjánalegt, hatur þitt á dr. McCullers. 0, ég get svo sem viðurkennt, að þú hafir nokkra ástæðu til þess að vera reið, nema ef á það er litið, að þetta var svo sem allt þér sjálfri að kenna, sagði hann ólundarlega. — Ég er búin að viðurkenna það, svo hvers vegna að eyða meiri tima i að ræða þetta, svar- aði hún snöggt. — Nei, auðvitað ekki, sagði hann um hæl, og um leið þaut billinn af stað, eins hratt og Steve þorði að fara. Þau höfðu ekki tækifæri til þess að ræðast við, fyrr en þau komu að ibúðinni i útjaðri Frogtown. Um leið og billinn ók upp að húsinu reis Brad upp af tröppunum og gekk i áttina til þeirra. Hann varð dökkur i andliti, þegar hann sá Steve sem var að opna farangursrými bilsins og náði þar i pokana með matvörunum. — Ég kom hingað til þess að hjálpa þer við inn- kaupin, sagði Brad við Andreu, — en ég sé, að ég hefði eins vel getað farið á leikinn, úr þvi þú þarft ekki á hjálp að halda. — En Brad, hvers vegna segirðu þetta. Ég þarf einmitt aðstoð. Andrea var mun vingjarnlegri en hún var vön, þegar hún sagði þetta og siðan kynnti hún mennina, sem kinkuðu kolli, og horfðust i augu eins og reiðir kettir. — Jordan læknir þarf að fara i mjög mikilvægt kvöldverðarboð, svo þú getur svo sannarlega hjálpað mér við að ganga frá vörunum, sem ég var að kaupa. Eftir getum við fengið okkur eitthvað i svanginn áður en við förum aftur yfir i sjúkraskýlið. Steve leit reiðilega til hennar, og minnti hana með þvi á að hann hefði ætlað að hjálpa henni að ganga frá, og hefði einnig viljað fá að borða með henni. — Auðvitað, auðvitað, sagði Brad, og var aftur kominn i gott skap. — Svona læknir, láttu mig fá þetta. Hlauptu svo upp á undan vinan og opnaðu fyrir mér. Andrea gekk inn i húsið. Þegar mennirnir tveir komu inn og höfðu næstum sligazt undir byrðunum lagði Brad frá sér pokann og sagði: — Heyrðu var nauðsynlegt að kaupa upp búðina. Skildirðu nokkuð eftir handa hinu fólkinu? spurði hann svo. Andrea lét sér orð hans i léttu rúmi liggja og svaraði: — Þetta er aðeins það nauðsynlegasta til þess að geta hafið búskapinn. Steve var búinn að leggja frá sér pokana i eldhús- inu, og nú rétti hann úr sér og sagði stuttaralegur: —Ef ég get ekki orðið að frekara liði. Nei, þakka þér fyrir læknir. Þú hefur verið mjög hjálplegur! svaraði Andrea vingjarnlega. Steve hikaði fram við dyr. — Er mér enn boðið i veizluna annað kvöld? spurði hann. — Já, auðvitað, læknir. Andrea var glaðleg i bragði, þegar hún svaraði honum. Allir leigjend- urnir eru boðnir svo við getum fengið tækifæri til þess að kynnast. Ég býst við þér. — Þakka þér kærlega fyrir, svaraði Steve fýldur, og fór út. —Jæja, sagði Brad hugsandi, —þarna fer maður, sem er reiður út i þig. Hvernig stendur á þvi? Þú sem ert annars svo mikil ágætis stúlka. — Hann telur, að ég eigi að fara til dr. McCullers og biðja hann afsökunar, og sverja, að ég skuli aldrei óhlýðnast honum né nokkrum öðrum lækni, svo ég fái aftur starfsleyfi, svaraði Andrea reiði- lega. Brad lyfti brúnum og horfði athugull á hana: — Og hverju svaraðir þú? — Hverju heldurðu? Andrea lét sem hún væri — 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.