Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 15.02.1981, Blaðsíða 11
önnum kafin við að setja vörurnar inn i skápa, og horfði ekki á Brad, þegar hún svaraði. Vegna þess hve vel ég þekki þig, þá býst ég við að þú hafir spýtt i auga hans, auðvitað ekki i þess orðs fyllstu merkingu. Þú ert of mikil dama til þess að gera slikt þótt þig hafi eflaust langað mest til þess, sagði Brad. — Þakka þér fyrir, sagði Andrea. Brad virti hana fyrir sér svolitla stund, og sagði svo lágri röddu: — Þú veizt það, hann hefur á réttu að standa, og mér er sama þótt ég verði að viður- kenna það. Andrea snarsnerist með brauðið i annari hendi og kál i hinni. — Þú skalt nú ekki byrja lika, sagði hún og var greinilega i vigahug. — Ég er að verða svolitið þreytt á ykkur, sem alltaf eruð að reyna að skipta ykkur af minum málum. Ég þoli bráðum ekki meira. Skilurðu það? Brad blikkaði öðru auganu, — Fullkomlega, kæra frú, svaraði hann undirgef- inn. — Og mér þykir fyrir þvi, að hafa reitt þig til reiði elskan. Andrea brosti breitt. — Vertu ekki með kjánaskap, svaraði hún, og fór svo aftur að vinna. — Ég hitti Meredith dóttur McCullers, i verzluninni i dag. — Ó, það hlýtur að hafa verið ánægjulegt, sagði Brad og var glaður yfir að geta skipt um umræðu- efni. — Hvernig er hún? — ó, ljóshærð, bláeygð og óskaplega falleg! l_Þér likaði þá ekki meira en svo við hana? — Þú þurftir ekkert að segja, fullvissaði Brad hana um. — Ég þekki konur. Þegar falleg stúlka segirumaðra, að hún sé óskaplega falleg, þá er að- eins um tvennt að ræða. Annað hvort fellur henni ekki við stúlkuna, eða hún er afbrýðisöm út i hana. Andrea starði á hann, og fann hvernig roðinn kom fram i kinnarnar, og tók eftir þvi, að Brad horfði á hana með athygli. Hún gat engu svarað til, þess að svipurinn breytt- ist á andliti hans. 'Attundi kafli Andrea flýtti sér heim næsta kvöld til þess að undirbúa veizluna og var að opna dyrnar, þegar Steve kom inn og hélt á kassa, sem greinilega var úr blómabúð. — Það er ómögulegt að halda veizlu án þess að hafa blóm, sagði hann og heilsaði glaðlega — Þetta er framlag mitt til veizlunnar. — En hvers vegna,mikið er þetta fallega gert, sagði Andrea og tókvið kassanum. — Blóm eru svo óskaplega dýr á þessum árstima. Ég ætlaði að láta mér nægja gerfiblóm i þetta skipti. — Ég er viss um, að þau hefðu lika getað verið falleg, en hvað sem öðru liður, vona ég að þér liki þessi, sagði Steve, og leit alvarlega i augu hennar, áður en hann sneri sér við og gekk inn til sin. Þegar Andrea var komin inn i ibúðina, opnaði hún kassann og andvarpaði af ánægju. Þarna voru fagurlitar gladiólur, með löngum leggjum og mörg- um blómum, og það var eins og birti yfir ibúðinni, þegar hún fór að koma blómunum fyrir á við og dreif i alls konar ilátum, sem hún dró fram. Hún horfði ánægð á blómin, en varð að beita sjálfa sig hörðu til þess að hætta að hugsa um manninn, sem hafði fært henni blómin. Það var svo margt sem hún átti ógert áður en gestirnir kæmu, svo hún hélt áfram. Annað veifið stoppaði hun þó og leit aftur á blómin og var undarlega hugsandi á svipinn. Marta kom fyrst, og bauðst til þess að hjálpa henni, ef hún þyrfti á að halda. Hún var hrifin af blómunum, eins og skiljanlegt var, og forvitin um manninn, sem hafði komið með þau. — Auðvitað hlýtur hver sá maður að vera eitt- hvað bilaður, sem hafnar boði Dr. McCullers um að vinna með honum, en fer þess i stað og setur upp lækningastofu i Frogtown. — Og þetta segir stúlka, sem sagði upp vellaun- uðu starfi aðstoðarstúlku hjá finum lækni i miðbæn- um til þess eins að fara að vinna i Sjúkraskýlinu, og það fyrir nánast engin laun, áminnti Andrea hana. Marta var að smyrja litlar brauðsneiðar, og skóf nú óþarfasmjör af einni sneið og smurði aðra með þvi um leið og hún sagði: —Þú veizt hvers vegna ég kom til Frogtown. Ég var svo mikill kjáni, að láta mér detta i hug að verða ástfangin af yfirmanni minum. Þar sem hann var giftur maður og ham- ingjusamur faðir tveggja barna var ekki ástæða til þess, að ég héldi áfram að halda mig i návist hans og horfa á hann á hverjum degi. Ég kom mér eins langt i burtu frá honum og ég gat, og það var i Frog- town. Áður en Andreu gafst tækifæri til að svara hélt Marta áfram: — Og þú skalt svo sannarlvga ekki aumka mig, ég þoli það alls ekki.: — Hver er svo sem að aumka þig, svaraði Andrea. — Er þér sama þótt ég dáist að þér og beri virðingu fyrir þér. Marta horfði ána full grunsemda. — Fyrir hvað? — Fyrir að vera nógu hugrökk og heiðarleg til þess að koma hingað til Frogtown. n ■i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.