Heimilistíminn - 15.02.1981, Side 12

Heimilistíminn - 15.02.1981, Side 12
„Já — en það er nú kannski dálitið annað með mig”, sagði Tommi hikandi. ,,Nei, þú átt það lika”, sagði pabbi og kinkaði kolli. Tommi var um stund hljóður og hugsi. ,,En hvernig hefurðu komizt að þessu?” spurði hann að lokum. „Þú trúir mér vist ekki enn þá”, sagði pabbi og hló. En svo sagði hann honum frá skeytinu sem komið hafði frá lögreglunni i New York. Lögreglan hefur lesið yfir bækurnar sinar stóru, þar sem nöfn allra þeirra sem hverfa eða týnast með einhverjum hætti eru skráð. Það mun tæpast koma fyrir að nokkur hverfi án þess að lögreglan geti ekki veitt einhverjar upplýsingar. I einni af bókum sinum hafði lögreglan lika fundið nafn Tomma. En lögreglan hafði slegið þvi föstu að Tommi hefði drukknað með föður sinum þegar prammanum með moldarfarmin- um hvolfdi forðum. Hann hafði hvergi fundizt. En nú hafði lögreglan talað við Kola-Pésa og þá kom i ljós að Tommi litli var sami drengur- inn og Tómas William Smith á moldarprammanum. Þannig tókst að sanna þetta mál. ,,Ó! ” sagði Tommi. „Vissi lögreglan ekki, að ég var á lifi?” „Nei, hún hafði ekki hugmynd um það”, sagði pabbi. „Kola-Pési hafði fundið þig sof- andi á kassanum og aldrei sagt lögreglunni frá þér”. „Hvers vegna skyldi hann ekki hafa gert það?” „Það hefur áreiðanlega verið vegna þess að hann hefur hugsað sér að hafa þig sem létta- dreng. Ef hann hefði sagt lögreglunni frá þér, hefðirðu áreiðanlega verið sendur á barna- heimili og þá hefði Pési orðið að draga kerruna sina sjálfur”. „Heldurðu það?” sagði Tommi. Hann er þá reglulega vondur maður?” „Já, vist er hann það”, sagði pabbi. Tommi var stundarkorn hjóður og hugsi. „En ég hef vist aldrei átt neina mömmu”, sagði hann svo. „Eða hvað heldurðu um það?” „Jú, auðvitað hefurðu átt mömmu”, sagði pabbi, — „unga og fallega mömmu sem var jafn svört og þú. En hún veiktist og dó þegar þú varst pinu litill”. „Ó, hvað það var leiðinlegt”, sagði Tommi. Hann hallaði sérútaf á nýhorfði upp i loftið og hugsaði til mömmu sinnar sem horfin var af sjónarsviði. Hann gerði sér glögga hugmynd um, hvernig hún hefði verið útlits — ung, bros- hýr og elskuleg með mjallahvitar tennur klædd rósóttum, ermalausum kjól, berfætt og mjög dökk á hörund. Og pabbi hans hafði verið hraustmenni, stór og myndarlegur blökkumaður i blárri treyju. Og ef til vill höfðu þau átt litið hús við ána stóru... Já, þetta var alltfjarska einkennilegt... Liklega hafði hann átt margt... alls konar leik- föng sem hann hafði aldrei fengið að vita neitt um. Og þó að allt væri nú horfið og týnt, þá... „Jæja það er að minnsta kosti gott að vita hver maður er, — eða finnst þér það ekki?” sagði hann að lokum. „Jú vissulega”, sagði pabbi og kinkaði kolli. Þeir þögðu báðir um stund á ný. Skipið vaggaðist litið eitt. Daufur gnýr frá gufuvélinni barst til þeirra og einnig öldu- gjálfrið við kinnunga skipsins. „En hlustaðu nú á Tommi”, sagði pabbi eftir stundarkorn. „Lögreglan i New York segir að þú getir komizt að á barnaheimili þar i borg- inni. Hvernig lizt þér á það?” „Mig langar ekki til þess”, sagði Tommi. „Þá vil ég heldur vera hjá Kola-Pésa. 12

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.