Heimilistíminn - 15.02.1981, Síða 13

Heimilistíminn - 15.02.1981, Síða 13
„Hverni£ stendur á þvi?” spurði pabbi. „Hjá Kola-Pésa færðu ekki nóg að borða og verður að vinna allan daginn. Á barnaheimilinu getur þér liðið mjög vel og þú færð að borða nægju þina á hverjum degi”. „Já, en mig langar nú samt ekki til þess”, sagði Tommi lágt. Og pabbi sá að hann var að þvikominnað gráta. Nokkur stund leið þangað til pabbi gat róað hann á ný en að lokum sagði Tommi honum ástæðuna. „Já,...sjáðu til”, sagði Tommi,...,,þessir krakkar á barnaheimilunum kunna svo margt og eru alltaf svo góðir. En ég... ég kann svo fátt og er alltaf að gera einhverja vitleysu. Þau kunna til dæmis að þvo sér og borða og syngja mörg lög og þessháttar, en ég næstum ekki neitt. — Nei, þá vil ég heldur vera hjá Kola- Pésa. — Þar hlær að minnsta kosti enginn að mér”, bætti hann við,..„þar get ég gert bara það, sem mér sýnist!” Pabbi horfði alvarlega til Tomma. „Jæja, vinur minn, við skulum hugsa um þetta seinna”, sagði hann. En nú skaltu ekki hugsa meira um það i bili. Komdu heldur með mér upp i stjórnklefann, þá skaltu fá að stýra skipinu. Þú hlýtur að hafa gaman af þvi.” ' „Já, vissulega”, kallaði Tommi og stökk á fætur. Og eftir stutta stund stóð hann við hlið stýrimannsins og hélt með báðum höndum um hjólið stóra. Stýrimaðurinn hafði eitt sinn fyrr fengið hingað til sin litinn ókunnan dreng i heimsókn. Það var hann Tamar litli, og hann var ennþá minni en Tommi, og alveg jafn umkomulaus og hann. En svona stórt og fallegt stýrishjól hafði vist einhvern töframátt, þvi að það kom jafnvel hryggustu snáðum til að geisla af gleði og fögn- uði. Og Tommi var þar engin undantekning. Það gat engum dulist, að drengurinn var mjög hamingjusamur. Stýrimaðurinn sneri hjólinu litið eitt til vinstri og leit brosandi niður til Tomma. „Eigum við kannski að syngja eitt litið lag?” spurði hann. „Já, það væri gaman”, sagði Tommi og brosti. Og siðan söng stýrimaðurinn fjörlega fal- lega, norska visu. 8. k a f 1 i. Tomas William Smith. Fyrsta daginn, sem Tommi var á Trinitu, gekk hann um allt skipið til að kynnast þvi, og einnig til að kynnast áhöfninni. Það var vissu- lega ánægjulegt að kynnast fólkinu og komast að raun um, hvað allir voru önnum kafnir við störf sin, hásetarnir, þilfarsdrengirnir, þern- urnar, bátsmaðurinn gamli. Já, alls staðar voru menn við ýmiss konar störf. Það var i rauninni ótrúlegt, hve margt þurfti að gera á svona stóru skipi, á hverjum einasta degi. Og athugunarefnin voru óþrjótandi. Tomma fannst, að hann mundi aldrei verða leiður á þvi að ganga um þetta glæsilega skip og athuga öll þau kynstur, sem fyrir augun bar. Honum fannst, sem það væri sem dularfullur, furðu- legur heimur, sem flyti og vaggaði á hafinu stóra. Að lokum fór Óli matsveinn með hann inn i ritsimaklefann, og þar sá hann tækin skritnu, sem höfðu tekið á móti nafninu hans. Já, þarna var sannarlega margt að sjá. Aldrei hafði hann séð fyrr svona mörg og furðuleg áhöld. Simrit- arinn sýndi honum þetta allt og skýrði fyrir honum. Allir voru fjarska góðir. Það var aðeins einn staður á skipinu, þar sem Tomma geðjaðist ekki að vera, en það var aftur-þilfarið, þar sem farþegarnir sátu og sleiktu sólskinið. Allir, sem þar héldu til, voru hvitir. Og þó að enginn hinna hvitu i borginni stóru, hefðu verið beinlinis vondir við Tomma, þá fannst honum þeir alltaf eitthvað öðruvisi við hann en hvita drengi. Eða var það kannski hann, sem var eitthvað öðruvisi? Tommi gat ekki gert sér fulla grein fyrir, hvað það var. Sjálfur hafði hann ekkert á móti þvi að vera með hvitum mönnum, en hann hafði oft veitt þvi eftirtekt, að það var öruggast að vera i fjarlægð við þá. 13

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.