Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 10
— 0, jæja, Marta yppti öxlum og hélt áfram að smyrja brauðið. — Er það hugrekki þegar ekki er um annað að ræða, ég spyr sjálfa mig þeirrar spurningar. Og hvað sem öðru liður, likar mér vel við fólkið hér i Frogtown, og það er dásamlegt að finna, að einhver þarfnast manns. — Þú hefur svo sannarlega á réttu að standa, svaraði Andrea, og flýtti sér fram til þess að opna, vegna þess að gestirnir voru að koma. Það mátti heyra ánægjulegar raddir, fólk var ánægt með ibúðina, og fannst hún falleg. Andreu bárust smágjafir og allir hlógu og voru ánægðir. Svo birtust frú Wesley og frú Judson, og á eftir þeim kom Steve, brosandi en þó ekki viss um það, hvort hann væri velkominn eða ekki. Andrea bauð hann velkominn og kynnti hann fyrir fólkinu frá sjúkraskýlinu, sem hann hafði ekki hitt áður. Frú Judson og frú Wesley færðu sig til, svo hann gæti sezt niður i sófann við gluggann. Allt fór þetta vel og skemmtilega fram. Allir voru glaðir og vingjarnlegir, og Andrea, rósrauð i kinn- um, sveif um meðal gestanna, hin ánægðasta vegna þess, hve veizlan ætlaði að takast vel. Allt i einu var dyrabjöllunni hringt ofsalega, og Andrea fór fram til þess að opna. Úti fyrir stóð sóðaleg kona með rifna svuntu yfir sloppnum sin- um. Hún var náhvit i framan, og stóreygð. — Veiztu hvenær læknirinn kemur aftur, ungfrú Drake? Hann er ekki heima, stamaði hún en Andrea þekkti hér leigjanda sinn af efstu hæðinni. Steve gekk til þeirra i skyndingi og konan flýtti sér að segja: — Gætuð þér komið læknir? Það er eitthvað að manninum minum, einna likast skyndi- legum meltingartruflunum. Steve gekk hröðum skrefum fram að dyrum, og um leið sagði Andrea: — Ég skal koma lika. Þrátt fyrir það að allir horfðu á þau, sneri Steve sér að henni og svaraði án þess að láta sér bregða og heldur kaldranalega: 10 — Nei, ég er viss um, að ég þarf ekki á þér að halda. Það er bezt fyrir þig að vera kyrr hjá gestun- um. Andrea hörfaði aftur á bak rétt eins og hann hefði slegiðhana i andlitið. Hún varð eldrauð i framan af skömm. Steve var búinn að gripa lækningatöskuna og hélt nú á eftir konunni upp stigana og tók alls ekki eftir þvi, hvaða áhrif svar hans hafði haft á Andreu og gestina. Eitt augnablik stóð Andrea hreyfingarlaus. Þognin i úerberginu fyrir aftan hana varð til þess að hún snéri sér við, og leit frá einum gesti til ann- ars. —-Nú jæja, ef ekki þarf annan en dr. Jordan til að lita á sjúklinginn, getum við allt eins vel haldið áfram að skemmta okkur eða hvað? Röddin var svolitið hástemmd, og hún flýtti sér fram i eldhúsið. Hún tók ekki eftir þvi, þegar Brad kom inn i eld- húsið. Hann sagði reiðilegri röddu fyrir aftan hana: — Á ég að fara upp og rifa manninn sundur með berum höndum, og þar á ég auðvitað við lækninn en ekki sjúklinginn. Andrea snéri sér við, og áður en hún vissi af hvildi hún i örmum Brads og grúfði andlitið i öxl hans. Styrkurinn sem hún fékk við hann hélt utan um hana, veitti henni nýjar kjark. —Éghefði bar ánægju af að gera það, sagði Brad ákveðinn á svip. — Þakka þér fyrir Brad, en ég held ekki. Allir venjulegir læknar myndu vera sömu skoðunar og hann, geri ég ráð fyrir. Hún færði sig frá honum. — Það er bezt, að ég fari fram og snyrti mig i framan. Viítii fara og sinna gestunum á meðan, elsku Brad? — Væri eltki i lagi, ef ég setti svolitið arsenik i samlokuna hans Jordans, eða þá ef ég stráði svolitlu flugnaeitri á hana og segðist hafa haldið, að þetta væri paprika? Brad var að reyna að fá hana til þess að hlæja, en hún gat ekki gert meira en brosa dauflega.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.