Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 11
Veislunni lauk fljótlega eftir þetta, og Andreu var ljóst, þegar hún lokaði á eftir sið- asta gestinum, að öllu hafði i rauninni lokið, þegar leigjandinn kom og spurði um Jordan lækni. Hún var önnum kafin við að losa úr ösku- bökkunum og laga til eftir veisluna, þegar dyrabjöllunni var hringt, þegar hún opnaði mætti Steve henni i dyrunum. — Ég er kominn til þess að biðja þig og gest- ina afsökunar byrjaði hann formlegur i bragði. Andrea svaraði kuldalega, og gætti þess að halda höfðinu hátt: — Það er ekki þörf á afsök- unum, Jordan læknir. Gestirnir skildu allir mætavel, að þú vildir ekki leyfa mér að hjálpa þegar skyndilega var óskað eftir aðstoð, og þú varst tilbúinn að fara sjálfur. Eins og þú veist vita allir i sjúkraskýlinu, allt frá frú Judson niður i sjúklingana, hvað kom fyrir mig hér endur fyrir löngu. — Áttu við, að sjúklingarnir, sem koma til þin viti, að þú ferð ekki eftir fyrirmælum lækn- isins? spurði hann. — Ég lit fyrst á þá, og ef ég tel nauðsynlegt, ráðlegg ég þeim að fara til læknis. — Og þegar þeir koma aftur til þin gerði ég ráð fyrir að þú farir eftir fyrirmælum læknis- ins. Eða fylgir þú þinni eigin sjúkdómsgrein- ingu? Röddin var napurleg og augun köld. — Ég geri að sjálfsögðu það sem sérhver hjúkrunarkona myndi gera, svaraði hún þróttalega. — Það er ekki svar við spurningu minni. — Þar sem við vinnum ekki saman. — Né eigum heldur eftir að gera það, ef ég get komið i veg fyrir það. — Þá er heldur ekkert meira um þetta að segja, eða hvað? Hún ætlaði að loka dyrunum, en hann sýndi ekki á sér fararsniö. — Sjúklingurinn er mikið veikur með hjarta- áfall sagði hann og ætlaðist auðsjáanlega til þess að hún mótmælti. Andreu varð hverft við, og áður en hún vissi af var hún búin að segja: — Ertu alveg viss. Hann varð greinilega móðgaður. — Alveg viss i sjúkdómsgreiningunni, ungfrú Drake, enda hef ég lært læknisfræði i sjö ár, sagði hann hryssingslega. — Ég er nú lika bú in að læra hjúkrun, áminnti Andrea hann um. Og ég var einmitt ósammála dr. McCullers, þegar hann var að meðhöndla sjúkling með svipaða sjúkdómslýsingu, en i reynd var hann með ristil. Nú var lækninum nóg boðið. — Ertu að reyna að gera mér skiljanlegt, að égþekki ekki ristil, spurði hann ofsalega reiður og eldur brann úr augum hans. — Dr. McCullers gerði það ekki, svaraði hún næstum bliðlega. — Einkennin eru lik i mörg- um tilfellum, og erfitt að ákveða hvort um ristil er að ræða. Þú, þú... Hann ætlaði að kafna af reiði. Hún lokaði dyrunum varlega beint á nefið á honum. Hún hallaði sér upp að hurðinni, af þvi að hún skalf svo mikið, að hún þurfti á stuðningi að halda. Svo rétti hún úr sér og dró djúpt að sér and- ann. Það var orðið framorðið, og hún þurfti að vera komin i vinnuna klukkan hálf niu um morguninn. Hún varð að fá einhvern svefn. Um leið og hún snéri sér við til þess að slökkva ljós- ið i stofunni varð henni litið á gladiólurnar, sem Steve hafði komið með handa henni. Það komu tár fram i augun og hún beit á vör sér. Hún átti vist ekki eftir að fá fleiri blóm frá hon- um, né heldur neitt annað. Um það var hún sannfærð. Héðan i frá yrðu þau fullkomnir fjandmenn. Liklega var það lika rétt eins gott. Samt leið henni illa, þegar hún varð að viður- kenna þetta fyrir sjálfri sér. Niundi kafli Hún sá Steve ekki i nokkra daga. Annað hvort reyndi hann að komast hjá þvi að hitta hana, eða þau voru bara ekki á ferðinni á sama tima. Hún vissi ekki fyrir vist hvort heldur var. Hún reyndi að sannfæra sjáifa sig um, að það skipti svo sem ekki miklu máli. Hún hafði ekki meiri áhuga á að sjá hann, heldur en hann virt- ist hafa á að hitta hana. Dag nokkurn, þegar hún var að fara af stað á siðdegis vaktina hitti hún konu, sem var að koma upp tröppurnar. — Ó, ungfrú Drake, sagði konan, og nú sá Andrea, að þetta var konan, sem hafði kallað á Steve og beðið hann um að lita á eiginmanninn kvöldið sem veislan var hjá henni sjálfri. — Er ekki dásamlegt, að vita, hvernig fór með Sam eiginmann minn? Dr. Jordan er svo sannar- lega góður læknir, eða hvað finnst þér? — Jú, auðvitað er hann það, svaraði Andrea samstundis. — Er maðurinn þinn búinn að ná ser? Ó, já, hann getur farið i vinnuna aftur, áður n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.