Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 13
hver annan á dálitiö sérstakan hátt, eins og þeir væru siíellt að striða hver öðrum. Og þó að sumir þeirra segðu stundum eitthvað gróft við Tomma, lét hann það sem vind um eyrun þjóta. Þeir meintu áreiðanlega ekkert með þvi. ,,Komdu með mér ., karlinn”, sagði Billi, hnippti i öxl hans og ýtti honum á undan sér. Þeir gengu inn um dyr nokkrar, siðan eftir þröngum gangi og inn i borðstofu hásetanna, þar sem Pétur langi og Pétur stutti voru að bera fram steikt kjöt, kartöflur, sultu og græn- ar baunir. ,,Nei, uppáhaldsmaturinn minn!” kallaði Billi og sleppti nú fyrst hönd af Tomma. „Namm, namm!” sagði Tommi og teygaði að sér reykinn af réttunum. Þetta var sama góða lyktin og hann hafði stundum orðið var við utan við stóru veitingahúsin i borginni. Raunar hafði hann oft reikað þangað, þegar hann var svangur, en það hafði aldrei orðið til annars en að æsa upp hungur hans, þvi að hon- um var aldrei gefið neitt. ,,Vertu ekki að hanga þarna eins og héri og þefa út i loftið,” sagði Halli. ,,Seztu heldur nið- ur og fáðu þér bita”. Tommi settist við matborðið. Billi settist við hlið hans og aðstoðaði hann við að koma hinum lostætu réttum á diskinn. Og innan skamms hafði stór hópur starfsmanna skipsins fengið sér sæti við borðið. Tommi tók strax til matar sins af miklum ákafa. „Nei, heyrðu, kunningi, — þú átt ekki að flýta þér svona mikið,” sagði Pétur langi. ,,Það er nægur matur frammi i eldhúsi, — vertu bara rólegur”. En Tommi átti i rauninni mjög erfitt með að vera rólegur. Sjávarioftið hafði þannig áhrif á hann, að matarlystin var miklu meiri en venju- lega, og auðvitað réð það miklu. Honum fannst hann gæti leikið sér að þvi að borða einn allt kjötið af fatinu stóra. „Hafið þið alltaf svona góðan mat?” spurði hann Billa. ,,Nei, drengur minn, það er,nú eitthvað ann- að”, sagði Billi alvarlega og hristi höfuðið, „þetta er aðeins gert i heiðursskyni við þig. Venjulega fáum við ekkert annað en vatns- graut og salta sild. Er það ekki satt, félagar?” „Jú, alveg rétt, — ekkert annað en vatns- aiid, sögðu hinir og hristu allir höfuðiö hryggir a Tommi leit til þeirra allra sitt á hvað, meðan hann dró saman væna munnfylli sina á gaffal- inn. Siðan stakk hann matnum upp i sig og tuggði. „Hopp, hopp og hi! ” sagði hann, þegar hann hafði kyngt þvi mesta. „Þið skrökvið þessu, hrekkjalómarnir ykkar, ég veit það alveg með vissu’h „Ágætt hjá þér!” kallaði Kalli spilari. „Þetta likar mér vel”. „Já, ég tek undir það,” sagði Halli og hnippti i öxl Tomma. „Þessi drengur svarar fyrir sig, skal ég segja ykkur. Þið skuluð ekki reyna að blekkja hann með neinu blaðri, það er tilgangs- laust”. Allir viðstaddir tóku undir þetta, með þvi að kinka kolli til samþykkis, og Tommi brosti, hreykinn og glaður. „Tómas William Smith trúir nú ekki hverju sem er”, sagði hann með áherzlu. „Já, það skil ég vel”, sagði Billi og bætti við á diskinn hans. Um nóttina svaf Tommi aftur i koju Tamars i klefanum fallega. Pabbi hafði dyrnar opnar i hálfa gátt, svo að drengnum fyndist ekki, að hann væri einn og yfirgefinn. En það var i rauninni alveg ástæðulaust, þvi að Tommi steinsoínaði strax, svaf i einum dúr alla nótt- ina og langt fram ’á morgun. Og þegar hann að lokum vaknaði, var hann hressari og kátari en nokkru sinni, og hafði náð sér að fullu eftir svefnleysið i bögglageymsl- unni. Og nú fór hann að langa mjög mikið til að gera eitthvað, dunda við eitthvað skemmtilegt. Hann var ekki vanur þvi að liggja i leti, og hann gat ekki hugsað sér að halda áfram að ganga um skipið og glápa og gera ekki neitt. Pabbi skildi strax, hvernig ástatt var með Tomma. Hann bað bátsmanninn að láta dreng- inn hafa hæíileg tæki, svo að hann gæti hreins- að gólf og þilfar með piltunum, sem þvi áttu að sinna. „Alveg sjálfsagt, skipstjóri”, sagði báts- maðurinn, og bjó út hæfilega íangan hrein- gerningasóp handa Tomma. Og drengurinn tók þegar til starfa af miklum áhuga og sýndi strax, að hann var bæði laginn og duglegur. Og það var hreinasta furða, hvað hann var þrek- mikill, ekki eldri snáði. Sennilega var það vegna þess, hvað hann hafði stritað mikið við kolaaksturinn. Það kom þvi fljótt i ljós, að 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.