Heimilistíminn - 01.03.1981, Page 1

Heimilistíminn - 01.03.1981, Page 1
ÞRÍR P YLSURÉTTIR TJR SOÐJVTJMPYLSUM Súrkál og pylsur smakk- ast mjög vel saman. Þvi miður notum við hérlendis ekki mikið súrkál, en sagt er, að það sé mun betra fyr- ir magann heldur en venju- legt hvitkál. Ekki viljum við fullyrða neitt um, hvort það er rétt. SUrkálið er búið til á þann hátt, að hvitkál er rifið i strimla. Salti er stráð yfir og þaðpressað niður i tunnur. Kál- iðer siðan látið gerjast við stofuhita. A meðan á gerjuninni stendur brotna kolhydrötin niöur i mjólkursýru. SUrkál má kaupa i dósum og einnig i glösum. Oft er það bragðbætt með víni i framleiðsunni. t dag ætlum við að birta uppskrift að rétti, þar sem notað er sUrkál, og með þvi eru hafðar pylsur sem aðaluppi- staða. Pylsurnar þurfa ekki endilega að vera þessar hversdagslegu vinarpyls- ur, heldur má nota hvaöa aðra pylsu- tegund, sem er, gjarnan uppáhalds- pylsu fjölskyldunnar. 300 grömm af pylsum, 2 gulrætur, niðurskornar i sneiðar, 1 hakkaður laukur, 1 dósca 500 grömm, af súrkáli, 1/2 litri af teningasoði, 1/2 tsk. muiið kúmen, 1/2 tsk. salt, smjörliki. BrUnið laukinn og gulræturnar i potti i svolitlu smjörliki. Heliiö ten- ingasoðinu Ut á. Kryddið með kúmen- inu og saltinu, ef ykkur finnst nauö- synlegt aö bæta við saltið. Rétt er að bragða fyrst á sUrkálinu, vegna þess að það getur verið nokkuö salt. Setjið kálið i pottinn. Látiö þetta sjóða i ca. 15 minUtur. Þá er pylsan skorin niður i hálfar sneiðar og þær settar Ut i pottinn. Leyfið þessu að vera á plötunni i ca. 5 minútur i viðbót. Berið pylsuréttinn fram með brauði. Pylsubuff Pylsur og spfnat er ágætt saman. Spinat er auk þess mjög hollt. Fáið ykkur tvær soðnar pylsur, ca. 300 grömm aö þyngd, 1 pakka af hraö- frystu spinati, Ca. 375 grömm, 1 1/2 tsk. hveiti, 200 grömm af osti, 1 marið hvitlauksrif, 1/2 tsk. salt, ofurlitill pip- ar. Skerið pylsuna niður i 1 1/2 cm þykk- ar sneiðar. Steikið á pönnu, og notið ekki feiti. Leggið sneiðarnar i heitt fat, sem nota má til þess að bera fram i. Hitið spinatið, sem á að vera fariö að þiðna. Stráið hveiti yfir og hrærið ofurlitið i þvi. Látið þetta standa á plötunni i nokkrar minútur til viðbót- ar. Blandiö rifnum ostinum saman við spinatiö og einnig mörðum hvitlaukn- ------------------------->

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.