Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 2

Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 2
um. Stráiö yfir salti og pipar. Látið hitna vel. Setjið að lokum spinatjafn- inginn ofan á steiktar pylsusneiðarnar ogberið fram með soðnum kartöflum. tt úskrókur Pylsur undir kartöfluþaki 1 þennan rétt má nota kjötafganga, eða kaupa pylsur og nota i staðinn fyrir afgangana. 400 grömm af kjötafgöngum, eða pylsum, 1/2 dl sinnep, 1 dl. tómatpúré, 1 tsk. salvia, 1/2 tsk, salt, 1 dl vatn, kartöfiumús fyrir fjóra. Skerið pylsurnar niður i bita og setj- ið þá i eldfast form. Blandið saman sinnepi, tómatpúré, kryddi, og vatni. Hellið sósunni yfir pylsurnar. Setjið mótið f 225 stiga heitan ofn, og hafið þarica. löminútur. Hrærið vandlega i eftir ca. 7 minútur. Takið mótið þá út úr ofninum og setjið kartöflumúsina, má vera úr pakka, yfir pylsujafning- inn og nú er forminu stungið i ofninn á nýjan leik, og hitinn hækkaður i 275 stig. Látiðveraiofninum þar til músin er ljósbrún að ofan. Eigið þið pappírs-, gull- eða aiómbrúðkaup? Tölur sýna að hjónabönd enda nú oftar en áður í skilnaði, og þau standa heldur ekki sérlega lengi, mörg hver. Hvert brúð- kaupsaf mæli á sitt ákveðna tákn. Kannski ykkur þyki gaman að kynna ykkur hin einstöku tákn, og minnast þeirra á ein- hvern hátt á næsta brúðkaupsafmæli ýkkar. Já, og svo er eitt svolitið merkilegt. Það er auövitað ákveðið tákn fyrir 12 brúðkaupsafmælið, og einnig það þrettánda, en þar að auki er tákn fyrir það, þegar tólf og hálftár er liðið frá giftingunni. Frá og með 15. brúðkaupsafmæl- inu er lika aðeins talað um afmælin á heilum og hálfum tugum, og nær taflan allt upp i 75. brúðkaupsafmælið. Þar með er hætt að tala um sérstök brúð- kaupsafmælistákn, enda liklega ekki mörg hjónabönd, sem endast lengur en það. Þessi tafla segir okkur hver tákn brúð kaupsafmælanna eru: 1. Pappir 14. Filabein 2. Bómull 15. Krystall 3. Leir 20. Postulin 4. Blóm 25. Silfur 5. Tré 30. Perlur 6. Sykur 35. Kórall 7. Ull 40. Rúbin 8. Brons 45. Safir 9. Pilviður 50. Gull 10'. Tin 55. Smaragður 11. Stál 60. Demantur 12. Silki 65. Krúnudemantur 12,5 Kopar 70. Járn 13. Kniplingar 75. Atóm 2

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.