Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 3
LOÐFÓÐRAÐUR INMSKÓR — aðeins einn skór nauðsynlegur í stað tveggja eins og venja er Enn er töluvert eftir af vetrinum hér hjá okkur, og þess vegna ekki orðið of seint að útbúa sér eitthvað hlýtt til þess að vera i, þeg- ar við sitjum fyrir framan sjónvarpið á kvöldin. Ef þið búið tii fótabúnað á borð við þann, sem þið sjáið hér á myndinni, er ekki óliklegt, að þið getið sparað töluvert i upphitunarkostnaðinum á kvöldin. Það, sem til þarf, er tæpur metri af efni, sem er 120-130 á breidd. Það þarf loðið efni til þess að hafa innan i þetta „stigvél” og svo er notað gervileður eða annað álika sem ytra byröi. Gætið þess, að hver ferningur á teikningunni jafngildir 2,5 cm, þar sem þetta er ensk hugmynd, og i Eng- landi nota menn tommur i staðinn fyrir sentimetra. Leggið sniðið á efnið, sem nota á og klippið. Gætið þess, þegar þið komið að þvi að klippa loöna efnið, að það á að vera 2,5 tommum stærra eða öllu heldur lengra en ytra byrðið, vegna loðkantsins, sem er ofan á stigvélinu. Eins og þiðsjáið á myndinni er aðeins búið til eitt stigvél, sem báðum fótum er smeygt i. Leggið rönguna á efnunum saman, og limið með góðu limi. Til er i versl- unum lim, sem er sérstaklega ætlaö tii þess að lima bætur á föt. Þess konar lim ætti að vera mjög gott til þess aö lima saman ytra og innra byrði stig- vélsins. Þegar stykkin eru vel samanlimd takið þiöstóra nál og grófan tvinna eöa þráö, sem fer vel við litinn á stigvélinu og varpið hliðarnar i. Gætið þess vel, að teygja ekki efnið að óþörfu. Bezt er aö byrja efst að framan og halda svo niður eftir leggnum og enda efst að aftan. Að þvi búnu brjótið þið ioökant- inn niður yfir gervileðrið og stigvélið er tilbúið til notkunar. Ykkur verður áreiðanlega ekki kalt næst þegar þið sitjiö viö sjónvarpið, ef þið hafið smeygt ykkur i stigvélið. Kafað í körfuna 3 1SQUARE-1MCH

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.