Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 7
Sonur þinn Framhald af bls. 9. til geðs. Ég get setið hjá honum i sex klukkustundir og verið alveg undrandi á þvi hvernig hann er alltaf að reyna að læra meðþvi aðherma eftir þeim sem hjá honum er. Fólki finnst við séum krossber- ar og þaðer erfitt að sannfæra það um, að svo sé ekki. Sonny er ekki byrði. Það hefur ekki verið neitt vandamál að fást við hann. Camille: Ég er ekki sammála. Það hefur margt reynzt erfitt. Til dæmis átt- um við i erfiðleikum með foreldra Lowells i fyrstu. Nú er eins og Sonny hafi tengt alla fjölskylduna sterkari böndum. Hann dregur fram það bezta i hverri manneskju. Við Lowell eigum það til að rifast og öskra en svo verður okkur ljóst að aðalmarkmiðið er að hjálpa Sonny. Það er kjánalegt, að eyða timanum i rif- rildi út af smámunum. Við höfum ekkert gert til þess að dylja Sonny. Við höfum fengið bréf frá fjölda fólks, sem fullyrðir að við eigum eftir að njóta þess og gleðjast yfir honum. Niutiu prósent fólks i kringum okkur tekur hon- um mjög vel. Svo eru það þessi 10%, sem ekki eru fjandsamleg, heldur eiginlega feimin og hrökkva undan. Þess vegna vil ég segja við fólk. Brosið til þroskahefts barns. Brosið og takið i höndina á þvi. Það er slfkt, sem hefur svo mikið að segja fyrir barnið. Ég man eftir henni ömmu minni sem alltaf var að segja mér, hvað ég væri falleg. „Falleg” var orðið sem hún notaði um hvert nýtt barn, sem hún komst i kynni viö og þau voru mörg. Ég var komin töluvert á legg þegar mér lærðist að amma var algjörlega blind og hafði verið það frá þvi hún var 10 ára. „Falleg” var orðið sem hún notaði og hún sá börnin á þennan hátt með augum sálarinnar. Fyrir tveimur og hálfu ári var ég nýgift og ófrisk. Ég átti mér glæsta drauma um barnið sem ég gekk með rétt eins og sér- hver móðir á. A 20 minútum hrundu þess- ar draumborgir minar i rúst. Ég vildi að ég gæti sagt, að ég hefði þegar i stað sætt mig við það. En svo var ekki. Það sem ég sé nú mest eftir, þegar ég horfi til baka eru þessar fyrstu 24 klukkustundir sem ég eyddi i grát og gnistran tanna. Fjórum mánuðum siðar var ég aftur orðin ófrisk. Ég hafði m.a. talið að gott gæti veriðfyrir Sonny að hafa einhvern til þess að alast upp með. Nú sögðu sér- fræðingarnir að likurnar á þvi að ég eignaðist annan mongólita væru 1 á móti 100. Þess vegna lét ég gera á mér leg- vatnsprufú. 1 f jórar hræðilegar vikur beið ég eftir niðurstöðunni. Ég gat ekki sofið á nóttunni. Ég er kaþóisk og trúi ekki á fóstureyðingar, og ég veit ekki hvað ég hefði gert, ef niðurstaðan hefði verið sú, aö ég gengi meö annan mongólita. Annað barn er fætt i þennan heim, Lowell f%em Palmer Weicker III. Tre köllum við hann. Það fer vel á með Tre og Sonny. Þeir sitja og tala sama klukkustundum saman. Stundum hugsa ég þó með mér: — Tre, þetta er svo óskaplega auðvelt fyrir þig. Sonny fór ekki að ganga fyrr en hann var 20 mánaða, en Tre sleppti sér árs- gamall. Lowell á erfitt með að sætta sig við þetta og það kemur fram i þvi, að hann hrósar ekki Tre, vegna þess að þá finnst honum hann vera að neita Sonny um eitt- hvað, sem hann ekki getur veitt honum. Lowell: Ég held að Sonny eigi eftir að geta séð fyrir sér að miklu leyti sjálfur. Þó verðureinhver að annast fjármál hans Lowell og Camilla I miöjunni meö börnum sinum. F.v. Robin 15 ára, Scot 22, Sonny, Tre, Shannon 12 ára og Erin 17 ára. i framtiðinni, þótt hann geti kannski séð fyrir sér að öðru leyti. Camille: Draumar minir til handa Tre hafa tekið á sig nýja mynd. Ég læt mig ekki lengur dreyma um að hann verði eitthvert stórmenni, heldur aðeins að hann eigi eftir að vera heilbrigður, ham- ingjusamur og hafi skilning á lifi og til- veru annarra og hann hugsi vel um bræður sina og systur. Þfb 1

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.