Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 10
en langt um liður, sagði konan geislandi af ánægju. — Við héldum fyrst, að hann hefði fengið hjartaáfall, en ég var næstum dauð úr hræðslu. En læknirinn rannsakaði hann ná- kvæmlega, og hvað heldurðu að hafi komið i ljós. Hann var bara með ristil, og ekkert var að hjartanu. Er það ekki stórkostlegt. Svo sannarlega, svaraði Andrea. — Ég sam- gleðst ykkur báðum. — Ég er óskaplega hrædd við hjartaáföll, sagði konan. — Sam segir samt, að hann hefði ekki getað fundið meira til, þótt eitthvað hefði verið að hjartanu, en ekki bara þessi ristill. Það er þó ekki eins hættulegt, að sögn læknis- ins. Hún lagði af stað upp tröppurnar á ný, og svo snéri hún sér við eitt augnablik, og sagði: — Strax og Sam getur farið að vinna aftur, ungfrú Drake, förum við að borga þér leiguna aftur. Það er svo leiðinlegt að skulda svona mikið, en það er einhvern veginn svo, að maður kemst varla af nú orðið, og sérstaklega ekki ef einhver veikist og getur ekki unnið sagði hún full auðmýktar. — Hafðu ekki áhyggjur af leigunni, frú...? — Ó, já, nafn mitt er Stubbins.. — Allt i lagi frú Stubbins, sagði Andra bros- andi, — þið borgið bara, þegar þið getið. Konunni létti greinilega mikið. — Þú mátt trúa þvi, ungfrú Drake, að ég er glöð yfir þvi, að þú skyldir sjálf fara að taka við leigunni, i staðinn fyrir að láta skrifstofuna gera það. Þeir voru vanir að henda manni út, ef maður skuldaði svo mikið sem einn mánuð. Ég skammast min fyrir að þurfa að viðurkenna að við Sam höfum ekki getað borgað neitt i fimm vikur. — Ég lofa þér þvi, að þið hjónin verðið ekki rekin út, sérstaklega ekki, á meðan maðurinn þinn er veikur. Hafið engar áhyggjur, sagði Andrea og brosti til konunnar. Frú Stubbins horfði forvitnislega á hana. — Ég hef heyrt mikið um þig úr vinnunni, ungfrú Andy, sagði konan lágt. — Ég býst við, að það, sem fólkið segir, sé rétt. Konan varð dálitið undirfurðuleg og flýtti sér inn i húsið, en Andrea gekk brosandi af stað á leið til vinnu sinnar. Hún var i þungum þönk- um. Svo þetta hafði þá verið ristill eftir allt sam- an. Það var ekki að furða, að Steve hafði reynt að komast hjá þvi að hitta hana. Hún andvarp- aði og gekk áfram. Hún var nú fullviss um, að hún hafði eignast annan óvin fyrir utan dr. McCullers og það var Steve Jordan læknir. Þegar hún kom i vinnuna beið Marta eftir henni, og hálf tylft sjúklinga sat á b'iðstofunni. Marta fylgdi henni inn i litla herbergið og sagði: — Góðar fréttir, Andy min góð. Það er búið að leggja Simpson- barnið á Barnaspital- ann . Móðirin segir, að allir séu svo ágætir, þar, og góð von sé um að barninu batni. — Við skulum þakka frú Wesley og frú Judson fyrir það, svaraði Andrea ánægð. Marta horfði undrandi á hana. — Þú getur svo sem þakkað þeim, ef þú vilt, en Simpson hjónin brenna kerti þér til dýrðar. Frú Simpson segist vita að þetta hefði aldrei gengið, ef ekki hefði verið fyrir þin orð. Þú ert sannkallaður dýrlingur i hennar augum. Það er allt og sumt. Andrea skellihló og það mátti sjá i augum hennar, að hún var ánægð. — Gott er, að einhver er ánægður með mig, sagði hún léttilega. — Biddu við, Marta hallaði sér fram á borð Andreu og hvessti augum á hana. — Ertu enn að hafa áhyggjur út af þessum

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.