Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 1

Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 1
"•'¦ ¦'," HE \j/ Sunnudagur 8. mar Sunnudagur 8. marz 1981, 8. árg. VEIZLU- PÆMEÐ NA UTA- KJÖTI Þetta er veislupæ sem fyllt ermeð kjöti og hin gómsætasti málsverður. Hann er sagður nægja fjór- um. Pædeigið: 4 dl. hveiti, 150 grömm smjör eða smjörliki, 3msk. vatn. Fyll- ingin: 400 grömm nautakjöt. Lögur, sem kjötiö er látiö liggja I: 2 eggja- rauöur, 2 msk. franskt sinnep, 2 tsk. rifinn laukur, 1/2 tsk. salt,ofurlitið af svörtum pipar. Jafningur: 2 dósir af niöurskornum sveppum ca. 175 grömm, 25gsmjör, 2msk.hveiti, 1 dl. rjdmi. 1 dl. so6, 1/2 tsk salt, svartur pipar. Fyrst byrjiö þiö á þvi aö bUa til pæ- deigiö, en það þarf aö standa á köldum stað í ca 1 klukkutima. Myljiö saman smjörlikiö og hveitiö og bætið vatninu út I, Hnoðið vandlega. Fletjið Ut 2/3 hluta deigsins i kringlótta köku og setjið í form, sem er ca 20 cm. i þver- mál. Gott er aö mótiö sé með lausum botni. Bakið pæið I 225 stiga heitum ofni i 10 minútur. A meöan skerið þið nautakjötið niður i mjóar ræmur. Blandið saman efnunum sem eiga að vera i leginum sem leggja á kjötið i. Látið kjötið i lög- inn og hrærið i svo að lögurinn þekj alla bitana. Bezt er að láta kjötiö standa þannig i að minnsta kosti eina klukkustund. Þá tekúr þaö mest og bezt bragö. NU skulið þið brUna kjötræmurnar i feiti. Takið þær upp Ur pönnunni og setjið ca 1 dl. af vatni á pönnuna og hrærið vel I svo allt náist innan Ur henni. Þettaverðursoðið, sem siöan er notað í jafninginn. Steikiö sveppina i smjöri. Stráið hveitinu yfir og hellið soðinu og rjdmanum saman við. Látið jafninginn sjóða i ca 5 mlnUtur. Það sem hér hefur verið talað um er gott að bUa til t.d, daginn áöur en nota á matinn. Hellið nU jafningnum i pæ- botninn og stráið kjötbitunum yfir og fletjið Ut það sem eftir var af pæ-deig- inu og setjið yfir sem lok. Þrýstið Ut I hliðarnar. Pensliö yfir með þvi sem eftir er af leginum, sem kjötið var látið liggja I. Bakið i 225 stiga heitum ofni i ca. 15 mlnUtur eða þar til pæiö er ljós- brUnt. Berið pæið strax fram og gjarnan með grænmetissalati.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.