Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 08.03.1981, Qupperneq 1

Heimilistíminn - 08.03.1981, Qupperneq 1
VEIZLU- PÆMEÐ NA UTA- KJÖTI Þetta er veislupæ sem fyllt er með kjöti og hin gómsætasti málsverður. Hann er sagður nægja fjór- um. Pædeigið: 4 dl. hveiti, 150 grömm smjör eða smjörlíki, 3 msk. vatn. Fyll- ingin: 400 grömm nautakjöt. Lögur, sem kjötið er látið liggja I: 2 eggja- rauður, 2 msk. franskt sinnep, 2 tsk. rifinn laukur, 1/2 tsk. salt.ofurlitið af svörtum pipar. Jafningur: 2 dósir af niöurskornum sveppum ca. 175 grömm, 25 g smjör, 2 msk. hveiti, 1 dl. rjómi. 1 dl. soð, 1/2 tsk salt, svartur pipar. Fyrst byrjiö þið á því að bila til pæ- deigið, en það þarf að standa á köldum stað í ca 1 klukkutfma. Myljið saman smjörlikið og hveitið og bætið vatninu Ut f. Hnoðið vandlega. Fletjið Ut 2/3 hluta deigsins i kringlótta köku og setjið i form, sem er ca 20 cm. I þver- mál. Gott er að mótið sé með lausum botni. Bakið pæiö i 225 stiga heitum ofni i 10 minUtur. A meðan skerið þið nautakjötið niður i mjóar ræmur. Blandið saman efnunum sem eiga aö vera i leginum sem leggja á kjötið i. Látiö kjötið i lög- inn og hrærið i svo að lögurinn þekj alla bitana. Bezt er að láta kjötið standa þannig i aö minnsta kosti eina klukkustund. Þá tekur það mest og bezt bragð. NU skuliö þiö brUna kjötræmurnar i feiti. Takið þær upp Ur pönnunni og setjið ca 1 dl. af vatni á pönnuna og hræriö vel I svo allt náist innan úr henni. Þetta verður soðið, sem siðan er notað i jafninginn. Steikiö sveppina i smjöri. Stráið hveitinu yfir og helliö soðinu og rjómanum saman við. Látiö jafninginn sjóða i ca 5 minútur. Þaö sem hér hefur verið talað um er gott að búa til t.d, daginn áöur en nota á matinn. Hellið nú jafningnum i pæ- botninn og stráið kjötbitunum yfir og fletjið Ut það sem eftir var af pæ-deig- inu og setjið yfir sem lok. Þrýstiö út i hliðarnar. Penslið yfir með þvi sem eftir er af leginum, sem kjötið var látið liggja i. Bakiö i 225 stiga heitum ofni i ca. 15 mlnútur eða þar til pæið er ljós- brúnt. Berið pæiö strax fram og gjarnan með grænmetissalati.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.