Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 3
Aftari púðinn til hægri er gulur að lit, og á hann eru limdir kringlóttir filt- bútar. Þiö þurfið að klippa um það bil 40 rauðar filtkringlur, sem eiga að vera 5 cm i þvermál. Nokkrar kringl- ur, sem notaöar verða inn við miðjuna skulu þó vera 2.75 cm i þvermál. Limið bleiku kringlurnar ofan á þær rauðu, og látið þær ekki vera á miðju, heldur ofurlitið úti i annarri hliðinni. Þiðfinniðmiðjunaápúðaborðinu, og ákveðið hversu stórt blómið á að vera, og dragið hring á púðann við yztu brún blómsins. Byrjið að raða rauðu kringl- unum eftir þessum hring. Næsti hringur þar fyrir innan verðurað hálfu limdur ofan á yztu kringluröðina. — Þið getið glöggvað ykkur á þvi, hvernig þetta er gert, með þvi að skoða myndina vandlega. Þannig haldið þið áfram þar til þið eruð komin inn að miðju. 1 miðjuna . er limd ein rauð kringla. Fremsti púðinn er bleikur að lit, en blómið, sem á hann er limt, er gult með bleikum og svörtum doppum. Byrjið á þvi ab klippa úr pappa eitt krónublað blómsins, svolitið ilangt. Eftir pappaspjaldinu klippið þið sex krónublöð. Þau limið þið á púðann. Nú klippið þið sex kringlur, 5 cm i þver- mál. Þær eiga að vera bleíkar. Klippið sex svartar filtkringlur, 2.5 cm i þver- mál. Limið svörtu kringlurnar ofan á bleiku kringlurnar og siðan þær bleiku ofan á gulu krónublöðin. Sjáið hvernig þetta litur ut á myndinni. Nú er komið að þvi að búa til miðju blómsins, sem er gerð úr svörtu ullar- garni, ca. 2ja metra löngu. Vefjið garninu utan um höndina. Bindið fast utan um miðjuna og klippið upp úr til endanna. Breiðið úr garninu og látið Púðarnir, sem þið s jáið hér filti og einhverju góðu efni, á myndinni eru búnir til úr til dæmis einlitu popplini. Kafaö í körfuna það mynda hring og limið fast i mitt blómið. Að endingu er klippt bleik kringla, 1.5 cm i þvermál og hun er limd ofan á garnið i miðju blómsins. Að siðustu getið þið búið til púðann með fiðrildinu. Til þess að gera það þurfið þið að stækka mynstrið, sem hér fylgir með. Hver ferningur i teikn- ingunni er 2.5 cm. Púðinn sjálfur er grænn að lit. Grunnlitur fiðrildisins er svartur, siðan koma rauðir og appelsinurauðir fletir i vængjunum. Fletirnir ofan til i vængjum fiörildisins eru grænir og sömuleiðis er grænt umhverfis tvo minnstu og innstu deplana i vængj- unum. Vel má hugsa sér, að kiippt séu göt i filtið þannig að græni liturinn i púöanum sjálfum komi þar i gegn fremur en>að klippa út grænt filt og lima það ofan á það rauða og appel- sinurauða. Litirnir í fiörildinu geta auðvitaö verið eins og ykkur likar best, og engin þörf er á þvi að þeir séu nákvæmlega eins og i fyrirmyndinni. PÚÐAR MEÐ ÁLÍMDUM FlLTMYNDUM

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.