Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 6
...Vi '4-*^.::^^-;', ¦-', Sá, sem fyrstur hóf að nota orðið stress var prófessor Hans Selye. Hann segir, að stress sé i rauninni svörun likamans við öllum þeim verkefnum, sem honum er ætlað aðleysa. Þaðskiptir ekki máli hvort um andlegt eða likamlegt verkefni er að ræða, likaminn bregzt við þvi á liffræði- legan hátt. Engu breytir hvort fólk lendir i einhverju skemmtilegu eða leiðinlegu. Lifið er starfsemi, sem tekur á sig stöð- ugar breytinga, segir Bensabat. Stress fylgir þvi, ef fólk þarf að aðlaga sig kulda eða hita. Frumstæðir þjóðflokkar þekkja stress ekki siður en við, þessi minna frumstæðu, eða þróaðri þjóðflokkar, en það er streita, sem fylgir hungri, sjúk- dómum eða öðrum likamlegum erfið- leikum. I iðnaðarþjóðfélögunum birtist streitan miklu frekar i andlegum vanda- málum. Sjö af hverjum tíu Breytingarnar eru svo örar i kringum okkur, að við eigum erfitt með að fella okkur við þær. Þannig hefur streitan orðið að þvílíku vandamáli i iðnaðarlöndunum, að af hverjum tiu sjúklingum, sem leita læknis er fullvist að sjö þjást af streitu, að þvi er Bensabat segir. Llkaminn bregzt á líffræðilegan hátt viðstreitunni. Hormón taka til sarfa sam- kvæmt boðum, sem þeim berast frá heil- anum. Sykur og fita losna og veita okkur kraft. 1 gamla daga var fólk aðallega vart streitunnar vegna likamlegra vanda- mála, og þess vegna fór krafturinn sem leystist úr læðingi i likamlegar gerðir. Fólk varð að berjast fyrir lifinu. Þegar nú streitan stafar helzt af sálrænum vanda- málum safnast krafturinn fyrir i likam- anum i stað þess að vöðvarnir noti hann. Þannig getur fólk fengið likamleg vanda- mál af þvi að þjást af streitu. SJO AF HVERJUM TIU ÞJÁST AF STREITU Nýlega kom út i Frakklandi bók um fyrirbæri, sem við i daglegu tali köllum stress, en heitir vist á betra máli streita. Höfundar bókarinnar eru tveir sérfræðingar, Soly Bensabat og Hans Selye, en bókina hafa þeir reyndar skrifað i samvinnu við hóp annarra þekktra visindamanna. I viðtali, sem birtist við Bensabat i franska vikuritinu L'Express segir hann m.a. að streita sé fyrirbæri, sem allir þjást af. Fólk verði bara að læra að lifa með streitunni. Hið jákvæða og hið neikvæða Það þjást sem sagt allir af streitu, en það er þó ekki það sem f yrir okkur kemur, sem skiptir máli, segir Bensabat, heldur það hvernig við bregðumst við þvi sem fyrir kemur. Viðbrögð okkar ráða þvi, hvort streitan verður til góðs eða ills. Til dæmis getur sumarleyfi haft streitu- myndandi áhrif á framkvæmdastjóra, sem vanur er að vera stöðugt á fartinni vegna starfa sinna. I sumum tilfellum getur það haft góð áhrif á fólk að hækka i embætti, en á aðra hefur þetta slæm og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.