Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 10
Brad tók viðbragð og strákarnir þekktu hann strax og hörfuðu aftur á bak, þegar þeir sáu, hversu alvarlegur hann var á svipinn. Litlum, skinandi finum og nýjum bil af evrópskri teg^ und hafði verið lagt við gangstéttina. Andrea sá þegar i stað, að þarna var kominn Vaux- hall-bill Merry McCullers, sem hún hafði séð i verzlunarferðinni forðum. Merry sat við stýrið og reiðin skein úr augum hennar. Brad gekk að bilnum og brosti sinu vinalega brosi. — Mér þykir fyrir þessu frú, en strákarnir hafa aldrei séð bil eins og þennan, að þvi er ég bezt veit. Þú verður að fyrirgefa þeim, byrjaði hann. —Þessir hræðilegu ormar! Ég var skelfingu lostin, hálfveinaði Merry. — Láttu þá fara i burtu! Vinsemdin dofnaði i svip Brad. —Þeir eiga hér heima frú, hélt hann áfram. — Það ert þú, sem ert hér ekki á réttum stað, en alls ekki þeir. Andrea gekk að bilnum og sagði rólega, — Halló, ungfrU McCullers. Merry renndi augunum yfir Andreu og hvita búninginn hennar. Henni virtist létta við að sjá hana. —Ó, þú ert vist hjúkrunarkonan hans Steve, sagði hún. — Guði sé lof! Ég gat varla trúað þvi, að hann væri með lækningastofuna sina á þessum hræðilega stað. — Hann er það nú samt, ungfrú McCullers, hérna i húsinu, sagði Andrea. — Ég er hrædd um, að hann sé þó ekki hér i augnablikinu. Hann opnar ekki fyrr en eftir fjörutiu minútur eða þar um bil. — Hvað ert þú þá að gera hér úti á götu? Hvers vegna ertu ekki komin á stofnuna og far- in að undirbúa viðtalstimann? Er það ekki 10 verkefni hjúkrunarkonu læknisins? spurði Merry frekjulega. —Ég er ekki hjúkrunarkona Jordans læknis. Hann leigir bara hUsnæðið af mér sagði Andrea þurrlega. — Við hittumst siðdegis fyrir nokkr- um dögum, i stórverzluninni i Broadwiev. Ég er viss um, að þu manst ekki eftir mér. Aftur virti Merry hana vandlega fyrir sér og svo kinkaði hún kolli. — Vist man ég eftir þér, en þú varst ekki i hjúkrunarbúningnum i það skiptið, svaraði hún. — Ég átti fri þann dag, sagði Andrea. — Ég vinn i sjúkraskýlinu. Ef þú vilt, geturðu komið þangað og beðið þar eftir Jordan lækni. Ég er viss um, að það færi mun betur um þig þar heldur en hér úti i heitu sólskininu. Merry leit órólega i áttina til drengjanna, sem voru ekki langt undan og gátu vel heyrt það sem fram fór. Ekkert hljóð kom þó lengur frá þeim. — Ö, en ég get vist ekki skilið bilinn eftir hérna. Þessir vandræðagemlingar myndu vera búnir að búa til úr honum bréf klemmur áður en við væri litið, sagði hún þunglega. — Brad sér um, að ekkert komi fyrir bilinn þinn, fullvissaði Andrea hana um, og leit um leið til Brads. — Þetta er ungfrú McCullers, Brad Huttchens. Verður ekki allt i lagi með bil- inn, Brad, þótt hún skilji hann hér eftir. Brad sneri sér nú að drengjunum og stóð með hendur á mjöðmum. Hann leit af einum á ann- an, og var ákveðinn og hórkulegur á svipinn. —Það held ég hljóti að vera i lagi, sagði hann ákveðinn. — Og komi eitthvað fyrir bilinn verð- ur ekki mikið úr smiðatimanum i kvöld né heldur fótboltaæfingunni, sem fyrirhuguð er. Þið skiljið hvað ég á við drengir, er það ekki? —Auðvitað, auðvitað, Brad sögðu drengirnir

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.