Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 11
einum rómi. — Við skulum sjá til þess, að eng- inn komi nálægt bilnum. — Ágætt, sagði Brad og sneri sér aftur að stúlkunum. Merry starði á drengjahópinn, sem horfði á hana áhugalaust. Svo leit hún á Brad. — Trúir þú þeim virkilega, spurði hún undrandi. — Treystirðu þeim? — Ég geri það, ungfrú McCullers, fullyrti Brad. — Það kemur ekkert fyrir bilinn þinn hérna, ekki frekar en væri hann i bilskúr föður þins. Enn einu sinni leit Merry til drengjanna og svo yppti hún öxlum. —Jæja, hann er svo sem tryggður, sagði hún kæruleysislega. Svo vék hún sé að Andreu. — Hvar er annars stofan hans Steve? Hann hlýtur að vera genginn af vitinu, að vilja hafa stofu hér á þessum hræðilega stað. Andrea sneri sér að Brad og gaf honum til kynna, að þau skyldu fara. Þau gengu upp tröppurnar. Þegar þau komu að dyrunum, sem lágu inn að litlu biðstofunni hans Steve nam Andrea staðar og benti Merry hvert skyldi fara. — Jordan læknir verður kominn hingað klukkan fjögur, sagði hún kurteislega. Merrý hafði greinilega brugðið við að sjá sjúklingana þrjá sem biðu á biðstof unni. Þarna var maður með brotinn handlegg. Umbúðirnar voru rifnar og óhreinar. Einnig beið horað barn með stór augu. Það var með umbúðir um fót- inn, Loks var þarna kona, sem hélt á litlu barni sem grét hástöfum. — Uff, sagði Merry og hörfaði aftur á bak, eins og þessi sjón hefði valdið henni ógleði. Hún snerist á hæl i dyrunum og sagði: Ég get ekki beðið hér. Andrea sagði þá lágum rómi: — Vildirðu koma inn til min og biða þar, ungfrú McCull? ers? Hún opnaði dyrnar og vék til hliðar. Merry gekk varlega inn fyrir, og starði á það sem fyrir augun bar. Henni létti greinilega mikið, þegar hún sá, að hér var allt hreint og þrifalegt. — Nú þetta er heldur skárra sagði hún, og gekk inn i dagstofuna með Andreu og Brad á hælunum. — Getur verið, að þú búir hér i raun og veru? spurði Merry og sneri sér að Andreu, um leið og hún veifaði út hendinni, i áttina að gangin- um,biðstofu læknisins og sóðalegum stiganum. —Ég skil ekki, nvernig þú getur gert það. — Ég hef aldrei átt að venjast neinum glæsi- höllum, sagði Andrea kuldalega. — Ég býst heldur ekki við, að maður sakni þess, sem maður hefur ekíri kynnzt. — Þetta er nú svo sem ekki sem allra verst hér, sagði Merry og horfði með nokkurri viður- kenningu i kringum sig i ibúðinni. — Ég gæti hins vegar trúað þvi, að aumingja vesalings Steve geti ekki afborið þetta. — Ég geri ráð fyrir, að hann sé hér vegna þess að hann vill það sjálfur, sagði nú Brad. — Ég er handviss um, að enginn hefur neytt hann til þess að koma hingað. — Nei, auðvitað ekki, sá elsku kjáninn sá. Pabbi var miður sin af reiði, þegar Steve yfir- gaf hann, svaraði Merry, og hálfhló um leið. — Og það er sannarlega eitthvað að sjá, þegar pabbi er ofsareiður. — Afsakið mig svolitla stund, sagði nú Andrea. —Ég ætla að hita te handa okkur. — Á ég ekki að hjálpa þér eitthvað, sagði Brad, milli vonar og ótta. Andrea brosti bara til hans. — Þú verður hér kyrr og talar við ungfrú McCullers, svaraði hún. —Ég verð ekki nokkra stund. Þegar hún gekk eftir litla ganginum að eld- húsinu heyrði hún Merry segja: — Hvað i ósköpunum gerir þú á þessum hræðilega stað Brad? — Ég kenni i félagsmiðstöðinni, sem er rekin við sjúkraskýlið, heyrði hún Brad svara. — Ég kenni iþróttir, smiðar og hvað svo sem er sem gæti komið þessum börnum hér i nágrenninu til góða og komið i veg fyrir að þau hangi öllum stundum á götunni. — Ég gæti imyndað mér að það tæki á taug- arnar, sagði Merry mjúklega. — Þetta er eins og hver önnur vinna, svaraði Brad stuttaralega. — En þú hlýtur að hafa einhverja menntun. Ég á við, að þú hljótir þess vegna að geta feng- ið betra starf á betri stað. ~i i »•„ r~ "*i'é Qs% 2> n

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.