Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 08.03.1981, Blaðsíða 13
9. kafli Tómas, sonur minn Næstu dagar voru einstaklega ánægjulegir. Veðrið var yndislegt, hægviðri, glaða sólskin og heiður himinn. Og alltaf gerðist eitthvað nýtt á hverjum degi, að minnsta kosti fannst Tomma það. En þeir, sem áttu að fylgjast með honum, voru ef til vill ekki alveg eins ánægðir, þvi að Tommi var hinn mesti órabelgur og eins og fugl á kvisti. Og oft og tiðum var hann kominn þangað, sem sizt skyldi. Annars var það engan veginn af neinum ásetningi, að Tommi reyndist fremur erfiður og fyrirferðarmikill. Ástæðan var einfaldlega sú, að drengurinn var mjög áhugasamur, at- hugull og forvitinn, og fann þvi upp á ýmsu, sem siður skyldi. ,,Látið drenginn alltaf hafa eitthvað að starfa,” sagði pabbi, ,,þá gengur allt vel. Hann er svo athafnasamur, þessi órabelgur okkar.” Og óli matsveinn lét hann flysja kartöflur, bátsmaðurinn lét hann hreinsa þilfarið og þernurnar báðu hann um ýmiss konar aðstoð. Og Tommi neitaði aldrei ninu, sem hann var beðinn. Hann hafði svo mikla ánægju af þvi að starfa. Á kvöldin sofnaði hann strax eins og steinn, en á morgnana spratt hann upp eins og stálfjöður og var jafnfús til starfa á ný. ,,Ég verð að viðurkenna, að ég fagna þeim degi, þegar við komum til Afriku,” sagði pabbi. „Já, ég tek undir það”, sagði Óli matsveinn og andvarpaði. ,,í gær tók hann i sundur alla kjötkvörnina mina, til að sjá, hvernig hún væri að innan”. „En gat hann þá komið henni aftur saman?” spurði pabbi. „Nei,” andvarpaði Óli matsveinn, „og ég ekki heldur. — Er annars nokkur, sem veit, hvar þessi órabelgur er nú niður kominn?” „Ég hef ekki minnstu hugmynd um það,” sagði pabbi. ...En Tommi var einmitt, rétt i þessu, á leið niður i vélasali skipsins. Hann haföi i rauninni aldrei rannsakað þá neitt að ráði, aðeins horft þangað niður. Hávaðinn, sem barst þaðan, hafði verið mjög mikill, og einnig hræðilegur hiti. Hann hafði þvi tæpast þorað að fara þang- að. En nú var hann ákveðinn i að gera það, Ólik- legt var, að það gæti verið mjög hættulegt. „Halló!” kallaði hann hástöfum niður til vél- stjórans, sem nú var á verði. „Mig langar til að skjótast niður og hitta þig.” „Já, komdu bara,” sagði vélstjórinn, -en farðu varlega i stiganum.” „Ágætt!” sagði Tommi og ætlaði strax að fara niður i flýti. En hann var svo óheppinn að renna til á oliu, i efstu riminni, og hrapa alla leið niður á gólf,, með braki og brestum. „Hamingjan góða!” sagði vélstjórinn og reisti Tomma á fætur. „Ertu i svona miklum önnum, drengur minn?” „Ég varaði mig ekki á oliunni,” sagði Tommi og neri á sér bakið. Auk þess hafði hann hruflazt töluvert á handleggjunum og skorizt nokkuð á öðru hnénu. „Ekki ertu nú alveg útlærður enn þá i jafn- vægislistinni,” sagði vélstjórinn. — „Hvað eig- um við annars að gera i þessu slysamáli þinu, karlinn?” „0. o, þetta er ekkert alvarlegt,” sagði Tommi borginmannlega. En vélstjórinn hringdi nú samt til Halla há- seta, sem kom strax og fór upp með Tomma. Þvi næst hreinsaði hann skrámur drengsins og bjó um sárið á hnénu eftir beztu getu. „t rauninni hefði þurft að sauma það sam- an,” sagði Halli alvarlega. „Sauma saman,” vældi Tommi, — „finnst þér ég kannski vera einhver tuskubrúða?” „Það er bezt, að þú farir upp til skipstjórans, svo að hann geti litið á sárið,” sagði Halli. Tommi staulaðist upp til hans, og pabbi leit á sárið. „Jæja, fór þá svona fyrir þér, karlinn,” sagði hann, — „ég held við látum plástur nægja á þetta. En ef þú verður ekki gætnari, góði minn héðan i frá, neyðist ég til að hafa þig inni i læst- um klefa. Er þér að fullu ljóst, hvað ég var að segja?” „Já, ég heyrði vel til þin,” sagði Tommi. „En, — en þú sagðir aldrei, að ég mætti ekki fara þangað.” Já, pabbi varð að játa það. En hann kvaðst ekki geta munað alla þá staði, sem væru hættu- legir fyrir litla drengi i stóru skipi. „í rauninni eru þeir alls staðar, Tommi,” bætti hann við að lokum. Þvi næst gekk Tommi rólega niður á þilfarið, nema staðar og leit i kringum sig.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.