Heimilistíminn - 22.03.1981, Side 1

Heimilistíminn - 22.03.1981, Side 1
Ef þið viljið breyta út frá venjunni getið þið búið til þetta griska ólifubrauð i staðinn fyrir að baka köku, og berið það svo fram með kvöldkaffinu. 1 brauöiö þarf 50 grömm af geri, 1/2 litra af volgu vatni (37 stiga heitu), 2 1/2 tsk salt, 1 dl olivuolia, 2 egg ca 16 dl hveiti. Fyllingin i brauöiö er þessi: hundraö og fimmtiu grömm af smurosti meö hvitlauksbragöi, 1 dós af olifum (140—150 grömm). Brauöiö er penslaö utan með eggi. Látið gerið leysast upp I volga vatninu. Þeytiö siöan saman viö þaö salti, olfu og eggjum. Hnoðið hveitinu saman við smátt og smátt. Hnoðið deigiö vandlega. Stráið hveiti yfir og látið deigið til hliðar og leyfið þvi að hefast þar til það hefur tvöfaldaö stærð sina. Takið deigiö fram á ný og hnoðið það vandlega á hveitistráðu borði. Takið helminginn af deiginu og fletjið út i langa köku. Smyrjið hvltlauksostinum yfir og leggið ólifurnar ofan á. Rúllið deiginu saman og búið til kringlu. Ef þið viljiö ekki nota hvitlauksost- inn innan f rúlluna getið þiö notaö ein- hvern annan ost og til dæmis smátt skorna skinku. Or afgangnum af deiginu getið þið búiö til rúnnstykki, eöa ef þið viljiö heldur getið þið búið til aöra kringlu. Einnig má hafa kringluna mun stærri og nota í hana allt deigið. Gri'ska kringlan úr helmingi deigsins á að nægja handa átta manns.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.