Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 4
Missti handlegginn og vinnur nú að þvi að hanna Gervihandlegg með tilfinningu Mikill fjöldi fólks veröur á hverju ári fyrir alls konar slys- um og missir handleggi eöa fót- leggi. Sumt þetta fólk fær gervi- limi/ en þeir gera þó aldrei sama gagnog handleggurinn eða fótur- inn/ sem af fór. Einn þeirra, sem orðiö hefur fyrir þvi aö missa handlegg er Roy Davis, 24 ára gamall stúdent, sem stundar nám viö Vir- ginia Polytechnic Institute og State Uni- versity i Balcksburg i Virginiu I Banda- rikjunum. Hann varð fyrir slysi, og þegar hann vissi, að hann myndi aldrei geta notaö handlegginn aftur, kraföist hann þess aö læknar tækju hann hreinlega af sér. Nú hefur þessi ungi maður fengið gervi- handlegg, sem hann bindur miklar vonir viö. Handleggurinn hefur „tilfinn- ingu”! — Ég vona að þessi nýi útbúnaöur Roy Davis er aö hella upp á könnuna meö „tilfinninga” handleggnum sinum. Nú þarf hann ekki aö óttast aö brjóta bolla eöa glös, eins og hann geröi gjarnan, þegar hann notaöi klóna á gamla gervi- handleggnum. A eigi eftir að koma mörgum til góða, eins og hann hefur þegar gert mér, segir Roy. Dr. Daniel Schneck forseti verkfræöi- deildar skólans, þar sem Roy stundar nám hefur tekið þátt i þvi að búa til þennan tilfinninganæma gervihandlegg. Hann segir: — bessi handleggur er svo sannarlega fremri öllum öðrum gervi- handleggjum, sem hingað til hafa komiö á markaðinn. — Nú munu menn, sem misst hafa handlegg i fyrsta skipti i raun og veru fá tækifæri til þess aö finna og skynja hluti en þaö gerist með tilkomu vökvafylltra fingra sem senda skilaboð til heilans á svipaðan hátt og mannshöndin sjálf gerir. Roy Davis hefur sýnt mikinn kjark og áræöi. Þegar hann var 18 ára gamall varö hann fyrir slysi i heimabæ sinum Blacks- burg. — Þegar læknarnir sögöu mér, aö ég ætti aldrei eftir að nota handlegginn aftur sagði ég þeim að taka hann af, segir Davis. 1 mörg ár gerði hann tilraunir með aö nota gervihandleggi meö krók og klemm- um. Handleggirnir voru settir á hann um alnbogann. — betta var allt heldur vonleysislegt, sagði Davis. — Þessi tæki voru til litils gagns. Ef ég tók upp egg, fint postulin l ■ eöa glös átti ég á hættu að mölbrjóta meö króknum. Maöur hafði ekki nokkra til- finningu fyrir þvi, hversu harkalega maður tók á hlutum. Aö lokum gafst Davis upp viö aö nota þessa gervihandleggi og haföi sætt sig viö að geta nú ekki notað nema sinn eina heila handlegg og höndina á honum. Dag nokk- urn hitti hann Schneck og fór að ræöa máliö viö hann. Davis hafði nefnilega fengiö mjög merkilega hugmynd. — Ég spuröi, Schneck hvort mögulegt væri aö koma fyrir vökva innan i gervi- handlegg, og þessi vökvi gæti siðan flutt boö til heilans, sem ekki var hægt aö reikna meö að krókurinn á venjulegum gervihandlegg gæti nokkru sinni gert. Það fór svo, aö dr. Schneck settist viö teikniboröið og fór aö hanna nýja gerö gervihandleggja. Schneck hafði reyndar endur fyrir löngu unnið að hönnun og gerö gervilimahjá New York University i New York og haföi þess vegna töluveröan áhuga á málinu. Og nú útskýrir Schneck fyrir okkur, hvernig tilfinningaboö berast heil- anum: — Venjulega berst tilfinning af snertingu eftir taugum, en merkin berast þó fyrst meö vökva sem er i fingrum manna, og vökvinn hefur áhrif á taug- arnar. Viö ákváöum, aö eins ætti vökvi i gervifingrum Roys að geta sent frá sér rafboö, sem segöu til um þaö, hversu mikill kraftur færi i átak hans. Notaðar voru alls konar oliur og raf- eindaskynjarar og öllu var þessu komiö þannig fyrir, að þaö tengdist vöðvum á öxlum og baki Roys. Loks tókst að koma þessum búnaöi öllum fyrir i alúminium- handlegg, sem aöeins vegur tvö pund, og fremst á þessum handlegg eru tveir fingur með „tilfinningu”. — Enn sem komiö er, er tilfinningin ekki sterkari en svo, aö ég gæti eins veriö meö þykkan vinnuhanzka á höndunum, þegar ég er aö handfjalla hlutina segir Davis. — En viö vonumst til þess aö geta náö lengra i gerö „tilfinningafingranna” Meö sérstökum vibrator, sem komið væri fyrir á öxl eða baki mætti auka tilfinning- una, og þá fyndi maður með hversu mikl-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.