Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 22.03.1981, Blaðsíða 6
Það er sunnudagsmorgunn, og menn og dýr að vakna til lifsins á stórum búgarði i Kali- forniu. Við malarveginn, sem liggur að búgarðinum má sjá tvær ungar konur, sem eru að sópa ryki af fil, og til þess nota þær trjágreinar. Fillinn situr svo að konurnar nái betur upp á bakið á honum. Nokkru síðar stendur fillinn upp og kon- urnar taka til við að þvo honum um fæturna. Það gera þær með þvi að sprauta á hann vatni úr langri garðslöngu. Skammt frá, undir stóru og fallegu tré, eru hjdn a6 glíma viö björn, sem ber nafn- iö Pooh. Pooh er greinilega duglegri i gli'munni en hjónin og fellir þau til skiptis. Nokkru fjær stendur fólk i langri röö. Þaö er þarna komiö til þess aö læra aö leiöa Sultan, fjögurra ára gamalt Bengaltigris- dj>r. Og hvar skyldum viö svo vera stödd, nema á bilgaröinum Gentle Jungle.heim- ili um 500 dýra, sem eru bæöi villt og tamin, en dýr þessi hafa komiö marg- sinnis fram i kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Ástin og umhyggjan, það sem máli skiptir Á laugardögum og sunnudögum eru haldin námskeiö hér á búgaröinum þar sem fólk lærir, hvernig koma á fram viö dýrin. Fólki er kennt, aö þaö sem mestu máli skiptir i samskiptunum viö dýrin, er ástin og umhyggjan og aö skapa gagn- kvæmt traust manna og dýra. f hverjum bekk, eöa námshópi eru 16 neniendur. Þeir læra aö hugsa um, stjórna og þjálfa dýrin, sem flest hver eru i raun villidýr eins og til dæmis ljón, tigrisdýr, birnir, filar og fuglar, snákar og sitthvað fleira. Þetta er ekki skóli fyrir veimiltitur. — Þaö hefur opnazt fyrir mér algjör- lega nýr heimur, segir Shawn Gruskoff frá Santa Monica i Kaliforniu. Hún er Ijósmyndari, sem hefur i hyggju að hefja störf sem aðstoðarmaður viö gerö dýra- myndar, aö námi loknu á dýrabú- garöinum. — Maöur lærir hér sitthvað um sjálfan sig og innri styrk. í byrjun var ég mjög hrædd, vegna þess að ég vissi eöa hélt að dýrin gætu meitt mig. Þegar maður hefur lært undirstöðuatriðin i þolinmæöi og ástúð, hættir maður aö hugsa svona. Ég er nú samt enn svolitið hrædd viö filana, af þvi aö þeir eru svo stórir. Viö lærum svo vel aö skilja dýrin og þykja vænt um þau. Og svo má nota þaö sem hér lærist úti i llfinu sjálfu. Ralph Helfer er 49 ára gamall, og hann hefur evtt 30 árum ævi sinnar i aö fylgjast Þau temja dýr fyrir kvik- mynda- leik meö ogþjálfa villtdýr sem menn hafa náð til sin. Við þjálfun dýranna beitir hann einungis hlýju og ást, en ekki svipum, keðjum eöa byssum, eins og lengst af hefur verið gert þegar villt dýr hafa verið tamin. Helfer er upphafsmaður aö þjálf- unarskólanum, sem hér var getið um aö framan. Hann tók fyrst til starfa 1965. Þá var skdlinn starfræktur á búgaröi Helfer og konu hans Toni, rétt fyrir noröan Los Angeles, en búgarðurinn var lagöur i rúst i miklum flóöum, sem þarna komu árið 1969. 2000 hafa útskrifazt Helfers-hjónin létu ekki þetta áfall stöðva sig, heldur tóku til viö upp- bygginguna á nýjan leik, og nú á öðrum staö. Nánar til tekiö um 80 kilómetra austan viö Los Angeles-borg. Or þjálf- unarskóla þeirra hafa til þessa útskrifazt um 2000 nemendur. Margir hafa þeir snúiö sér að dýraumhirðu eftir aö hafa gengið I skóla Helfers-hjónanna. Námiö tekur 22 vikur og skiptist i þrennt. 1 upphafi ætluöu Helferé-hjónin sér aöeins aö þjálfa fólk, sem sjá átti um dýr, sem notuð eru i' kvikmyndum og I gerð sjón- varpsþátta. Nú er hins vegar svo komið, aö i' skólann koma bæöi menn og konur, sem áhuga hafa á dýrum og vilja læra betur meðferð þeirra en annars staöar er hægt. Fólki finnst það færast nær náttúr- unni við þaö aö ganga i þennan dýraþjálf- unarskóla. — Hingaö koma tvær manngerðir, segirToni Helfer, en hún hefur þjálfaö og hugsaö um dýr, og unniö sem staögengill i kvikmyndum frá þvi hún hitti og giftist Helfer fyrir 18 árum. — Það er fólk, sem vinnur aö dýrarannsóknum, og i þjóö- görðum og einnig fólk, sem vinnur fyrir dýralækna, eöa viö gerö kvikmynda, þar sem dýr koma fram. Svo eru það hús- mæöur, sem ekki ætla að fara aö vinna fyrir sér meö þeirri þekkingu, sem þær ávinna sér hér, heldur langar aðeins til þess aö komast eitthvað frá heimilinu og út úr hversdagsleikanum. Fólk virðist njóta þess aö komast út I náttúruna og fá aö umgangast dýrin, nú þegar spenna og æsingur ræöur viöast hvar rikjum. í fyrsta hluta námsins kynnist fólkiö villidýrunum, meðferð þeirra og aöal- undirstööuatriöum I aö þjálfa dýr meö ástúö og hlýju einni saman í öðrum hlut- anum læra nemendurnir að fást viö dýrin og glfma viö þau, og hvernig þeir eiga að bregðast viö, ef dýrin ráöast á þá. í þriöja hluta er framhaldsþjálfun dýranna tekin fyrir og sérhver nemandi fær sitt ákveðna dýr að vinna meö. Debby Corrin er kennari. Hún er komin aftur til húgarðsins til þess aö vinna þar sjálfboöaliðsstörf. Hún segist hafa getaö notfært sér ýmislegt, sem hún hefur lært I dýratamningunni við kennslu i fimmta og sjötta bekk barnaskólans, þar sem hún kennir. Hún hefur komið meö nemendur sina út á búgaröinn, — vegna þess aö þeir fá ekki tækifæri til þess að sjá eöa gera neitt þessu likt, þótt þeir fari I dýragarð. Það er t.d. svo stórkostlegt, aö fá aö kljást viö tigrisdýr. Tigrisdýr, óllk öörum villiköttum, heilsa fólki á mjög einstæðan og vingjarn- legan hátt. Þau púa hálfvegis framan i gesti. Og þá veröur fólk aö púa framan I þau á móti. — Ég minnist þess, þegar tigrisdýr púaði svona framan I mig I fyrsta skipti, segir Tcni. — Þaö var tigrisdýrirð Patty. Ég púaöi, og Patty púaöi, og ég þorði ekki aö hætta aö púa. m-----------------------► 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.