Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 4
A leið til hrygningarstöðvanna, fram hja öllum hindrunum Jafnvel straumharðasta fljót getur eKKi stöðvað fiskinn á leið hans til hrygningar- stöðvanna. Svo virðist hinsvegar sem til sé ein óyfirstiganleg hindrun, sem engin fiskistorfa getur sigrast á. Það eru stiflur gerðar af mannahöndum. Eitthvert athyglisverðasta starf á sviði verkfræði er að hjálpa fiski framhjá virkjunarmannvirkjum. Slikt krefst ekki aðeins nákvæmrar þekkingar á lögmálum vatnsaflsfræði og á byggingarverkfræði heldur og sámvinnu við liffræðinga. Þetta er skýringin á þvf, hvers vegna forystu- stofnanir á sviði liffræði eins og Liffræöi- stofnun innri vatnasvæða og Severtsev dýraþróunar- og vistfræðistofnunin, sem báðar starfa á vegum Visindaakademiu Sovétrikjanna, eru þátttakendur i hönnun fiskvega og fiskistiga. Hönnunarstofnun vatnamannvirkja hefur fundið upp nýja gerð fiskivega, fiskigirðingar og tilbúnar hrygningar- stöövar, Þegar hafa verið teknar i notkun fiskivegaflóðgáttir við Kotsjetov-vatns- orkuverið i Don. Boris S. Malevantsjik, verkfræðingur, aðalsérfræðingur Hydro- project á sviöi vatnsaflstækni, segir, að hönnun þeirra taki mið af sérstákri hegðun fisksins, en staðfesting flóðgáttanna var ákveðin eftir rannsókn á dreifingu fisksins á belti vatnsorkuvers- ins. Um milljón fiska gengur árlega sem hrygna i Donfljóti, framhjá þessum mannvirkjum. Þarna er m.a. um að ræða styrju, geddu og aborra. Gagnaúrvinnsla sérfræðinga sýnir, aö um 65% af styrj-4 unni, sem gengur upp að virkjunarmann- virkjunum, ratar i gegnum flóðgáttir 4 fiskivegarins. Fiskivegaflóðgáttir, sem hannaöar voru af þessari stofnun, hafa einnig verið reistar við Nikolajevorkuverið, við mynni Volgu og við Fjodorovorkuverið i Kubanfljóti. Engu að siður á fiskurinn oft erfitt með að finna opið á fiska „réttinni”, þar sem stiflur orkuveranna eru langar, enda er það aðeins 8—10 betra breitt. Þess vegna hafa sérfræðingar Hydroproject hannað hreyfanlega fiska,,rétt”. Fiskurinn er laðaður að henni með mótstraumi, sem búinn er til með dælum. Fiskurinn, sem lætur stjórnast af eðlishvöt, velur þá leið sem liggur að fiska,,réttinni”. Með hjálp hvatningartækja er hann siðan fluttur þaðan yfir i flotgáma, sem flytja „farþega” sina yfir i miölunarlónið. „Nerest”, fyrsta fiska-flot„rétt”, var smiðuð áriö 1978 hjá Mangalskipasmíöa- stöðinni fyrir fiskiræktarstöð Riga-vatns- orkuversins. Það er aöeins helmingur starfsins, sem flest i þvi'að greiða fiskinum leiðina, sem liggur að hrygningarstöðvum hans. Vatnsmiölunarlón flæða reglulega yfir hrygningarstöðvar, þannig að fiskurinn hefur engan stað til þess að hrygna á. Samvinna verkfræðinga og fiskifræðinga á vegum stofnunarinnar leiddi til þess, að búnar voru til nýjar hrygningarstöðvar, sem nú er verið aö prófa við náttúrulegar aðstæður. Þótt fiskarnir láti fátt aftra sér á leiö til hrygbingarstöövanna, er þessi stifla þeim óyfirstiganieg hindrun.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.