Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 7
Þrítugustuog aöra hverja minútu er maö- ur drepinn i Banda rikjunum, og til þess notuö skammbyssa. Margir vilja þvi láta setja strangar reglur um vopnaeign jjllj Ronald Reagan, sem tók við embætti forseta 20. janúar siðast liðinn er heiðursfélagi NRA og yfirlýstur andstæð- ingur strangari reglna um vopnakaup. Sama er að segja um republikanaflokkinn sem slikan, sem nú á meirihluta þing- manna i öldungadeildinni. Reagan og flokkur hans' vill hins vegar setja strangari reglur um refsingu þeirra, sem beita vopnunum á ólöglegan hátt eða fremja morð. Til öryggis hefur republikanaflokkurinn sett fram sem baráttumál sitt að hann muni vinna gegn öllum tilraunum til þess að hefta með lagasetningu aðgang borg- aranna að skotvopnum. Enginn veit fyrir víst, hversu margir i raun og veru eiga byssur i Bandarikjunum, en yfirvöld telja, að það séu að minnsta kosti 50 milljónir löglegra og ólöglegra byssa i umferð. Mjög auðvelt er að útvega sér skotvopn i Bandarikjunum, ef miðað er við, til dæmis á Norðurlöndum, hvort sem maður vill gera það á löglegan eða ólöglegan hatt. Svartamarkaðssala á skotvopnum er fjörpg. 1 mörgum rikjum Bandarikj- anna er hægt að kaupa og selja skotvopn áfullkomlega löglegan hátt. Það nægir þó ekki NRA, sem reynir aö fá öllum höftum rutt úr vegi. 1 borgum á borð við New York og Washington DC hafa yfirvöld sett strangar reglur um vopnakaup. En til hvers er það, þegar t.d. ibúar Washington geta farið yfir til næsta rikis, Virginiu. Þar má fá alls konar byssur, allt frá perluskreyttum smábyssum i svokallaða Saturday night special, sem er einnig smábyssa, sem kostar 20 dollara. Kaupandinn þarf aðeins að sýna fram á að hann sé búsettur i' Virginiu. Ekki tekur nema hálftima að fá sér ökuskirteini með Virginiu-heimilisfangi. Það kostar ekki nema tiu dollara, svo ekki ætti það að vefjast fyrir mönnum. Margir byssu- kaupmenn hafa lika meiri áhuga á að selja vopnin, heldur en að grafa upp, hvar kaupandinn býr i raun og veru. Það er þvi ekki að ástæðulausu, sem Virginia er kölluð vopnabúr Austur- strandarinnar. Viðkvæm spurning Spurningin um það, hvort hert verði á vopnasöluleyfum og heimild til þess aö kaupa vopn er mjög viðkvæm, og einnig pólitisk. Frjálslyndir stjórnmálamenn á borð við Edward Kennedy hafa hvaðeftir annað reynt að fá sett lög, sem herða á vopnaeftirlitinu, en andstæðingar þeirra meðal ihaldssamra republikana og demo- krata hafa verið þvi mótfallnir. Jimmy Carter forseti komstfljótlegaað raun um, að ekki yrði hægt að koma á miklum breytingum varðandi vopnavið- skipti þessi með lagasetningu. NRA hefur lagt hundruð þúsunda doll- ara af mörkum i kosningasjóöi þing- manna oghefur mikil áhrif á það, sem fer fram i þingsölunum, þótt á bak við tjöldin sé. Samtökin hafa lagt á það áherzlu, að verði sett strangari lög um vopnaburð og vopnaeign en nú eru i gildi skerði það per- sónufrelsi manna. Bandarikjamönnum finnst i raunipni ekkert sjálfsagðara en að þeir fái að eiga þau vopn, sem þeir sjálfir kjósa, til þess að verja sig og sina. Má rekja upphaf þessa hugsanaháttar aftur til daga frum- byggjanna, þegar nauðsynlegt var hverj- um manni að geta varið sig af eigin rammleik gegn óvinum sinum. 1 banda- risku stjórnarskránni er að finna ákvæði um rétt fólks til þess að bera vopn — þess- um ákvæðum hampar NRA mjög. Menn eru þó ekki sammála um það, hvernig túlka á þessi ákvæði stjórnar- skrárinnar. NRA heldur þvi fram, aö þar sé komin staðfesting á rétti hins almenna borgara til þess að eiga vopn. Andstæð- ingarnir segja, aðákvæðin hafi verið sett til þess að leyfa þjóðvarðliðinu að bera vopn, en það var sett á fót i rikjunum til að verja borgarana ef á þyrfti að halda. Þá halda NRA-menn þvi fram, aö ekki séu það byssurnar, sem drepi fólk, heldur mennirnir, sem þrýsta á gikkinn. Þess vegna segja þeir, að allt eins megi banna fólki aö kaupa og bera hnifa, sveöjur og annað álika, sem notað er, þegar fólk er drepið. Pete Shields, formaður Handgun Con- trol Inc., segir að greinilegt samband sé á milli morðanna og fjölgun vopna I al- mannaeign. A hverju ári eru framin um tiu þúsund morö i Bandarikjunum, en þar við bætist svo að milli eitt og tvö þúsund manns láta lifiö af voðaskotum árlega. Auk þess frem ja svo um 10 þúsund manns sjálfsmorö með byssum sinum á ári hverju. Þá sýna skýrslur, að mestur hluti dráp- anna er framið innan f jölskyldunnar eða i vinahóp — og oft á tiðum má rekja ástæö- urnar til ofneyzlu áfengis eða þá til þess að fólk hefur sleppt sér af reiði. — Þegar svo aö segja annar hver maður hefur byssu undir höndum verður ósköp einfalt að fremja morðeða drepa fólk, segir Pete Shields. En þaö er sem sagt ekki meirihluti þingmanna þvi fylgjandi aö herða reglur um vopnaburð og vopnaeign, og þvi verð- ur það framvegis sem hingað til eðlilegur hluturhverjum Bandarikjamanni aö vera með hlaðna skammbyssu i náttborðs- skúffunni. Þfb 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.