Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 29.03.1981, Blaðsíða 9
leita strax að umboðsmanni. Hjónin voru honum þakklát fyrir bæði þessi ráð. Um- sagnirnar um þau hafa verið þokkalegar. Með aðstoð Dubé Takin ballett-umboðsins hefur þeim tekizt að fá nóg að gera á sínu sviði. Þegar þau hurfu frá Bolshoi sagði einn fyrrverandi starfsfélagi þeirra: — Það líkaði hvort eð er engum við Kozlov. Þau halda því fram, að KGB-menn hafi neytt manninn til þess að gefa þessa yfirlýsingu en hvað sem þvi liður hafa þau orðið að leggja hart að sér til þess að sannfæra menn á Vesturlöndum um ágæti sitt sem dansara. Mikil samkeppni er á þessu sviði og taugaspenna. Þau hafa lika unnið eins og hundar, aö sögn umboðsmannsins. Nokkur munur mun vera á eðli balletts- ins í Sovétrikjunum og i Bandarikjunum, og hefur það eflaust ekki gert þeim lifið léttara. — Valentina er meiri listamaður, segir dansasmiðurinn Luk de Layress, — en Leonid byr yfir meiri tækni. Þau hafa svo næstum of mikinn lifsþrótt og kraft og dugnað til að bera. Annað er það sem ekki aflar þeim aukinna vinsælda meðal samstarfsfólksins. Það er, að þau krefjast svimandi upphæða fyrir að koma fram, og mun hærri en bandariskir dans- arar fá að jafnaði. Þó er sagt, að þau eigi það skilið sem þau fá fyrir starf sitt. Kozlov-hjónin hafa komið fram bæði saman og sitt i hvoru lagi i Bretlandi, Suður-Ameriku, Astraliu og viðs vegar um Bandarikin þetta ár, sem þau eru btíin að vera þar. Tekjur þeirra hafa gert þeim kleift að borga fyrstu afborgun af sex her- bergja hiísi í einu af Uthverfum New York, en húsið á að kosta 250 þúsund doll- ara. Meðal annarra auðvaldseigna sem þau hafa komizt yfir er glæsilegur bfll og myndsegulbandstæki sem kemur sér vel, þegar þau eru að æfa dansa sina. Reyndar má segja að hvorugt þeirra hafi liðið nokkurn skort á uppvaxtarárun- um i Moskvu, þar sem þau eru bæði fædd. Faðir Leonids, sem nU er látinn, var byggingaverkfræðingur, og sama er að segja um móður hans. Faðir Valentinu yfirgaf fjölskyldu sina þegar hUn var að- eins tveggja ára og móðir hennar, sem er tæknifræðingur hjá simafélagi hvatti hana til þess aö fara i barnaballett, þegar hUn var 7 ára gömul. HUn komst i Bolshoi- skólann niu ára og dansaði i fyrsta sinn i ballett af fullri lengd tólf ára að aldri. Leonid byrjaöi að læra dans 10 ára og var kominn i fremsta flokk Bolshoi- dansara þegar hann sá Valentinu þá 18 ára gamla á ferð með dansflokknum i Bandarikjunum árið 1973. — Karlmenn- imir voru mjög hrifnir af henni, og þar á meöal þekktur dansasmiður hjá Bolshoi. Tveimur mánuðum siðar giftu þau sig. — Mamma og systir min sögöu: — Þetta er allt of fljótt, segir Leonid. — En ég svaraöi. Ég er 26 ára gamall og tveir mánuðir nægja mér alveg. Valentina og Leonid hafa haldið sam- bandinu við fóðurlandið. Það má meðal annars sjá á simareikningunum, sem komast i' 250 dollara á mánuði og það þótt þau óttist hleranir KGB. - Ég á vini i Sovétrikjunum, sem ég hringi þó ekki til, segir Leonid, — vegna þess að ég veit að það getur valdið fólki erfiðleikum. Þau senda mikið af gjöfum heim til sin. Fram til þessa hefur Leonid sent systursyni sin- um þrjá kiirekabiíninga og systur sinni hefur hann sent gæruskinnskápu. Móðir hans hefur einnig fengið finan loðfeld frá syninum. Móðir Valentinu fékk senda gulley rnalokka. Dansararnir eru staðráönir i þvi’ að halda áfram að viða að sér veraldlegum verðmætum. Innan skamms kemur út bók um þau og einnig er verið að búa til kvik- mynd, sem byggistá lffi þeirra. Valentina kom ekki alls fyrir löngu úr dansferð til Astraliu, þar sem hún dansaði Onnu Kareninu. (—Þú kemur aftur, sagði Leonid við hana i striðnistóni. — Ég veit ekki svaraði Valentina. — Ég gæti svo sem hætt við það, ef ég heyri að þú sért farinn að haga þér eitthvað illa.) Svo eru þau að undirbúa sýningu á Svanavatninu. sem verður f Chile með vorirm Þegar þau eru heima hjá sér, eldar Valentina alls konar rússneskan mat eins og til dæmis salanka (súrkál, pylsur og skinka) og svo lfka uppáhaldsmat Leonids pylsur i pylsubrauöi. Þau hafa gaman af að hlusta á jazz og horfa á sjónvarpiö, t.d. myndir með Astaire og Rogers. Þá þykir þeim gaman að Grease og leynilögreglu- manninn Columbo kunna þau vel að meta. Valentina sækir rússnesku orþódox- kirkjuna reglulega og er þetta i fyrsta skipti frá þvi hún var barn, sem hún getur leyft sér það. Valentinu og Leonid langar til þess að eignast börn i náinni framtiö. — Ég vil eiga fimm eða sex börn segir Leonid, en Valentina mótmælir og segir: — Ó, nei ekki nema eitt eða tvö. Bæði dreymir þau um að fá f jölskyldu sina til sin frá Sovét- rikjunum og vonast til þess að yfirvöld leyfi ömmunum að flyt jast Ur landi. — Ef Valentina eignast barn, segir Leonid, — hver'veit þá nema Sovétstjórnin leyfi okk- ur að fá eina ömmu, — Kannski tvær, bæt- irValentina við. — Það væri skemmtilegt. Þfb 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.