Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 3
fullyrðingu á þennan veg: — Svona eru Frakkarnir. Mér er svo sem sama, hvað hann segir, en mig minnir, að þetta hafi nú verið öðruvisi. Bermuda-buxur (sem ná niður á hné) og stuttbuxur virðast einnig ætla að verða vinsælar, að þvi er segir i tizkufréttum frá Bandarikjunum. Fallegt er talið að vera i sokkabuxum innan undir buxunum og siðan i götu- sköm á daginn, og finum kvöldskóm við hátiðleg tækifæri. , 1 dag finnst engum neitt byltingar- kennt við þennan klæðnað, sem hér hefur verið drepið á. Reynið á hinn bóginn að setja ykkur inn i tilfinningar fólks, þegar þeir André Courréges og Yves Saint Laurent komu fyrst fram með stuttbuxur og buxnadraktir fyrir 20 árum. Fram til þess tima hafði ekki nokkurri konu dottið i hug að fara i sið- buxur nema þá i ferðalög eða annað á- lika. Furðulostnir dyraverðir á 4. stjörnuhótel visuðu lika nokkrum kon- um i buxnadröktum frá áður en slikur klæðnaður þótti við hæfi á jafnvel allra finustu stöðum og við hvaða tækifæri sem var. Nú er svo komið, að fátt eitt getur vakið athygli okkar furðu, eða fyrirlitningu, þegar klæðnaður er ann- ars vegar. Fleira er i tizku en mini-pils. Hér á siðunum sjáið þið nokkurs konar Kina- buxur úr langröndóttu efni og jakka við. Fellda pilsið er buxnapils, sem er mjög þægilegt, gefur konum frelsi til að hreyfa sig, en fer vel og er „fint” um leið. Púffermar og mittismjóar blússur fara vel við siðar buxur úr fin- um efnum. Þetta getur verið spari- klæðnaður fyrir þá, sem þetta fer vel á. Ef til vill fáið þið hér einhverjar hugmyndir að fötum, sem þið getið sjálfarsaumað, eða þið bregðið ykkur i bæinnog kaupið það sem þar er að fá. Þfb. orðnir leiðir á gömlu fötunum, bregða sér bara út i búð og kaupa eitthvað nýtt. Mini-tizkan er þó ekki talin verða eins alráð nú og hún var á árunum upp úr 1960. Ungu stúlkurnar, sem ekki voru komnar á giftingaraldur fyrir20árum bregða sér áreiðanlega i mini-pilsin að þessu sinni, en liklega verða mæðurnar ekki eins æstar nú og þær voru þá. Þær láta sér áreiðanlega nægja að særa rétt neðan af pilsunum. Mini-tizkan er ekki eins mikil bylt- ing i tizkuheiminum nú og hún var fyrr á árum. Þá deildu tizkuhönnuðirnir um það, hver hefði átt hugmyndina. André Courréges i Frakklandi sagði: — Ég var maðurinn, sem kom með mini-tizkuna. Mary Quant kom hug- myndinni aðeins á markaðinn. Og i. London svaraði l'ary Quant þessari 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.