Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 6
NBC með nýjan þátt um Önnu Frank „FORELDRAR VANMETIÐ EKKI TILFINNINGAR BARNA YKKAR” sagði Otto Frank faðir Önnu ^rank Um miðjan nóvember síð- astliðinn frumsýndi banda- riska sjónvarpsstöðin NBC nýjan sjónvarpsþátt um önnu Frank, Gyðingastúlkuna, sem bjó i tvö ár með fjölskyldu sinni uppi á háalofti i vöruhúsi i Amsterdam á meðan Nazist- ar leituðu Gyðinga með log- andi ljósi og fluttu þá burtu úr landinu og i útrýmingarbúðir i Þýzkalandi og víðar. 1 tilefni af frumsýningu sjónvarpsþátt- arins skrifaöi bandariskur blaöamaöur grein þar sem hann segir frá þvi, þegar fundum hans og Ottos Frank, föður önnu, bar saman fyrir nokkru. Frank er nú lát- inn, — Blóm morgundagsins blunda á fræj- um dagsins i dag, var saumaö út i púöa, sem lá á slitnum sófa i Birsfaden i Sviss. — Þetta var heimili Ottos Frank, fööur önnu. Þarna bjó hinn 91 árs gamli Otto, sem einn lifði af dvölina á pakkhúsloftinu i Ámsterdam og veruna i Auschwitzút- rýmingarbúðunum, sem fylgdi á eftir. Hann lézt i ágúst siðastliöinn á heimili sinu i einu af úthverfum Basel i Sviss. Þar heimsótti blaðamaðurinn hann fyrir tæp- um þremur árum. Ég hafði spurt hann hver væri þýðingarmesti boðskapurinn. sem lesa mætti i bók dóttur hans önnu. Hann benti á púðann. — Einn af aðdáendum önnu sendi mér þennan púða. Ég gleymi þvi aldrei, hvað á honum stendur, og enginn ætti að gleyma þvi, hvað þetta þýðir. Orðin á púðanum eru þessi: — Blóm morgundagsins blunda i fræjum dagsins i dag. 1 tvo daga ræddi ég við þennan hartnær niræða öldung og siðari konu hans, Fritzi. Hún hafði einnig dvalizt i fangabúðum Nazistaá striðsárunum. Eftir þetta sam- tal var mér ljóst við hvað gamli maðurinn átti. Hann trúði mér fyrir þvi, að jafnvel eftir að hafa þurft að láta fyrirberast i tvö ár á loftinu yfir búðinni i Prinsengracht CanalÍAmsterdam, hefði hann ekki þekkt dóttur sina sérlega vel. Það var ekki fyrr en hann fór að lesa dagbækur hennar, smásögur og bréf, sem björguðust úr ibúðinni, aö hann kynntist hinni „raun- verulegu” önnu Frank. ÞegarGestapo- mennirnir komu og náðu i fjölskylduna, eftir að einhver hafði komið upp um dvalarstaðinn, voru öllverðmæti hreinsuð burtu, en Gestapo-mönnunum hafði ekki þótt ástæða til þess að hirða blaða- og bókaruslið. Þess vegna bjargaðist dagbók önnu Frank. Dagbókin fannst siðar i pappirsruslinu og nú álita menn hana undravel skrifaða af þessum tilfinningarika og óvenju vel- gefna rithöfundi. Gera má ráð fyrir, að hefði litla stúlkan fengið að lifa til full- oröinsára hefði hún orðið mikilvirkur og virtur rithöfundur. Hugleiðingar hennar um lifið og tilveruna, eins og þær koma fram í skrifum hennar þarna á háaloftinu, hugleiðingar um heiminn og allt, sem i honum er, um það, hvernig hún breyttist i þroskaða konu, færðu Otto Frank heim sanninn um það, að dóttir hans hafði verið einstæð mannvera. — Aldrei datt mér i hug, að hún Anna min hefði verið að hugsa um svo alvar- lega hiuti, sagði hann. Frá þvi Dagbók önnu Frank var fyrst gefin út árið 1947 hefur hún selzt i 15 mill- jón eintaka upplagi svo að segja i öllum löndum heims. Samið hefur verið leikrit upp úr bókinni, og einnig kvikmynd, og sjónvarpsmynd, og nú siðast sjónvarps- myndin, sem NBC hefur látið gera. Þessi nýjasti þáttur er byggður á handriti upp- runalega leikritsins, sem þeir Frances Goodrich og Albert Hackett sömdu. Stjórnandi myndarinnar er BorisSagal og meö hlutverk önnu Frank fer Melissa Gil- bert, sém a'ú" r‘t" r*. þeVU-i. úv I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.