Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 7
varpsþættinum HtisiB á sléttunni, og éinnig hefur hún leikiö I The Miracle Worker. Maximilian Schell leikur Otto Frank af mikilli tilfinningu. Joan Plowright leikur móður önnu, og er leikur hennar sagður sýna óvenjulega dýpt. öll er myndin mjög nákvæm, en svolítið „blóðlaus”, eins og bandariskir gegnrýnendur orða það. Staðreyndirnar hafa allar verið teknar með, en einhvern veginn vantar i myndina tilfinninguna fyrir skelfingunum og hörmungunum, sem yfir fólkið dundu um þessar mundir. Það kemst ekki nægi- lega vel til skila i myndinni, að það var meira en ein litil fjölskylda, sem þjáðist, og þurfti að leita skjóls á pakkhúslofti. Verið var að útrýma heilli þjóð um þessar mundir. Vandlega er fylgt efni dagbókar- innar og fallega með það farið, en eldinn vantar, ef svo mætti aö orði komast. En snúum okkur aftur að Otto Frank. Hann trúði blaðamanninum fyrir því, að á vissan hátt hefði hann verið heppinn. Hversu margir feður hafa tækifæri til þess að eyða jafnmiklum tima og hann geröi með dætrum sfnum á uppvaxtar- árum þeirra? Hélt hann, að Anna hefði getað orðið mikill rithöfundur, hefði hún lifað? — Ég reyni ævinlega að losna við að svara spurningum sem þessari, sagði hannhnugginn i bragði. Margir spyrja: — Hefði hún orðið mikill rithöfundur? Hefði hún farið til tsraels? Heföi hún gifst Pétri? Enginn getur svaraö þessum spurningum. Til hvers væri lika aö reyna að svara þeim? Hún hefði svo sem vel getaö farið til Israels til þess að berjast þar með Gyðingununi, eftir að hafa öðlazt þá reynslu sem hún hafði af kreddum og trúarofstæki. Hún hefði llka vel getað farið til Bandarikjanna fyrst til þess ai stunda þar nám. Kannski nefði hún orðið mikill rithöfundur, en þó held ég að hún hefðifremurorðiðblaðamaöur. Astæðuna fyrir þvi að hún breyttist svo fljótt og svo snemma i mikinn rithöfund er að finna i kringumstæðunum, sem hún lifði I. — Þau tvö ár, sem hún lifði innilokuö á loftinu, breyttuhenni úr telpu i konu. Aður fyrr- hafði hún skemmt sér áskautum og leikið sér með öðrum litlum stúlkum, og hafði ekki hugsað neitt sérstaklega mikiö eða djúpt...að þvi er ég hélt. Otto Frank vill, að allir foreldrar skilji, að þeir mega ekki vanmeta hæfileika og getu barna sinna. Kvöld eitt ræddu ibúarnir á loftinu um þýðingu dagbóka fyrir söguna, og Anna endurritaði nokkuð af gömlu dagbókinni sinni eftir þetta og byrjaöi á nýrri bók. Sú staðreynd, og sömuleiðis þaö, eins og Otto gaf þær út sjálfur I fyrstu, er ef til vill meginástæðan fyrir öllum sögusögnunum um að dagbókin sé fölsuð. I Þyzkalandi hefur mikið verið rætt og ritað um það að dagbókin sé fölsuð. I Þýzkalandi hefur mikið verið rætt og ritaö um það að undanförnu, að dagbækur önnu Frank séu falsaðar, þar sem m.a. megi sjá I þeim kúlupennaleiöréttingar, en kúlu- pennar hafi ekki verið fundnir upp fyrr en eftir stríðið. Sem dæmi um þetta sagði Otto mér frá þvi, að I augnabliksæöi, hefði Anna skrif- að ljót og hörö ummæli um Þjóðverja. Hann sagðist hafa vitaö fyrir víst, að hún" hefði sjálf viljað breyta þessu, og sleppa Hinn raunverulegi Otto Frank (lengst til vinstri) og Anna Frank fyrir miðju. Hér að ofan eru Shell og Gilbert I hlutverkum slnum I NBC-útgáfunni af Dagbók önnu Frank. alhæfingu sem þessari, m.a. vegna þess að sjálf ætti hún góðan þýzkan vin. Þess vegna breytti hann þessu sjálfur. Þar að auki sagði Otto Frank mér nokk- uð, sem ég hefði aldrei heyrt eða lesið um: — Flest nafnanna I bókinni voru til- búningur. Anna haföi sjálf valið nöfnin, og þegar Otto talaði nú um þetta fólk, notaði hann meira að segja dulnefnin, sem Ánna hafði valið, fremur en raunveruleg nöfn fólksins. Anna hafði sjálf viljað kalla sig önnu Robin, en faðir hennar gat alls ekki hugsaö sér sjálfansigsem Otto Robin, svo hann breytti ættarnafninu aftur I Frank við útgáfu bókarinnar. Nú, þegar Otto Frank er látinn, eru upprunalegu dagbækurnar sem og önnur skrif önnu Frank, sem fundust á pakk- húsloftinu, i öruggri geymslu I bankahólfi I Basel. Sagnfræðingar munu eiga eftir að liggja yfir þeim ófáar stundir i framtíð- inni. — Þegar ég las um fráfall Ottos Frank fyrir nokkru tók ég aftur fram segul- bandsspólurnar, sem ég átti frá því fundum okkar bar saman, segir blaða- maðurinn að lokum. — Ég hlustaði enn einu sinni á þá miklu vizku, þessa gamla manns, sem eytt hafði lifi sinu eftir strlðið i að viðhalda minningunni um hina undra- verðu dóttur slna. Hann hafði notaö tim- ann til þess að ráðleggja foreldrum að vanmeta ekki tilfinningar barna sinna, og hann hefði reynt að kenna heiminum að hata minna og elska meira, og það sem þýðingarmest er, að reyna að fyrirgefa. —Þfb 7 ►

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.