Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 8
Konan var sköpuð úr rif- beini karlmannsins/ og hún hefur látið hann líða fyrir það alla tíð síðan. Ég fór úr axlarliðnum, þegar ég var að segja frá því hversu stór fiskurinn var, sem ég veiddi síðasta sunnudag. Hæfileikana hef ég, en ég er séní. Frelsið til að mega hlusta er oftar betra heldur en frelsið, sem veitir manni leyfi til þess að tala. Kona, sem talar allan lið- langan daginn, á skilið að eiga mann, sem hrýtur allar nætur. Ef þú vilt eignast vin, skaltu loka öðru auganu, en viljir þú halda honum, skaltu loka báðum augum. Mismunurinn á fréttum og slúðri liggur í því hvort þú segir frá eða hlustar á. Ef sérfræðingurinn þarf að sinna sjúklingi, sem þjáist af minnisleysi sendir hann honum reikn- inginn áður en meðferðin hefst. 8 FILIPPSEYJABÍL BYGGJA AFKOM Á KÓKOSHNETU — Kemur kókosmjölið okkar frá Filippseyjum? José er kókoshnetubóndi. Hann á sex hektara býli i útjaðri Tiaong, sem er ein af útborgum Manila á Filippseyjum. Tiaong er um 250 kilómetra frá Manila. Hér framleiðir José þurrkaða kókos- hnetukjarna (copra) og sitthvað annað úr kókóshnetunni, og nægir þetta honum nokkurn veginn til þess að framfleyta niu manna f jölskyldu sinni. Santos-fjölskyldan er einn hlekkurinn i keðju framleiðenda á Filippseyjum, sem starfa að útflutningsiðnaði þeim, sem færir landinu um milljarð dollara i tekjur árlega. Ef stjórninni tekst að gera draum sinn að veruleika á þessi útflutnings- iðnaður eftir að margfaldast og vaxa fram að aldamótum. Hvað vitum við hér á Islandi um kókos- hneturækt? Harla litið held ég. Reyndar þekkja flestir kókosmjölið góða, sem mamma notar i kökurnar sinar og haft er i alls konar sælgæti. Fyrir kemur að heil- ar kókóshnetur eru seldar hér i verslun- um. Innan i þeim er kókóskjarninn, sem mjölið er búið til úr, og einnig kókós- mjólk. Við hugsum vist ekki mikið um, að kókóshnetan er notuð til margra annarra hluta, en á það verður drepið hér á eftir. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla sér að bylta um kókosiðnaöinum i landinu og hafa þess vegna gert 40 ára áætlun. Sam- kvæmt henni á að gróðursetja geysilegan fjölda af nyjum kókospálmum á eyjun- um. Þeir eiga að koma i stað pálmanna sem fyrir eru, og margir hverjir eru komnir til ára sinna, og hættir að gefa eins mikið af sér og yngri plöntur gera. Gróðursetningin hófstá siðasta ári. Gróð- ursetja á græðlinga i 60 þúsund hektara lands á hverju ári fram til 1984. Nú verður gróðursett kókospálmaaf- brigði, sem reynst hefur vel á Filabeins- ströndinni. Stjórnvöld vonast til þess að kókoshnetuíramleiðslan geti fimmfaldast með tilkomu þessara nýju pálma. Þeir, sem hagnast af þessu beint, eru 500 þús- und ræktendur á borð við José, sem eiga og rækta kókosekrur, sem eru um 2.4 milljónir hektara. Hann Josó Santos klitVar i skyndi upp 1:! niotra liáan kókos- hnotupálmann sinn. Ilann (»r svo liðugur og lljotur, aó hann gerir öpunum skömm til. .losé l'innst þetta þó <‘kkert merkilegt, vefína þess aö þetta er atvinna hans. og hann hel'ur klifraó i kókos- pálmum frá þvi hann var harn. Ef árangurinn verður sá, sem til er ætl- ast getur José reiknað með að hafa ráð á að byggja betra hús íyrir fjölskyldu sina. Nú býr þessi niu manna fjölskylda i litlu þriggja herbergja húsi. Þetta er timbur- hús, sem einnig er gert úr þvi sem kallast nipa, en þaðer efniviður úr nokkurs konar bambusplöntu. Einnig mun José geta fætt fjölskylduna betur og klætt en nú er, og hann sér fram á að geta kostað barna- börnin sin i skóla, þótt börn hans sjálfs hafi ekki notið menntunar. Fyrir þjóðina i heild myndi aukningin hafa i för með sér, að Filippseyingar héldu áfram að vera stórveldi i kókoshnetu og copra-fram- leiðslu heimsins. Á mörgum stöðum i Asiu er kókospálm- inn kallaður „lifsinstré" vegna þess hve margvisleg not maðurinn getur haft af honum. Kókospálminn dafnar vel niður við sjóinn á lágri slrandlengjunni, og hann er fæðu uppspretta bæði fyrir menn ogdýr. Or honum ia menn timbur og ann- að byggingarelni. Kokospálmatrefjar <

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.