Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 9
4R USÍNA TtÆKT standast vel salt og vatn og eru þess vegna notaðar i kaðia, mottur, teppi og gUmmikvoðaða pUða, dýnur og jafnvel veggeinangrun. Skelina utan af kókos- hnotinni má nota i framleiðslu koia, sviþ- aðra viðarkolum. Það þýðingarmesta við kókospálma- ræktina er þó þurrkaði kókoskjarninn, copra, sem innan úr hnotinni fæst. Næst- um þrir fjórðu af copra-framleiðslu heimsins fara i framleiðslu á kókosoliu, sem notuð er á fjölbreytilegastan hátt i iðnaði. Kókosolia er til dæmis notuð við gerð alls konar hreinlætisvara, hár- þvottaefna og snyrtivara og einnig fer hún i framleiðslu á gerfigúmmii og i smur- olíur fyrir flugvélar. Filippseyingar eru stærstu kókoshnetu- framleiðendur i heiminum, og framleiða um 70% af heildarframleiðslunni. Nær þriðjungur þeirra 45milljóna manna, sem eyjarnar byggja, hefur afkomu sina af kókoshneturæktuninni, verslun með hana og við iðnað tengdan þessari framleiðslu. Kókoshnetur eru aðalútflutningsvara Filippseyinga. Árið 1979 fluttu Filipsey- ingar úr landi kókoshnetuoliu, kókos- kjarna og aðrar framleiðsluvörur þessu skyldar fyrir einn milljarð dollara. Helstu kaupendur voru Bandarikin, Japan, lönd Efnahagsbandalagsins i Evrópu, Kórea, Kina, Sovétrikin og ýmiss Austurevrópu- lönd. Kokóshnetuframleiðslan á Filippseyj- um hefur aukist um 3% á ári frá þvi árið 1960 og byggist aukningin aðallega á þvi að meira land hefur verið lagt undir rækt- unina ár frá ári. Ræktunarlandið hefur þannig vaxið úr 1.1 milljón hektara i 2.4 milljónir hektara. Þrátt fyrir þetta eru stjórnvöld áhyggjufull vegna þess að af- raksturinn af kókospálmunum fer stöðugt minnkandi vegna þess hve gamlir þeir eru að verða. Um það bil fjóröungur kókospálmanna á Filippseyjum er oröinn sextiu ára eða eldri, og eru þeir þvi komnir af blóma- skeiði sinu. Meðalafrakstur af kókos- pálma i landinu er aðeins 32 hnetur, en til samanburðar má geta þess að 150 hnetur fást að meðaltali af afbrigðinu, sem nú hefur verið fengið frá Filabeinsströnd- inni, og farið er að gróðursetja á Filipps- eyjum. Afbrigði þetta er ræktað og fundið af 1 ’lnstitut de Recherche pur les Huiles ef Oleagineux i Paris. Þetta er blanda af gula dvergnum frá Malaysiu og hinu há- vaxna afbrigöi sem vex i Vestur Afriku. Afbrigðið verður milli 3-7 metrar á hæð, og er mun auðveldara I meðförum heldur en risinn, sem Filippseyingar eiga að venjast, sem oft á tiðum getur orðið allt upp i 25 metrar á hæð. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Filippseyingum aðstoð við endurskipulagningu kókóspálmaræktar- innar. Rannsakaðar hafa verið ýmsar leiðir, sem aukið geta framleiðsluna. Meðal annars hefur verið kannað, hversu þétt sé rétt að planta pálmunum, og hvaða aldursskipting plantna á plantekrunum er best. Þá hafa verið gerðar tilraunir með útrýmingu skordýra og annarra skað- valda, sem leggjast á pálmana. Samkvæmt áætlun rikisstjórnarinnar eiga kókospálmaræktendur að hreinsa akrana og planta nýjum græðlingum. Bændurnir fá sérstaka greiðslu frá stjórn- völdum fyrir vinnu sina og vegna útlagðs kostnaðar. Þar við bætist svo að þeim verða greiddir 150dollarar á ári á hektara endurgróðursetts lands i fyrstu fimm árin eftir gróðursetningu. Þessi timi er talinn nauðsynlegur til þess að pálmarnir geti náð fullri framleiðni. Stundum segja menn i gamni, að kókos- pálminn sé ,,tré lata mannsins” af þvi að hannþarfnastekkimikillar umhirðu. Nýja afbrigðiðkrefst þó mikillar aðgæslu og nú er verið að undirbúa fræðslu, sem bændur eigaaðfá. Þar verður þeim m.a. kennt að nota áburð og sérfræðingar munu kenna þeim að rækta og viðhalda nýju pálma- trjánum. Kokosmjöl hefur fram til þessa verið nokkuð dýr vara, að minnsta kosti, þegar hún hefur verið komin hingað til okkar tslendinga. Hver veit nema það eigi eftir að breytast, ef framleiðslan vex á Filipps- eyjum og nýjasta tækni og visindi verða tekin i þágu kókospálmaræktunarinnar i þessu mesta kókospálmalandi heimsins. þfb 9 f

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.