Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 05.04.1981, Blaðsíða 14
SVMARBLÓM ÚR FILTI Þessa sumarlegu mynd getið þið búið til i barnaher- bergið eða kannski i sumar- bústaðinn, ef þið eigið hann einhvern. Myndin er búin til úr fflti sem er saumað ofan á rauðan fíltbút. Blómin mega svo sem vera í hvaða litum, sem er, en á mynd- inni, eru þau gul með brúnu, blátt með gulu og hvít með brúnu innan i. Litlu depl- arnir með strikunum innan í eru bláir. Blómapotturinn sjálfur er bleikur ttieð brúnni rönd. Allt er þet^a svo limt ofán á rauðan. grunn. Þaö sem til þarf af efni er rau&i grunnurinn, sem er hafður ca 34 cm á kant. Ekki þarf stóra búta i blómin. Eflaust eigið þið afganga frá jóla- föndrinu, sem þið getið látið nægja. Bleiki búturinn, sem hafður er i pott- inn er 13.75 cm á breidd og 10 cm hár, og brúna stykkið er 13.75 cm breitt og 3.75 á hæð. Svo þurfið þið auðvitað lim, og tvinna, og pappastykki, jafnstórt rauða filtbútnum. 1 þetta skipti er alls ekki ætlunin að láta ykkur fá nákvæma teikningu af myndinni, sem þið eruð að búa til. Þið eigiðað nota eigin hugmyndaflug við myndsköpunina. Þið getið auðvitað fariðeftir myndinni hérna svona nokk- urn veginn, en klippið blómin frihend- is. Það skapar fjölbreytni og lií. Byiyið nú á að klippa hvitu blómin, jem eru efst. Þau eru ca. 7.75 cm i ■þVe'rmál, en krónublöðin eru nokkuð misjafnlega mörg. Gulu blómin til vinstrreru 5cm i'þvermál. Bláu blóm- in evu höfð svipað stór um sig og þau hvitu, en þau eru með öðruvi'si krónu- blöð, eins og þið sjáið á myndinni. Klippiðsvodeplana, sem eiga að vera inni i blómmiðjunum. Saumið þetta allt á rauða filtið i höndunum, mjög finlega. Bezt er að vera með samlitan tvinna við þennan saumaskap, svo ekki beri mikið á sporunum. Þið getið lifgað blómin upp með þvi að sauma smáspor hérog þar. Það gerir þau eðli- legri, og skapar skugga. Nú er komið að þvi að klippa út blómsturpottinn sjálfan. Klippið hliðar hans fallega ibognar eins og hér væri kominn „alvöru” blómapottur. Saum- ið pottinn á filtið með aftursting, eða varpið hann á, ef ykkur þykir það þægilegra. Að siðustu er brúna röndin fest ofan á pottinn ein§ og sýnt er á myndinni. Limið loks brúnir rauða filtsins ápappaspjaldið sem þið hafið fengið ykkur, og komiðer að þvi að fá sér ein- faldan ramma utan um herlegheitin. Myndin er tilbúin til upphengingar. 14 ■

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.