Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 1

Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 1
■- - / .r Gerrúlla með eplum, rúsínum og möndlum Fersk og góð eplalengja er góð með kaffi. Uppskrift- in, sem hér fylgir með er nóg i tvær eplalengjur og nægir þvi svo sannarlega með kaffi handa nokkuð stórum hópi fólks. t eplalengjuna þurfiö þiö: 2 1/2 dl köld mjólk, 50 grömm af geri, 3 msk. sykur, 1 egg, ca 3/4 lltri af hveiti, 300 grömm af smjöri eöa smjörliki, ca 1 dl. hveiti til þess aö fletja út meö. t fyllinguna þurfiö þiö: 4 epli 1 dl. rúsi'nur, 3 msk sykur, 1 dl finthakkaöar hnetur, 1 msk rifinn appelsinubörkur. Penslið lengjuna meö eggi og skreytið meö perslusykri og möndlu- flögum. Hræriö saman ger, sykur, kalda mjölk, egg og mestan hluta af hveit- inu. Geymiö svolitiö af hveiti til þess að fletja út meö, ef þörf krefur Fletjiö nú út deigið I störa ferkantaöa köku. Rifiö niöur 2/3 hluta smjörsins ofan á kökuna og brjótiö ha*a saman i þrennt, eins og munnþúrfku og geymiö á köldum staö I ca 15 minútur. Nú skulið þið fletja deigiö út á nýjan leik, rifa niður á þaö sem eftir er af smjörinu og brjótasaman eins og fyrr og láta vera á köldum staö í 15 minút- ur. Skiptiö deiginu I tvennt og fletjiö þunnt Ut. Leggiö einn fjóröa af epla- sneiöunum, rúsinunum, hnetunum, sykrinum og appelsinuberkinum á kökuna. Setjið þetta eftir miöri endi- langri kökunni. Brjótiö deigiö yfir og setjiö jafn mikið og fyrr af fyllingu ofan á og brjótiö deigiö yfir. Þrýstið saman bæöi til endanna og eftir rúllunni endilangri, Búið til aöra rúllu eins úr þvi sem eftir er af fyllingunni. Leggiö rúllumar á ósmuröa plötu. Stráiö sykriog möndlum yfir og bakiö i 250 stiga heitum ofni i 15 til 20 minútur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.