Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 4
Eru þær eins? Finnið fimm atriði, sem ekki eru eins Lausn á bls. 15 ANNA Anna önd heitir fyrir- brigðið sem þið sjáið á mynd hér á siðunni. Hún er 12 og hálfur cm á hæð og búin til úr skærgulu filti. Efnið, sem þarf i önnu önd er filtbútur 30 cm á kant, og svo þarf smávegis af svörtu, hvitu og appel- sinugulu filti. Eittvað mjúkt og gott þarf til þess að troða öndina út með. Það getur t.d. verið ullartróð, eða ullarkemba, sem mikið er farið að nota innan i púða. Einnig troða sumir leikfönd á borð við Önnu önd út með nælonsokkum, sem klipptir hafa verið niður í smábúta. Þá þarf i öndina ofurlitið af hörðum pappa. Klippið út. Þiö byrjiö á þvi aö teikna upp sniðiö eftir teikningunum, sem fylgja hér með. Gætið þess, aö hver ferningur i munstrinu jafngildir 2.5 cm en ekki einum cm eins og oftast er. Þetta staf- ar af þvf, aö munstrið er fengiö úr ensku blaöi, og i Englandi hafa þuml- ungar lengst af verið alsráðandi mæli- eining, en ekki cm okkar. Einn þumlungur er ca. 2.5 cm. Klippið brjóststykkiö út úr gula filt- inu, og sömuleiöis höfuöstykki og vængi og hliðar. Gogginnklippiö þiöúr appelsinugula filtinu. Úr svarta filtinu klippiö þiö fætur og augu. Búiö augun til eins og sýnt er, meö þvi aö klippa egglaga Kafað í ÖND hvitan bút, sem settur er milli tveggja svartra. Saumiö augun á haus andar- innar á réttan staö. Saumið öndina saman. Bezter aö sauma öndina saman meö finum aftursting, en einnig má varpa saman stykkin, ef ykkur þykir þaö fallegra og ef þiö eruö flinkar aö varpa. Byrjiö aö sauma saman viö A og saumiö höfúöstykkiö viö annan helm- ing andarinnar (A til B), fariö eins að hinum megin. Haldið svo áfram aö D. Setjiö þessu næst undirstykkið í og saumið það viö hliöarnar frá C til D en skiljiö eftir opá annarri hliðinni (E til F). Saumiösaman frá A til C, og troöiö öndina út meö ullartróöinu, eöa þvi, sem þiö ætliö aö nota i stopp. Vængina búiö þið til með þvi aö sauma saman tvö og tvö stykki, og fallegt er aö sauma nokkurs konar rendur I vængina sem eiga aö gera þá líflegri, rétt eins og væru þeir úr raun- verulegum fjöörum. Vængurinn er aöeins saumaöur við búkinn þar sem hann er ibognastur. Þessu næst saumið þiö gogginn. Hann er geröur úr tveimur yfirstykkj- um og einu undirstykki. Troöiö nefiö út, og saumiö þaö fast á hausinn. Fæturnir eru búnir til úr tveimur pappabútum, sem eiga aö vera þremur millimetrum minni en sniðiö, sem er á teikningunni. Pappabútarnir eru látnir á milli filtstykkjanna og filt- iö varpaö eöa stungiö saman. Saumiö fæturna vandlega neöan á búkinn. Nú er aðeins eftir aö koma augun- am fyrir á hausnum,ef þið hafiö ekki gert þaö áöur en þiö saumuöuö fuglinn saman. Einnig á aö sauma tvö svört spor á nefiö. Þiö sjáiö hvar þeim er ætlaöaö vera ámyndinni.Þar meöer öndin Anna komin i allri sinni dýrö. körfuna 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.