Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 7
ekkja her- úr þrœlastríðinu Þessi „si&asti lifandi hlekkur” sem tengir menn beint viö þrælastríöiö fékk nefnilega ekki nema 200 dollara eftirlaun á ári. Nokkru siöar var samþykkt að veita henni 1200 dollara eftirlaun á ári. Þaö er hæsta upphæð, sem hægt er aö veita henni, án þess að hún eigi á hættuað tapa sjúkrabótum, sem hún fær frá rikinu. Daisy Cave er 92 ára gömul. Flestir ibúar Suður Kaolinu vori furðu lostnir, þegar þeir heyrðu, aC enn væri á lifi ekkja manns, sem i raur og sanni hefði barizt i þrælastriðinu Flestir höfðu haldið, að slikt væri ekk hægt, vegna þess hve langt er siðar striðið var háð. Eiginmaður Daisy, sem fæddur vai 1844, sagði henni á sinum tima sitthvat um lifið á 19. öldinni. — Hann hél Henry Benjamin Cave, og hann reykti pipu, — Ég var þritug, og hann var af verða 75 ára i þá daga, og hárið var hvitt eins og silki. Samt sem áður var hann laglegur maður og sterkur eins og naut. Hann hafði verið tvikvæntur. áður en hann kvæntist mér, og lifaC báðar konur sinar. — Ég bjó hjá fólki skammt frá Kline, i Suður Karolinu. Einn góðan veðurdag kom hann akandi i léttivagni sinum. Hann sagðist þurfa að fá ein- hvern, sem gæti eldað fyrir sig og hugsað um heimilið. Ég sagði við hann: — Þarftu ekki einhvern sem erá svipuðum aldri og þú sjálfur? Þvi svaraði hann neitandi. — Þú myndir passa ágætlega vel til starfans. Siðan bað hann min, og viku siðar samþykkti ég aö giftast honum. Báðir foreldrar minir voru látnir. Ég átti ekkert sjálf. Ég hafði aldrei svo mikið sem eignazt skó, keypta i verzlun. Hann kallaði mig „Barniö” og ég kallaði hann hr. Cave. Ég elskaði hann og hann elskaði mig. Henry Cave lézt tiu árum siðar. Hann skildi Daisy og 9 ára son þeirra eftir með svolitið svinabú til þess að drýgja með tekjurnar. Ben Cave, sem nú er sextugur, býr með konu sinni i hjólhýsi bak viö heimili móður sinnar iSumter i Suður Karolinu. Hann vinn- ur viö alls konar viðhald fyrir sveitar- stjórnina i héraöinu. 1 skjalasafninu i Suður Karolinu má sjá, aö Henry Cave gekk i her Suður- rikjamanna i Hardeeville i Suður Karolinu 28. marz 1862, þá 18 ára gam- all. Hann var i þriðja riddaraliðinu i rikinu. Cave var óbreyttur liðsmaður alla tið, og i orustunni i nánd við Rich- mond var hesturinn skotinn undan honum. — Hann sagði mér oft frá þvi, hversu voðalegt hefði verið i striðinu, segir Daisy. — Hann var meira aö segja að éta steikta rottu og annað á- lika á göngunni heim frá Virginiu eftir að Suðurrikjamenn höfðu gefizt upp. Bróöir hans fékk malariu og Henry varö að bera hann mikinn hluta leiðar- innar. Hvernig voru svo tilfinningar þessa gamla striðsmanns i garð Norður- rikjamanna, er Daisy spurð að lokum. Hún brosir og svarar: — Já, löngu eftir aö striöinu lauk vildi hann helzt ekki þurfa að eiga nokkur samskipti viþ Norðurrik jamenni na. Þfb. Hcnry Cave heldur hér á Benjamin syni sinum, þriggja ára. Henry kvænt- ist Daisy Cave um 1918, en ekki man Daisy iengur, hvaöa dag þau gengu i hjónaband. Hún segir þó: — Ég var Ijóshærö og bara hugguleg i þá daga. Tölvan þarf ekki á mann- eskju að halda til þess að stjórna sér, fyrr en hún er farin að geta skemmt sér við brandara forstjórans. Ung stúlka er ekki ánægð fyrr en hún hefur eignazt heii ósköp af fötum, sem hún notar alls ekki. Gærdagurinn er liðinn, morgundagurinn er ekki kominn, svo þú skalt reyna að njóta dagsins í dag. Stúlku stendur nákvæm- lega á sama um, hver kastar fyrsta steininum, svo fremi sem það er demantur. Maður, sem hefur ekki gaman af skemmtilegri sögu, er áreiðanlega ekki i vinnu hjá þeim, sem sagði söguna. Sá eini sem getur orðið yf ir sig hrifinn af tómri flösku er innanhússarkitektinn. Aðeins eitt er sterkara en móðurástin, og það er hvit- laukslyktin. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.