Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 9
a hefur lag á aö gera domino aö hollum og skemmtilegum leik, sem skerpir athyglisgáfuna. Ó VENJULEGAR UPPELDISAÐFERÐIR Á RÚSSNESKUHEIMILI Lena og Boris Mikitin, sem eru bæöi kennarar, eru kunn fyrir sérstakt uppeldiskerfi, sem þau hafa notað við uppeldi barna sinna. Foreldramir, sem eiga sjö börn, hafa skapað spartverskt andrúmsloft á heimili áinu, sem þau herða börn sin við, nálega frá fæðingu. Uppeidiskerfi þeirra hefur vakið fjörugar umræður stuðn- ingsmanna þess og andstæð- inga, en af fenginni reynslu má fullyrða, að áhyggjur efasemd- armannanna hafi ekki átt rétt á sér. Sérhver fjölskylda hefur sin eigin sér- kenni, siði og venjur, sina eigin lifshætti. Svoer og um okkar fjölskyldu. Við erum mörg, þrir fullorðnir og sjö börn. Elzti sonur okkar, Aljosja, er nýlega oröinn 19 ára, og yngsta bamið, Ljuba, er sex ára. A tímabili reyndi fólk að hræða okkur með þvi' að segja, að börnin okkar yrðu veik, myndu brjóta handlegg eða fótlegg, og væru svo agalaus, að þau myndu eiga i erfiðleikum i skólanum, o.s.frv.. Allt var þetta vegna þess að mörgum fannst, að uppeldisaðferðir okkar, svo og það and- rúmsloft, sem rikir á heimili okkar, væru of frjálslegar. Sem dæmi má nefna, að gestur, sem kemur I heimsókn, gengur til hægri úr forstofunni inn i stórt herbergi og stað- næmist furðu lostinn: Hann sér þar ringulreið af hefilbekkjum, alls konar verkfærum, fernisdollum, málningu, efnafræðitilraunaglösum, mótorum, vél- um, virum, járn- og trébútum. Að sjálf- sögðu hangir stundum eitthvað „mjög nauðsynlegt” ofan Ur loftinu. Það ættiað fara með enn meiri varfærni inn í „leikfimisalinn” okkar: Einhver kynni aö stökkva niður úr reipi, sem hangir i loftinu, kynni að vera að sveifla sér i hringjunum, stökkva höfuðstökk á dýnunni... 1 hreinskilni sagt, röð og regla rikja ekki á heimili okkar nema i svefnher- bergjunum uppi á lofti og i herbergi af- ans, en þangað inn koma börnin aöeins þegar þeim er boöiö. Stundum eru þau aö leik öll saman og setja allt á annan end- ann i húsinu með hlátri og hrópum. Böminstækkuðueftir þvi sem árin liðu. Sem betur' fer reyndust hinar hræðilegu forspár ekki á rökum reistar. Drengirir okkar og stúlkurnar eiga auðvelt með að læra. Þau þurfa ekki að sitja lengi yfir heimverkefnunum og hlaupa jafnvel stundum yfir bekki. Aljosja er háskóla- stúdent og næst elzti sonurinn, Anton, er I menntaskóla. En það sem mestu máli skiptir er, að börnin hafa sjaldan orðið veik, fá ekki oft kvef og ná sér fljótt og auðveldlega eftir smitsjúkdóma. Viðþriggjaára aldur voru þau öll orðin þróttmikil, sterk og dugleg. I öll þessi 19 ár höfum við aldrei komizt I kynni við meitt nef, tognun eða brot. Núorðið fáum við mikið af bréfum og margt fólk kemur til þess að heimsækja okkurog spyrja: — Hvernig á að fara að þvi að ala upp bam þannig aö það verði hraust og heilbrigt? Við teljum, að marg- ar leiðir séu tilþess. Viðætlum að lýsa þvi hér, hvernig við gerum það. Þetta eru spurningarnar, sem viö erum oftast spurð. — Hvers vegna berfætt og í klossunum einum? — Við heyrum þessa spurningu oft og lesum hana úr augum allra, sem sjá börn- in okkar heima. Sumir hinna forvitnu gesta okkar taka Ljubu litlu upp i fangið og þreifa á köldum hælum hennar: — Er þér ekki kalt? — Ekki baun, segir hún fjörlega og hoppar niður og þýtur af stað til þess að sveifla sér I kaðli. Hún segir þetta i einlægni, þótt fætur hennar séu kaldir viðkomu. Hjá börnum starfar , ^iitastillirinn” einstaklega vel. A nóttunni er hitinn undir ullarteppinu 33 stig og heldur likama og fótum heitum. En þegar börnin skriða út úr rúmum sfn- um á morgnana er herbergishitinn aðeins 18stigoggólfhitinnere.t.v. aðeins 15 stig. Af þessum sökum temprar hörundiö hita- sbg sitt nærri þvi sem lofthitinn er, og fæturnir hitastig sitt í likingu við gólfhit- ann. Þess vegna finnst barninu ekkert kalt. — En hvers vegna er slikt fy rirkomulag nauðsynlegt? Þegar allt kemur til alls á fólk bæði föt og skó! Það er rétt. En föt og skdr voru fundin upp til þess aö koma i veg fyrir ofkælingu, þegar kalt er, og of- hitun, þegar heitt er. Með timanum drógu þau úr hæfileika mannsins til þess að sigr- ast á andsnúnum ytri skilyrðum. Nú ein- skorðast hlutverk fatanna oft við það aö vera hitastillir — að við- halda jöfnum hita umhverfis likamann. Nútima Ibúðir verka einnig sem nokkurs konar hitastillar. Afleiðingin verður, að llkaminn glatar aðlögunarhæfileikanum og mótstaða hans gegn umhverfisbreyt- ingum minnkar, bæði gegn loftslags- breytingum og innanhússbreytingum : Blautir fætur leiða til hnerra og gola til hósta. Við höfum útvikkað þetta sviö fyrir börnin okkar, þannig að þau þurfa ekki að vera hrædd við veðurskilyrðin, hvernig sem þaueru. Ogviðhöfum ^kkigert þetta smám saman og á löngum tlma, heldur einfaldlega meö þvi að leyfa börnunum okkar að ganga um i klossum og berfætt heima og úti i hvaða veðri sem er, og meira að segja að hlaupa út i snjóinn I garðinum eftir heitt baö, ef þau vilja. — Hvers vegna Iþróttatæki í húsinu? — Þau eru alger nauösyn þarsem börn eru, vegna þess aö þau veita barninu þá gleði að hreyfa sig, og jafnframt mýkt, styrkleik og góða heilsu. Þegar við settum upp fýrstu iþróttatækin fyrir börn (hringi, taugaslá og rólur), var eldri sonur okkar tveggja ára og sá yngri aðeins átta mán- aða. I herberginu eru Iþróttatækin alltaf innan seilingar, en það gerir krökkunum kleift að breyta til um athöfn, auöga leik- inn með hreyfingu, sameina likamlegt erfiðiog andlegt i samræmi við þarfir sln- ar en ekki samkvæmt áætlun. Hættulegt? Aö sjálfsögöu, þ.e.a.s. fyrir óvant barn. Þrátt fyrir þaö höldum við Framhald á 14. siðu 9 Æft af kappi. 8

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.