Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 12.04.1981, Blaðsíða 11
væri fleiri stúlkur i Frogtown, sem hefðu gott af sömu meðferð og ég hef i huga fyrir Franc- ine. Þær gætu lært að hirða sig og koma fallega fram. — Eigum við kannski að setja á fót snyrti- skóla hérna? Mikið held ég að framkvæmda- stjórnin yri ánægð. Og hver ætti svo að kenna i þessum skóla? Segðu mér ekki, að þú hafir tima aflögu til þess að sinna þvi. — Ég er ekki viss um, að ég sé fær um að kenna törfandi framkomu, eða annað álika, viðurkenndi Andrea. — Ég hef reyndar alltaf verið þeirrar skoðunar, að slikt sé ekki hægt að læra. Þetta er meðfætt, en ekki eitthvað, sem lærist af bókum. Fólk þarf að hafa til að bera kurteisi, góðmennsku og tillitsemi. — Heyr á endemi, sagði Marta. —Þá veit ég ekki hver er hæfari til þess að kenna þessi fög en þú. — Þú ert óþolandi, sagði Andrea. — Stúlkurn ar verða að læra að hugsa um hárið, húðina og neglurnar. Svo verður að kenna þeim að ganga fallega og svo er ótal margt annað, sem þær verða að læra lika. Milljón hlutir, sem ég hef ekki minnstu hugmynd um, hvernig á að kenna. Ég ætla að tala við frú Judson og sjá, hvort hún þekkir ekki einhvern, sem gæti kennt þetta og vildi gera það einu sinni eða tvisvar i viku. — Mikil bjartsýnismanneskja ertu, sagði Marta. — Greturðu hugsað þér einhverja af vin konum frú Judson, sem kæmi hingað til þess að kenna fátækrahverfisstúlkunum að vera töfr- andi? Ég heyri hrossahláturinn i þeim, þegar þær verða beðnar. Augnablik datt Andreu Merry McCullers i hug, og velti þvi fyrir sér, hvernig henni yrði við, ef hún yrði beðin. — Jæja, ég get svo sem séð um Francine. sjálf. Þegar við sjáum, hvernig gengur með hana förum við að hafa áhyggjur af skólamál- unum, og hvernig hægt verður að fá einhvern til þess að kenna i honum. Nú skulum við snúa okkur að öðru. — Það er svo sannarlega kominn timi til þess, sjúklingarnir eru orðnir óþolinmóðir, sagði Marta, og fór fram til þess að ná i þann fyrsta. Andrea sinnti verkum sinum eins og venju- lega en samt var hún annað slagið að hugsa um Francine. Sextán ára gömul, og þreytt á lifinu, Þegar hún kom heim aftur, dauðuppgefin sá hún að ljós var i glugganum á lækningastofu Steves. Hún hikaði augnablik og gekk svo þangað inn, minnug grátbólgins andlits Franc- ine. Steve leit undrandi upp úr skjölunum á borð- inu, og stóð svo á fætur greinilega hissa á þvi, að hún skyldi birtast. — Hvað get ég gert fyrir þig, ungfrú Drake? Röddin var kurteis. — Ég þarf að biðja þig að gera mér greiða, læknir, sagði Andrea og fann, að henni var far- ið að hitna i andliti. — Það er ekki min vegna heldur vegna stúlku, sem kom i sjúkraskýlið. Hún er sextán ára gömul, og i kvöld reyndi hún að drepa sig. Honum brá greinilega, og Andrea hélt áfram aðútskýra málið fyrir honum. Þegar hún hafði lokið máli sinu horfði hann enn á hana undar- legur á svipinn. — Hvað viltu að ég geri fyrir stúlkuna, And- rea? — Til að byrja með þarf að hjálpa henni til þess að léttast, og eitthvað þarf að gera við hárið á henni. Það þarf þó að kanna efnaskiptin ogrannsaka hana, áður en ég set hana i matar- kúr og get látið hana fara að gera leikfimisæf- ingar. — Og þar er mér ætlað að hjálpa. Hann brosti vingjarnlega, drengjalega brosinu sinu, sem henni hafði fallið svo vel i byrjun. — Ég hef ánægju af að gera það, sem ég get. Segðu henni að koma og tala við mig. — Mikið er þetta fallegt af þér læknir. Þú mátt senda mér reikninginn. — Hvaða reikning? — Ég ætlast ekki til þess, að þú getir þetta án þess að fá greiðslu. — Ekki það? Hvers vegna ekki? Þú vilt gjarnan hjálpa fólkinuhérna. Hvers vegna ætti ég ekki að vilja það lika. — Nú, þar sem ég vinn i Sjúkraskýlinu, er eins og þetta sé mitt fólk, reyndi Andrea að út- skýra fyrir honum. — Ég hef hugsað mér að vera hér lengi, lengi enn, skilurðu. Ég veit lika, að þú ert hér aðeins um stundarsakir til þess að öðlast reynslu. — Ég ætti þó að hafa ánægju af þvi að geta hjálpað til, á meðan ég er hér, meira að segja sextánára stúlku, sem langar mest til þess að deyja, vegna þess að hún er ekki falleg. Hann brosti dauflega. — Það er mjög mikilsvert fyrir hverja stúlku, að hún sé aðlaðandi, hélt Andrea á- fram.— Auðvitað skilja karlmenn það ekki. Ég býst meira að segja við, að þér finnist svolitið n i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.